Færsluflokkur: Bloggar

Vandræðagangur Íslandshreyfingarinnar

Það er búið að taka íslandshreyfinguna langan tíma að finna fólk sem hefur áhuga og vill taka sæti á lista flokksins. Hreyfingin hefur sagst ætla að birta lista efstu manna á ákveðnum tímapunktum en það hefur alltaf dregist á langinn. Þegar hreyfingin tekst loksins að smala saman fólki í í framboð fyrir hreyfinguna þá er bara birt nöfn 5 einstaklinga í hvoru Reykjarvíkurkjördæminu fyrir sig. Finnst mér vandræðagangurinn í framboðsmálum hreyfingarinnar sorglegur.

Mánuður er í kosningar og almenningur veit ekki hvaða einstaklingar verða í efstu sætum hreyfingarinnar sem segist ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum. Þetta vesen minnkar álit mitt á Íslandshreyfingunni og líklegast er ég ekki einn um það.

Metnaðarfullur flokkur þarf að birta nöfn efstu manna sem leiða eiga listana í öllum kjördæmum ef taka á þann flokk alvarlega.

 


mbl.is Ómar og Margrét leiða lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fram fram fylking !

Ég er hjartanlega sammála Ingibjörgu Sólrúnu.

Flokkurinn er ungur og hefur á síðustu árum verið að ganga í gegnum þroskaferli og má segja að nú sé flokkurinn orðinn fullorðinn og tilbúinn og samstíga til að takast á við eitt mikilvægasta verkefni íslensku þjóðarinnar og það er að bjarga velferðarkerfinu. Þetta ferli hefur gegnið upp og ofan og hefur flokkurinn mætt mikilli neikvæðri umfjöllun frá sjálfstæðisflokknum og morgunblaðinu en ég kvarta ekki og tel það sýna eitt. Íhaldið er hrætt! Mættur er flokkur sem getur ógnað þeirra þægilegu tilveru.

Þó að kannanir síðustu missera hafa ekki verið flokknum jákvæðar þá er mánuður í kosningar og mánuður er langur tími í pólitík. Ég tel að nú eftir þennan öfluga landsfund mun flokkurinn koma sterkur inn. Síðustu kannanir hafa varla verið marktækar, fáir svara og margir óákveðnir og samfylkinign á þar inni fylgi sem mun skila sér í kjörlassana sem er mun mikilvægara en í einhverjum skoðanakönnunum.

Það er bjart framundan. Samfylkinign er í sóknarhug !

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skák og mát!

Með hverju árinu sem líður tel ég að fólk hljóti að sjá meir og meir að Vladímír Pútín forseti Rússlands er oft á tíðum með tilburði einræðisherra. Lýðræðið á undir högg að sækja og KGB tilþrif forsetans eru stórhættuleg fyrir nauðsylegri þróun lýðræðisins í Rússlandi. 

Ég tel að lýðræðið eigi nú sem aldrei fyrr undir högg að sækja í Rússlandi og er þetta gott dæmi um það. Að stjórnarandstaðan meigi ekki halda mótmælendafund er skýrt dæmi um það.

Margir vinir Garrí Kasparov hafa hvatt hann að láta af afstöðu sinni til stjórnvalda og helst flytja úr landi. En Garrí er baráttumaður og svíkur ekki hugsjónir sínar og vill leggja sitt af mörkum til að koma lýðræðinu á.

Ég held að þetta hafi verið snjall leikur hjá Kasporov og þar sem hann er skáksnillingur hlýtur hann að sjá nokkra leiki fram í tíman.


mbl.is Garrí Kasparov handtekinn í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Steingrímur joð frjálslyndur ?

jæja...

Ég rakst á blogg hjá Viðari Helga Guðjohnsen sem er í 5. sæti hjá Frjálslyndum í Reykjarvíkurkjördæmi suður. Þar var áhugaverð færsla hjá honum um ræðu sem Steingrímur J. Sigfússon flutti 1993. Í þeirri ræðu kemur eftirfarandi fram:

,,Það gefur auga leið að minni háttar hræringar, hæringar sem ekki merkjast þegar stórþjóðirnar væru að telja upp hjá sér, gætu sett allt úr skorðum á Íslandi. Það þarf ekki annað að gerast en það verði vinsælt á Spáni eða í Portúgal að fara í fiskvinnslu til Íslands og menn ryðjist hingað inn og bjóðist til að vinna hér fyrir miklu lægra kaup. Það þarf ekki nema bara að íbúar í tveimur til þremur blokkum í Lissabon kæmu hingað til þess að ójafnvægi gæti skapast á íslenska vinnumarkaðnum. Portúgalar hafa unnið hér í fiski og þekkja það vel. Þeir eru ágætir starfsmenn. En því miður eru laun í því landi svo lág að það væri ástæða til að óttast að þeir kynnu að telja sér fært að koma hingað og vinna fyrir miklu hærra kaup sem Íslendingum hefur þó tekist að berja hér upp og er það þó ekki mikið.

Ekki getur verið að Steingrímur sé svona fljótur að gleyma því sem hann segir. Ætli hann meini eitt en segir annað. Allavegana finnst mér þessi ummæli nokkuð léleg og finnst að Steingrímur eigi að fara sér hægt þegar hann gangrýnir innflytjendastefnu Frjálslyndaflokksins þar sem hann virðist ekki ganga heill til skógar í þeim efnum.

Ég er ekki sammála stefnu Frjálslyndra í innflytjendamálum en finnst mér að við eigum samt sem áður að ræða málefni innflytjenda þar sem öll fræðsla og umræða  er af hinu góða og slær á fordóma.   


frábært framtak!

Mér lýst vel á það að Hafnarfjarðarbær ætli að stækka útsendingarsvæði nýbúaútvarpsins svo kallaða. Mikilvægt er að nýbúar geti hlustað á fréttir og tilkynningar á sínu eigin tungumáli. Nýbúaútvarpið sendir út á fjórum tungumálum, pólsku, rússnesku, ensku og tagalog sem er tungumálið sem talað er á Filipseyjum. Einnig er mjög gaman að útvarpið er sent út frá felnsborgarskólanum á vegum fjölmiðladeildarinnar og er það mjög áhugavert samstarf.

Gaman að sjá hvað samfylkingin í Hafnarfirði er frjó og framsækin.

Meira svona segi ég bara. Mikivægt er að mínu mati að svona útvarpstöð náist um land allt. Í sumum sveitarfélögum er hlutfall nýbúa mjög hátt eins og má sjá á vestfjörðum og tel ég að þessi útvarpstöð sé mikilvæg í menningarlega séð.

 


mbl.is Nýbúaútvarp mun nást á öllu höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

spá og spekúlera

Ég horfði á Kastljósið í gær.

Þar voru aðilar flokkanna allra sem bjóða sig fram til þings fyrir utan baráttusamtakanna. Ekki var þessi þáttur spennandi fannst mér. Frambjóðendum var styllt upp stjórn á móti stjórnarandstöðu. Hefði nú verið eðlilegra ef dregið hefði verið um sæti. Hversvegna er stillt upp valdamönnum andspænis fjórum andstæðingum?

Frambjóðendurnir fengu varla tækifæri að ræða sín mál eða fá að svara þeirri gagnrýnni sem var þar sem tíminn var of naumur. Þátttakendur í hvorri umferð fengu 3 innkomur, svo að ekki var hægt
að segja mikið.

Þessir fundir sem hafa verið bæði hjá RÚV og stöð2 hafa verið leiðinlegir. þungir og óspennandi. Fundirnir á stöð2 eru mun verri að mínu mati þá vegna þess hversu lélga er að honum staðið tæknilega séð. Hljóð og lýsing með versta móti og klippingarnar inn á milli skota lélegar þar sem þáttastjórnendur vita varla hvort þeir séu í beinni eða ekki.

en já ég er kannski smámunasamur.... 


hlæ hlæ

Ég er ekki mikið fyrir að gera grín að þeim sem minna meiga sín. Ég er ekki heldur sá sem gerir grín að ákveðnum þjóðfélagshópum.

 Framsókn er  nú minnimáttar og nokkuð spes þjóðfélagshópur en samt get ég ekki annað en deilt þessu með ykkur alveg hrykalega skemmtilegt.

 

klikkið hér

 


dansi mann !

ó minn guð góður!

þetta er alveg hrykalega skemmtileg klippa!

 

http://www.youtube.com/watch?v=ZA7IiTaoiCU


Nokkuð nett !

Var að leika mér að búa til myndbönd á .

Endilega tékk it át!

Imba kuti og jón magnússon

Davíð og Geir

fyrir ykkur sem vitið ekki alveg hver jón magnússon er þá er hérna mynd af kauða.

Mynd_0252947                   

Þessi kauði hér fyrir neðan er ekki Jón Magnússon með litað hár heldur George Hamilton leikari. Maðurinn sem fann upp brúnkuna að ég held.  Mér finnst þeir svooo agalega líkir.

 hammil


Stjórnin heldur velli..já já

Í dag var birt ný skoðanakönnun á vegum gallub fyrir morgunblaðið og rúv. Ég var nú að horfa á fréttirnar á rúv og þar nefnir fréttamaðurinn það sama og hafði komið fram í netheimnum að stjórnin haldi velli. Að það séu helstu tíðindi þessara könnunar.

samkvæmt könnunni hafa sjálfstæðisflokkurinn og framsókknarflokkurinn 32 menn

en

Samfylkingin, frjálslyndir og Vinstri grænir hafa um 31 mann.

Ekki tel ég þetta vera mikin og traustan meirihluta....jahhh...nema það að framsókn er laus við Kidda sleggju og er því líklegast tilbúinn að segja já og amenn við öllu sem íhaldið ákveður. Enda var kiddi eini innan stjórnarliðsins sem virtist hafa sjálfstæða skoðun.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband