Fram fram fylking !

Ég er hjartanlega sammála Ingibjörgu Sólrúnu.

Flokkurinn er ungur og hefur á síðustu árum verið að ganga í gegnum þroskaferli og má segja að nú sé flokkurinn orðinn fullorðinn og tilbúinn og samstíga til að takast á við eitt mikilvægasta verkefni íslensku þjóðarinnar og það er að bjarga velferðarkerfinu. Þetta ferli hefur gegnið upp og ofan og hefur flokkurinn mætt mikilli neikvæðri umfjöllun frá sjálfstæðisflokknum og morgunblaðinu en ég kvarta ekki og tel það sýna eitt. Íhaldið er hrætt! Mættur er flokkur sem getur ógnað þeirra þægilegu tilveru.

Þó að kannanir síðustu missera hafa ekki verið flokknum jákvæðar þá er mánuður í kosningar og mánuður er langur tími í pólitík. Ég tel að nú eftir þennan öfluga landsfund mun flokkurinn koma sterkur inn. Síðustu kannanir hafa varla verið marktækar, fáir svara og margir óákveðnir og samfylkinign á þar inni fylgi sem mun skila sér í kjörlassana sem er mun mikilvægara en í einhverjum skoðanakönnunum.

Það er bjart framundan. Samfylkinign er í sóknarhug !

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband