Færsluflokkur: Bloggar

Vg á villigötum!

Það er nú ekki furða að VG sé að missa flugið í skoðanakönnunum.

Þeir vita varla ekki í hvorn fótin þeir eiga að stíga. Mér finnst þeir varla vera samkvæmir sjálfum sér. Þeir vildu þjóðaratkvæðisgreiðlsu um kárahnjúka en kvörtuðu svo undan því að samfylkingin í Hafnarfyrði lét valdið til íbúana þegar til stóð að stækka álverið í straumsvík.

Hver man ekki eftir því þegar Steingrímur J. Sigfússon formaður græningjana gagnrýndi það að Alcan styrkti útsendingu kryddsíldarinnar á stöð 2 á gamlársdag. Fannst sér misboðið og að hann hafi verið blekktur. Fannst þetta mjög svo óviðeigandi. Er meira viðeigandi að ALCAN styrki stjórnmálaflokk en sjónvarpsþátt? 

Nú virðist vera í lagi að fá stuðning ALCAN, það er þegar það snýr að þeim sjálfum. Einnig voru Vg-ingar mjög svo mótfallnir því þegar Alcan bauð Hafnfirðingum á tónleika og  þegar þeir gáfu þeim einnig geisladisk. En svo virðist vera í lagi að þeir styrki Vinstri græningjana.

Finnst mér þetta miður. Kannski ekki furða að Íslandshreyfingin sé að kroppa fylgi af Vg-ingum. Efast um að Ómar Ragnars biðji AlCAN um styrk.

 

 

 


mbl.is VG óskuðu eftir fjárstuðningi Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gleðilega páska

páska

Samfylking er í þvílíkri sókn þessa dagana! Var í kringluni og þar var Samfylkingin með bás þar sem fjölmargir þingmenn og stuðnings fólk samfylkingarinnar var að dreifa bæklingum og glaðning. Var mikið af fólki sem stoppaði við básinn og ræddu við stuðningsmenn samfylkingar. Framsókn var líka með bás. þar stóð Jón Sigurðsson og Sæunn Stefánsdóttir nokkuð einmanna og ræddu við hvort annað. Stuttu seinna var básinn fjarlægður meðan samfylkingin var en með sinn bás og stanslaus örtröð þar. Er ekki framsókn að deyja? Held að það sé engin hætta á að hún rýsi upp á páskunum.

Fékk lítið páskaegg frá samfylkinginu í kringluni í dag og fylgdi með þessi sniðugi málsháttur.

 

leggjum bönd á bláa hönd

                                                                  gleðilega páska

samfylkingin

 

 


hörbalæf!

Ég rakkst á þessa vídeó klippu hjá Erlu minni eða hafmeyjuni eins og hún kallar sig nú til dags.

Þarna má sjá íslensku hörbalæf konungsfjölskylduna. Þetta vídeó er mjög svo sorglegt en þess virði að horfa á.

Held samt að þetta hjálpi manni að grennast... ekki hörbalæfið heldur vídeóið þar sem mér lá við að kasta upp nokkrum sinnum vegna misnotkunar á Íslandi! 


Eurovisíjón er fúlasta alvara !

..jæja..

Hérna getið þið séð Úkraínska lagið sem mun keppa á móti Eiríki okkar Hauksyni. Samkvæmt nýjustu veðbönkum er þessu lagi spáð 7. sæti en laginu okkar ekki nema því 29. 

Ég veit ekki hvað skal segja um þetta lag. Þetta er tryllingslegur-rafrænn-austurevrópskur-teknó-slagari með karlmanni með álfahúfu í silfurdressi, hvítum sokkabuxum, sólgleraugu og með dautt dýr um hálsinn á sér. Lagið er sungið á þýsku og ensku og erfitt er að greina hvor kaflinn er sunginn á þýsku eða þá ensku.

Ég verð þó að viðurkenna að þetta lag finnst mér met! Hver segir svo að silvía Nótt hafi ekki haft áhrif á keppnina.

http://www.youtube.com/watch?v=4MXHl1LVkas


Frambjóðandi með áhyggjur af svitalykt!

...jæja

Ég geri ekki mikið af því að flakka á milli síðna hjá fólki sem ég þekki ekki. En ég rakst á síðu hjá Fanný Guðbjörgu Jónsdóttur sem er í 3. sæti framsóknarflokksins í Reykjarvíkur kjördæmi norður.

Hún segir þar í einni færslunni sinni:

"Síðasta laugardag fékk ég þann raunveruleika beint í æð að þegar íslendingar og aðrir sem eru að skemmta sér, dansa og hafa gaman þá eru þeir verulega illa lyktandi. Ástæða? það má ekki reykja inn á þessum skemmtistað (Iðusalir) "

Hún heldur áfram:

"Sorry, en 1. júní þegar reykingar verða bannaðar inn á veitingahúsum og skemmtistöðum þá verður lyktin sérstaklega inn á skemmtistöðunum ríkjandi af vökva sem vellur út úr svitaholum landsmanna."

Ekki veit ég hvort að hún Fanný reykir en þetta eru rök flestar sem reykja. Að skemmtistaðir og kaffihús verða illa lyktandi af svitafýlu. Ósköp eru þau rök döpur að mínu mati. Að halda því fram að fólk sé illa lyktandi á skemmtistöðum vegna þess að bannað er að reykja. Ég hef nú farið út á lífið í Svíðþjóð og hef ekki verið var við þessa miklu svitalykt sem Fanný talar um og þar er bannað að reykja. Einnig hef ég heyrt þau rök að ef reykingar verði bannaðar þá verður fólk vart við ælulyktina. Eru þetta einu rökin ?


Zero kjaftæði..

...jæja... 

Nú er kominn nýr gosdrykkur á markaðinn. Kallast hann kók zero eða núll og nix eins og ég kalla hann. 

Þetta er "sykurlaus" kóladrykkur og er markhópurinn augljóslega strákar. Markmiðið er að fá stráka til að drekka sykurskerta drykki. Þar sem það er ekki nógu matsjó að fá sér kókakóla læt eða dæet kók að þá er bara búinn til stráka dæet drykkur.

Auglýsingarnar eru sumar ágætlega fyndnar en megnið af þessu er nú algjört krapp. Þarna er verið að höfða til stráka eins og sjá má með þessum 2 textum:

"afhverju ekki kærasta með Zero er ég feit í þessu" og "afhverju ekki brjóstahaldari með Zero smellum"

Flottast fannst mér þó textinn "Afhverju ekki sund með Zero kvennaklefum"... mér fannst það bara svoldið gay.

..bara spá..


vott?

....jæja.. 

 Ég rakst á síðu sem heitir gellur og gaurar. Þar er verið að hvetja íslenska stráka og stelpur að birta nektar myndir af sér.

Þessi texti er á síðuni þeirra: 

Vilt þú birta létt-erótísku myndirnar þínar á þessum vef? Það kostar ekkert og því fylgja engar skuldbindingar.

Smelltu á Nýskrá á myndasíðunum til að skrá þig og hefja birtingar strax.

þetta er nú meira...


Gamli "góði" villi

..jæja... 

Það kostar Borgarbúa um 120 milljónir að það verði ekki opnaður spilasalur í Mjóddinni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri varð æfur þegar til stóð að opnaður yrði spilasalur í hans hverfi. Enda ekki við hæfi að hafa slíkt í fjölskylduvænu hverfi. Jafnvel þó að það séu nú þegar spilakassar á 3 stöðum í mjóddinni.    

Borgin keypti húsnæði háspennu í mjóddinni sem er um 4000 m2 á um 92 milljónir króna. Borgin ætlar svo að leigja húsið út en það má vera verslun sem hagnast vel ! Miðað við fermetraverð í leigu fyrir þetta húsnæði í mjóddinni þarf að greiða 640 þúsund krónur á mánuði eða 7,7 milljónir á ári. Það tæki borgina 12 ár að fá upp í kaupverðið. Góður díll ekki satt? 

En það var ekki það eina sem eigandi háspennu fékk. Hann fékk einnig einbýlishúsalóð á starhaga 3. sem borgin metur á 25 til 30 milljónir en þær tölur sem ég hef heyrt nema um 50 milljónum. Þar er óheft útsýni til sjávar og er þessi lóð á einum vinsælasta stað borgarinnar. Þessi lóð er beint fyrir framan Kjartan Gunnarsson fyrrum framkvæmdarstjóra sjálfstæðisflokksins. Enda hef ég heyrt að aldrei hafi verið mikill vinskapur þeirra á milli. 

Eigandi háspenna þarf ekki að greiða gatnagjöld fyrir lóðina og má byggja 250 m2 einbýlishús. Ég bý í miðbæ Reykjavíkur og þar eru 4 stórir spilasalir nálægt mér. 2 á Laugarvegi, 1 á Skólavörðustíg og einn við Ingólfstorg. Hvað ætli gamli “góði” villi gerir til þess að losna við þessa spila sali? Það verður gaman að sjá enda erum við ekki verra fólk en fólkið sem býr í breiðholtinu.  

Eða hvað ?


Júróvisíjón!

jæja..

Þær fréttir frá Finnlandi voru að berast að búið er að draga um röðun keppenda í undanúrslitunum sem fram fara í Helsinki 12. maí næstkomandi.

 

01
Bulgaria
11
Albania
21
Andorra
02
Israel
12
Denmark
22
Hungary
03
Cyprus
13
Croatia
23
Estonia
04
Belarus
14
Poland
24
Belgium
05
Iceland
15
Serbia
25
Slovenia
06
Georgia
16
Czech Republic
26
Turkey
07
Montenegro
17
Portugal
27
Austria
08
Switzerland
18
FYR Macedonia
28
Latvia
09
Moldova
19
Norway
  
10
The Netherlands
20
Malta

Eiki okkar Hauks mun vera sá fimmti í röðinni, hvort að það sé gott eða slæmt veit ég ekki en líklegast munu júróvisójón spekúlara fara yfir það hvaða líkur séu á því að hann komist áfram miðað við að vera í 5. sæti. 

Ég sá myndbandið í kastljósi í gær. Var ekkert alltof hrifinn af ensku útgáfuni! Skyldi varla samhengi textans og átti bágt með að heyra hvað hann var að syngja. Einnig var ég ekki sáttur að rauða hárið var orðið hálf brúnt. Vona að það hafi verið tæknibrellur því ekki getur Big read snúið baki við aðal sölumerkið sitt, eða hvað ? Svo finnst mér lagið ekki nógu kraftmikið! vantar smá páver í ‘etta ! 

Lag frænda okkar Svía er nokkuð gott og tel ég að það gæti náð langt. Það er hljómsveitin the Ark sem flytur lagið "worrying kind"... njótið...

Reyndar hélt ég með laginu sem varð í öðru sæti í sænsku júróvisíjón keppninni. Söngvarinn Mans Zelmerlöw flutti lagið "Cara mia"... 100% júróvisíjón lag!


humm...

.....svo er oft verið að halda því fram að konur séu verri bílstjórar en karlar....

 


mbl.is Bakkað yfir tré á Skólavörðustíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband