Færsluflokkur: Bloggar
22.1.2008 | 10:07
sirkus reykjavík ! !
..jæja..
Nýr meirihluti tekin við starfa í Reykjavík. Held að hann Ólafur ætti nú að fara aftur í veikindafrí. Held að hann þjáist að Valdafíkn.
Að fara einn síns lið að hitta Villta-spillta-villa og segja "pant vera borgarstjóri í 2 ár" og sjálfstæðismenn svo úr sér komnir að valdaþorsta segja "já takk amenn" svo nefni Ólafur "svo vill minns að stefnuskráin mín verði okkar biblía" þá segjar sjálfstæðismenn strax "já enda viljum við bara vera stórir strákar í borgarstjórn"
Svandís er ekki fyrr vöknuð úr rotinu en að Ólafur F skellir þessu framan í hana.
Svo mun Margrét og Guðrún Ásmunds fella meirihlutan þegar, ekki ef, Ólafur F fær flensu eða forfallast af öðrum ástæðum. Afhverju taka sjálfstæðismenn þessa áhættu að verða hraktir eina ferðina en af valdastóli.
Þetta er bara farsi sem er slæmur fyrir Reykvíkinga. Finnst að það eigi að halda kosningar sem fyrst svo það komist einhver ró í ráðhúsið.
Held líka að Birni Inga vanti ný föt......... þá er gott að halda kosningar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2008 | 09:43
Alltaf gaman af eldriborgurum.......
....."mér finnst að barði í gang bang eigi að komast áfram"...........
Sumir fatta þetta aðrir ekki....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2008 | 19:50
Brendur á báli.....eða ???
..jæja..
Já félagi okkar frá Færeyjum Brandur, eða Brendur á enni eins og hann var kallaður af félagi eineltissinna á Íslandi, keppir í undankeppni júróvisíjón í Svíþjóð þann 9. febrúar.
Hver man ekki eftir þessum littla gutta syngja ballöður með barna stjörnu Íslands guðrúnu-hvað -sem-hún-heitir. Man að hann gisti á fjörukránni og þar biðu mörghundruð vælandi stelpur fyrir utan.
Þeir sem vilja fræðast frekar um kauða þá getið þið skoðað þetta http://svt.se/svt/jsp/Crosslink.jsp?d=62706&lid=puff_1026208
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2008 | 19:01
Vandræðalegt.... Já takk !
....jæja...
Er vandræðalegt að labba í fyrstu tröppuna í rúllustiga klukkan 06:15 að morgni og fatta nokkru síðar að hann er bilaður og ég hreyfist ekki. "En allir aðrir hreyfast og brosa?" það er vegna þess að fólk LABBAR niður stigan í staðinn og BROSIR af vitleysuni í mér...
....bölvað..
Held að rúllustigarnir í metróinu séu illa við mig. Fer alltaf í sama rúllustigan á leið heim frá norreportstation. Sem þýðir að hann á að fara með mig upp en einn daginn var hann stiltur á "aftur á bak" svo ég steig í hann og rann bara niður... mjög súrealískt.... horfði upp, varð smá hræddur... og stoppaði svo og hrasaði aftur fyrir mig...
......bölvað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2008 | 21:23
Annáll part 1 ......
jæja...Það er ekki hægt að segja annað en að árið 2007 hafi verið viðburðarrígt í mínu lífi og umfram allt eftirminnlegt. Sjaldan hefur verið jafn mikið af óvæntum uppákomum á minni ævi og nú
Janúar mánuðurinn var erfiður.
Kiustrákurinn minn hann ólafur fannst dáinn í lok árs 2006 og átti ég nokkuð erfitt í byrjun árs. Einnig var ég í nokkrum rannsóknum vegna einhvers fjanda í miltanu mínu sem settu sitt strik í byrjun árs 2007. Í fyrstu mismæltu læknarnir sig svo skemmtileg og héltu að ég væri með e-ð í lifrini en eftir margra vikna misskilning þá sögðu þeir allt í einu "nei það er miltað sem við verðum að taka"
Febrúar var þungur.
Um miðjan febrúar var vitað að ég þyrfti að fara í aðgerð. Tók ég mér veikindafrí úr vinnuni minni og einbeitti mér að því sem koma skyldi. Þetta var mikið álag og þá sérstaklega á fjölskyldunni minni. Þetta minnti foreldra mína á þegar ég var skorinn upp vegna ónýts nýra þegar ég var 6 ára.
Ég passaði mig að hugsa ekki of neikvætt og var ekki að missa mig að "googla" hvað þetta gæti verið.þann 28. febrúar fór ég í aðgerðina. Hún var stærri en hún átti að vera og þegar ég vaknaði úr svæfingunni þá brá mér.
Hélt að þar sem hann skar mig en gerði ekki göt eins og talað var um að þá hefði þetta verið verra en það var. Ég var lengi í "vöknun" og þó að ég væri 27 ára hörkutól þá bað ég um að fá mömmu og pabba. Þær voru ekki alveg sammála hjúkrunarfræðingarnir en að lokum var það ekkert mál.
Mars var erfiður framan af en góðarfréttir breyttu öllu
Ég lá eins og skata á spítalanum í nokkra daga. Hafði nógu mikin tíma til að hugsa og vorkenna sjálfum mér. Gott var að eiga góða að og var fjölskyldan dugleg að heimsækja mig.
Einnig var Erla eins og traust eiginkona við rúmmstokkinn, ásgeir kom einnig brosandi að vanda en ég var of dópaður til að muna eftir að pétur kom. Halla yfirmaður kíkti á mig og benti mér á að ég hafði fallegt veski.... þvagpokan :)
Fór heim til foreldra minna eftir þetta og var hjá þeim í nokkra daga. Fékk svo eina af bestu fréttum ársins að það væri í lagi með mig. Þá var ég búinn að hugsa í veikindunum hvað mundi ég nú gera ef ég fengi "lífið til baka" eða að það væri ekkert meira að mér.
Þá langaði mig að prófa að flytja út.Ég sótti um vinnu og fékk hana, verslunarstjóri og rekstraraðili Leonard accessories á Kastrup flugvelli sem þýddi að ég þyrfti að flytja út. Svo ég sagði upp á mínum gamla vinnu stað til 5 ára. Það var söknuður get ég sagt þar sem þessi vinnustaður hefur gert mér margt gott og kenndi mér ýmislegt sem ég hélt ég væri ekki fær um.
Maí tími til að breyta
Hætti í vinnuni 10 maí og flutti út þann 14 eda á afmælisdegi ömmu minnar. Ósköp var sárt að kveðja ömmu og afa enda hef ég verið hjá þeim nær daglega síðan ég man eftir mér.
Ég ákvað að taka pásu í skólanum enda eki vit í öðru þar sem ég gat engan vegin fylgt samnemendum mínum í félagsráðgjöfini og þarf því að klára BA í félagsráðgjöf. Ég stefni að klára það fyrir vor 2009 enda á ég ekki mikið eftir.
Ég flutti út og anna bólfélagi var fljót að elta mig eftir fyllerís og kvef ferð um skotland. Hóstaði stanslaust í mánuð guð blessi hana J
Svo var nú erfitt að pakka leifsgötuni saman og kveðja beru, sigurveigu gægjuhneigðu og þær minningar sem ég átti þaðan. Frábær íbúð, staður og tími. Hlakka til að flytja þangað aftur síðar meir.
Júní er tíminn til að opna !
Búðin opnaði. Svakalega var það stressandi og lærdómsríkur tími. Nóg að gera. Einnig átti ég frábærar stundir með vinum mínum sem búa hér úti. Guðbjörgu, Catiu, Fjóla, Bigga, Elísu og Jóa og öllum hinum sem ég gleymi J
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.12.2007 | 11:37
ólafur minn.....
Nú er ár liðið síðan Ólafur minn dó og sakna ég hans en.
Hann var algjör gleðigjafi og var minn besti vinur.
Hugsa en til þín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.12.2007 | 17:09
Vel upplýst og kaldhæðin...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2007 | 09:52
komin heim eða farinn út ?
....jæja...
Komiði sæl og bless. Nún er ég komin heim eða á ég að segja komin út ?
Ég hef verið að segja "þegar ég kem heim 29. des" þá er ég leiðréttur jafn óðum og sagt við mig "þegar þú ferð út" Kaupmannahöfn er nú bara tímabundið heimili mitt en samt segi ég heim þegar ég fer þangað og út þegar ég flýg til íslands.....
En allavegana þá er ég komin á klakann ! :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 08:54
nettur tessi....
....jæja.....
Ég les stundum bloggid hans jens guds (www.jensgud.blog.is)
Mér finnst hann oft á tídum mjøg findinn og skemmtilegur en hann tad stundum til ad fara yfir felst mørk. En fjørid er oftar en ekki í kommentkerfinu.
En í nýlegri færslu skrifar hann
Í þar síðustu jólapredikun biskups íslensku ríkiskirkjunnar, Karls Sigurbjörnssonar, sagði: "...Ég trúi ekki á jólasveininn, fremur en nokkur heilvita, fullorðin manneskja." Þetta er dálítið hrokafull afstaða.
Svo kemur tetta komment frá honum sjálfum sem mér finnst ótrúlega findid !
Anna, ég hef heldur aldrei séð guð (þennan sem úrskurðaði Gyðinga sem sína útvöldu þjóð). Ég hef eiginlega meiri trú á tilvist íslenska jólasveinsins. Að minnsta kosti huggnast mér betur hugmyndafræði hans.
hehehehe.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 11:28
já ég viðurkenni það........ ÉG ER DÓLGUR !
...jæja....
Ég er ekki þessi típíski flugdólgur....eða venjulegur melludólgur heldur er ég sængur dólgur.
Já þið heyrðuð það rétt !
Ég misþyrmi sængurverum eins og brjálæðingur hverja nótt ! ! Ég sef með 3 sængur og 4 kodda.
Vanalega eru allar sængurnar á gólfinu þegar ég vakna, eða 2 af þeim komnar úr klæðum sínum. Svo er nú ekki sjaldgæft að ég sé í sængurverinu meðan sænginn liggur á gólfinu !
Skil vel að fólk komist inn í sængur þegar opið á þeim er á hliðini, en þegar opið er á endanum á ég oft bágt með að trúa því þegar ég vakna hvernig í ósköpunum ég hafi komist inn í sængurverið !
Eins gott að ég sé maður einsamall! Væri líklegst búinn að misþyrma þeim heittelskaða og sængurverum hans.
Á ég að leita mér hjálpar ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)