Færsluflokkur: Bloggar

betlararnir mínir !

..jæja...

Búinn að fylgjast vel með betlurunum mínum á nörrebro station. Þeir koma undan af einhverjum  austantjalds löndunum ....eða það held ég.

Þetta eru 4 menn. Allir mjög líkir. Þeir skiptast á að spila á harmoníkku (sem er skelfing) sitja í tröppunum á metró og betla og svo standa með staf og betla. Svo eftir dágóða stund þá er einn leistur af og fer hann þá líklegast í "pásu" og svo þegar hann kemur úr pásu leysir hann annan af svo koll af kolli.

Vissi ekki að það væri vaktaskipti í betli.

Ég er samt duglegur að gefa fólki öðruhvoru smá krónur en er ekki alveg á því að styrkja þá. Svoldið glæbaklíkulegt allt saman.

En um jólin er best að muna eftir sínum minnsta bróður.

Sá konu sem sat mjög döpur í tröppum lestarstöðvarinar að selja hjemlös avisen. Þau kaupa blaðið á um 5 krónur og allur hagnaður af sölu fá þau. Fólk ræður hvað það kaupir blaðið á. Þessi kona sat í kuldanum, leið og sagði lágt "hjemmlös avisen...." en ekki tóku margir eftir henni. Þá kom ungur strákur að henni, rétti henni um 60 dkk og brosti og tók eitt blað. Konan brosti, brosti meira... svo en meira. Þakkaði honum svo fyrir og hélt áfram að brosa eftir að hann fór.

Hvað ætlar þú að gera um jólin ? Ég ætla að muna að brosa og reyna að hjálpa fólki að finna að allir skipta máli.

 


Um að gera að kvarta !

jæja..

fór í malmö í gær með Hönnu maríu og erlu. Alltaf gaman að fara til malmö!

Erla var í verslunarleiðangri svo ég dró Hönnu með líka svo ég sæti ekki einn á pöbbunum að djúsa. En hvaða pöbbum ? Það tók mig ár og öld að finna stað sem selur vín... ég hef þó nef fyrir slíku !

Svo sáum við stað sem hét "pickwick pub" og muldraði ég "ef hann opnar ekki síðan fyrr en 3 þá ber ég þá" ....... þeir voru heppnir að hann var lokaður og opnaði ekki fyrr en 3.

Við röltum á annan bar sem hét bar en seldi bara kaffi... þvílík svik og vonbrigði. Minnir mig á þegar ég var í stokkhólmi og labbaði með 10 verslunarpoka inn á eina lausa kaffihúsið og sagði "einn svell kaldan bjór TAKK" .... afgreiðslukonan leit á mig, brosti go sagði "þetta er kaffihú ekki bar"

bölvaðir!

En fórum svo að lokum aftur til pickwick pub þegar hann opnaði. Fíansti staður, breskur andi og vínandi þar innandyra. Svo var miði á borðinu þar sem viðskiptavinir voru beðnir að skrifa niður kvartanir ef þær væru einhverjar og skrifa undir með fullu nafni og heimilisfangi. Í stað þess að "gnísta tönnum af pirringi". Ekki mundi ég skrfia fullt nafn og heimilsfang...held að það sé bara ósk um að fá handrukkara eðda handkvartar í heimsókn....

tjá !


Frjálslyndir og óhádir

Jæja..

Hvad er margrét sverrisdottir ad gera tarna og er hún kjørin af althingi ??

Vita frjálslyndir af tessu ?

 bæb....


mbl.is Úthlutað úr Þjóðhátíðarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður þessi.....

jæja...

Ég var að labba fram hjá innritunarsvæðinu þar sem Icelandexpress farþegar innrita sig inn í terminal 2. Þar eru einnig oftast flug til arabalandana svo kölluðu.

Einn lítill strákur stóð og horfði á hóp kvenna með slæður og sagði svo við mömmu sína

"svakalega er mikið af gömlufólki hérna, eru þau að fara til kanarí eins og amma og afi gera ?"

 Þessi hópur kvenna var nú í yngrikanntinum en e-ð hefur það nú ruglað strákin að sjá þær með slæður.

 :)


Tími til komin !

.....jæja.....

Hérna kemur eitt fyrirfram áramótaheit! Ætla að blogga oftar en ég hef gert hingað til. Hef nú sagt þetta áður en ég veit að vinir mínir um allan heim blóta mér daglega fyrir bloggleysi enda er ég óvenjulega vinsæll maður.

Dreymdi draum í nótt. Er ekki en viss hvort að það hafi verið martröð. Ég var fastur í twistinu! ég twistaði allan draumin og var með þykkt og mikið tínu törner hár. Ég gat bara ekki hætt að twista. Var twistandi í vinnuni, í metróinu, á strikinu. En enginn virtist taka eftir því. Öllum var sama. Fannst það miður. Kannski voru twisthæfileikarni mínir ekki til að taka eftir ?

Vaknaði með höfuðverk enda var ég á flegiferð í draumnum og líklegast í svefni líka því lakið var farið af rúmminu þegar ég vaknaði og 2 af 3 sængunum komnar hálfa leiðina úr sængurverinu.... smart!

Annars er lífið ljúft, nýja íbúðin er virkilega fín og á besta stað í bænum. Hef það mjög fínt þar. Er að vinna í því að gera hana heimilislegri.

Óskaði um daginn eftir handknúni klakamulningsvél viti menn, fékk hana samdægurs í pósti frá Hönnu Rósu. Mikill fögnuður hér á vendersgade get ég sagt ykkur ! bjó strax til mohito og þvílíkur mohito..... :)

 ætla að fara að taka til !

Blogga fljótt aftur og einnig segi ég kannski frá einhverju meira áhugaverðu :D


mjá....

Til hamingju með afmælið ólafur minn........

takk takk takk takk !

..jæja...

Takk KÆRLEGA fyrir skemmtilega kveðjur og hlýleg skilaboð á blogginu, meilin, msn og sms.

 

Ef einhver vill gefa mér bestu afmælisgjöf í heimi þá má sá hinn sami gefa mér svona handsnúna klaka-myljara-vél. Hef leitað að slíku kvikyndi í laaaaaangan tíma en ekki fundið.

 

En já best að undirbúa sig fyrri afmælis teiti ! Ópal, mohito og bjór í boðinu..


Glædelig jul og godt Tub'ar

Kannski snemt að segja þetta ?

Ég er þó ekki eins snemma í því og IKEA. Eina sem kaupmenn virdast gera núna er að keppast um hver muni ná að auglýsa jólin fyrr. Þegar ég var að rúnta á klakanum núna um daginn (27. október) þá heyrði ég auglýsingu um að Stekkjastaur væri í blómaval. Hvað á þetta að þýða ? ? Að draga karl aumyngjan svona snemma til byggða, fær hann enga hvíld kominn á þennan aldur? Kapitalsimsinn er grimmur....

Annars er ég kominn í flatlendið og mun halda upp á afmælið mitt í kóngsins köben. Hélt ég væri að verða 29. ára en fattaði svo að ég er að verað 28... best afmælisgjöf í heimi! græddi heilt ár :D

Ef þið eruð í köben og viljið kíkka á mig næsta lau endilega skiljiði eftir komment.

Ein vinkona mín datt svo illa í það 2. nóvember, drakk yfir sig af jólabjór.... misskyldi þetta e-ð. Hélt að það væri bara hægt að fá þennan bjór þann daginn. En sem betur fer er hann til fram að jólum. Held að hún hafi samt drukkið yfir sig........ sem þýðir meira fyrir mig .... hehehe... :)

 Túlelú


æ dónt spík æslandik!

...jæja..

Þetta er nú skrítið. Búinn að vera í um viku á Íslandi og í meirihluta þeirra bakaría, kaffihúsa, búða og söluturna sem ég hef átt viðskipti hafa starfsmenn ekki skilið íslensku. Ég er ekki á móti því að fólk komi til landsins og stundi hér vinnu. Verð samt að viðurkenna að það er sárt að geta ekki fengið það sem ég vil á íslensku og stundum skilur fólkið ekki einu sinni ensku (lenti í því á kaffihúsi og bakaríi). Ég er nú alltaf hin hressasti og jákvæðasti og hef svarað fólkinu á íslensku og oftar en ekki talað hægar og jafnvel skýrar til að aðstoða það til að skilja mig svo það geti skilið fleiri.

Er ekki hægt að gera e-ð í þessu samt ? Finnst þessi þróun ekki landinu og íslenskri túngu til frama.

Nú eru mjög margir sárir og pirraðir yfir littlu 10 negrastrákunum og ævintýrunum þeirra. Ég hef mjög gaman af þessari sögu og hugsa að ég kaupi bókina. Skemmtilegar myndir og kvæðin líka. Skil ekki að fólk vilji banna þessar bækur úr skólum og leikskólum. Ég tel ekki að þær stuðli að fordómum. Þær hafa verið til á bókasöfnum og sumum leikskólum til þessa en ekki hafa þær ýtt undir fordóma hjá ungu fólki.

Afi minn söng í tvígang, málaður svartur í framan, 10 ára gamall kvæðin um negrastrákana á barnaskemmtun á þórshöfn á langanesi og það eru um 65 ár síðan. Ekki er afi minn fordómafullur eða aðrir ættingjar mínir sem hafa alist upp við þessa bók. og uppáhalds sölukonan hans í bónus er svört.

Eigum við ekki að anda djúpt og athuga hvort að við sem ólumst upp við þessar bækur séum fordómafull gagnvart svörtufólki? Ef svo er ekki þá tel ég ekki að við þurfum að banna þessar bækur.

Lifið heil....

 


Guð hjálpi þér....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband