Færsluflokkur: Bloggar

Þjófnaður !

Ég fór áðan á Hressingarskálan og fékk í hendurnar mjög svo gamlann og notaðan matseðil. Ég efast um að þeir hafi lækkað verð á matseðli. Nema þá að matseðlarnir séu úr svo lélegum pappír að eftir fyrstu notkun verða þeir krumpaðir.

Svo veit ég að sumir matsölustaðir hækkuðu matinn áður en til verðlækkunar kom.

Það á að birta listann yfir þá sem lækkuðu ekki matseðilinn hjá sér. Einnig má spá hvort að hægt sé að koma á sektum á veitingahús.

Maður verður nú hálf pirraður!


mbl.is Meirihluti veitinga- og kaffihúsa hafa ekki lækkað verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

?

Er þetta frétt?

Algjört ruglumbull


mbl.is Landsfundarnafnspjald Árna Sigfússonar til sölu á eBay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Humm...

Auðvitað gleður það mig að atvinnuleysið skuli mælast jafn lágt og það gerir nú eða um 2%. Áhugavert fannst mér þó að sjá að í hópnum 16-24 ára mælist atvinnuleysið mest eða um 6,9% og hvað ætli valdi því?

En samkvæmt þessu má klárlega sjá að meðal vinnutíminn er lengstur á Íslandi ef borið er saman við hin Norðurlöndin. Finnst mér það miður þar sem það kemur niður á barnafjölskyldum og þá oft á tíðum börnunum sjálfum.   

Tel ég það mjög mikilvægt að stytta vinnuvikuna á Íslandi eins og Samfylkingin leggur til og þá í samráði við aðila vinnumarkaðarins.

Þó að atvinnuleysið mælist um 2% skal hafa það í huga að:

Um 5.000 börn eru undir fátæktarmörkum.

Barnafátækt er tvöfalt meiri hér en á hinum Norðurlöndunum.

Það segir sína sögu að um 8.500 börn hafa ekki farið til tannlæknis í þrjú ár.

Vinnuvika foreldra er ein sú lengsta í Evrópu. 

Það er því miður staðreynd að barnabætur hafa verið skertar um 11 milljarða kr. á 10 ára tímabili.


mbl.is 2% atvinnuleysi á Íslandi á fyrsta ársfjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvænt heimsókn.

Ég var í rólegheitunum að undirbúa kvöldmatinn í gær. Var að skera niður grænmeti og steikja kjúkling enda frábært kjúklingasalat á matseðli kvöldsins. Þá var dinglað. Ég rölt í mínum mjög svo slitna bol og mjög svo ljótum og teygðum náttbuxum og athugaði hver var þar á ferð.

Þar stóðu félagar mínir jóhanna Sigurðardóttir og Helgi Hjörvar. Þau voru að þramma hverfið og dreyfa framboðslita Samfylingarinnar og boðsmiða í fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Fannst mér þetta gott framtak og hafði ég gaman af. Voru þau bæði glaðleg og hress.

Eftir á bölvaði ég samt sjálfum mér að hafa ekki verið í smá smartari dressi. Ég er oftast bara á náttbuxum heima hjá mér en nú voru allar þær "flottu" í þvotti og leit ég eins og hinn versti umrenningur.

Svo vil ég biðja littlu konuna sem veður í russlatunnurnar á Leifsgötu og leitar af dósum að hætta því. Þetta er svoldið subbulegt !


Rétt skal vera rétt.

Í þessari könnun tapar Samfylkinign um 5,4%. Morgunblaðið slær því upp að Samfylkingin tapar 2 mönnum en það skala hafa það í huga að 4 maður samfylkingarinnar, Jón Gunnarsson, var uppbótaþingmaður. Fylgi Samfylkingarinnar er samt nokkuð öflugt í suðurkjördæmi og er þetta góður grunnur á að byggja.

Þessar kjördæmakannanir hafa sýnt góða og sterka útkomu Samfylkingarinnar.


mbl.is VG og Sjálfstæðiflokkur auka fylgi sitt í Suðurkjördæmi á kostnað Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi ?

Hvað er eiginlega í gangi hjá Íslandshreyfingunni? Það er búið að taka þetta samkurl alltof langan tíma að stilla sína strengi og finna fólk sem hefur haft áhuga á að vera í framvarðarsveit fyrir þetta ný stofnaða framboð. Ég held að “árangur” Íslandshreyfingarinnar í skoðanakönnunum sé akkúrat þessu að kenna. Svo þegar framboðið birtir loksin framvarðarsveitina sína þá fáum við einungis 5 nöfn, það er allt of sumt.

Fólk var spennt í byrjun og vildi taka þátt í þessu frá upphafi. Framboðið lofaði oftar en einu sinni að birta listana sína en ekkert varð úr. Stefna framboðsins virðist vera út og suður og slagorðið lifandi land á nú ekki vel við framboð sem mælist með 2,9%. Þeir hafa misst af flestum kappræðum í sjónvarpi og þar af leiðandi misst af miklum tækifærum.

Ég held að þetta framboð sé löngu búið að skjóta sig svakalega í fótinn og eigi ekki viðreisnar von um að ná að rétta úr kútnum fyrir kjördag.  

Þetta leit vel út en þetta er þeim sjálfum að kenna. Sorglegt.

 


mbl.is Jakob Frímann í 1. sæti á lista Íslandshreyfingar í Suðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

jíha !

Það er nú ágætt að vita þetta þar sem ég flyt út nú í byrjun maí. Kom mér samt á óvart að Finnar séu í 2. sæti. Man alltaf eftir því þegar fréttaskýringa þátturinn 60 mínútur fór til Finnlands að skoðaða nýjasta æðið þar. Það var ekki drykkjuleikur sem var nýjasta æðið heldur finnskur tangó!

Myndir af fúlum Finnum í lobapeysum dansandi kaldan tangó. Hann var ekki mjög sjóðandi og seiðandi frekar kynkaldur og klaufskur. En góð skemmtun samt sem áður.


mbl.is Danir hamingjusamasta þjóðin í Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo sorglegt !

Ég á það til að flakka milli heimasíðna stjórnmálaflokka á Íslandi og skoða menn og málefni. Eru þetta skýrar og flottar heimasíður að mínu mati þar sem kjósandi getur fengið þær upplýsingar sem hann þarf til að hjálpa sér að komast að niðurstöðu hvern hann kjósi nú í vor.

En ekki er hægt að segja það sama um Íslandshreyfinguna. Sú heimasíða er virkilega illa gerð og mjög svo óspennandi. Enginn metnaður er í hana lagður og fælir hún líklegast þá sem ætla að kynna sér framboðið á netinu. Reyndar er íslandshreyfingin með mogga blogg þar sem á sér stað uppfærslur og einhverjar upplýsingar er hægt að nálgast þar.

Vandræðagangur þessara hreyfingar er með ólíkindum. Fólk veit varla hverjir leiða listan nú þegar minna en mánuður er til kosninga ef undan er skilið að í gær fengum við að vita hvaða 5 einstaklingar leiða listana í Reykjarvíkukjördæmunum báðum.

Slagorð þeirra er lifandi land en ég tel að hún sé nú þegar í dauða teygjunum. Mælast með um 2,9% og agnúast hvað mest út í Frjálslynda vegna biturleika Margrétar Sverris.


áhugavert.

Þetta eru áhugaverðar niðurstöður að mínu mati. Ekki ætla ég að eigna Frjálslyndaflokknum "heiðurinn" á þessari útkomu.

Eins og ég hef sagt áður þá tel ég umræðuna um inflytjendamál mikilvæg svo hægt sé að bregðast við þeim fordómum og röngu staðhæfingum sem er hjá stórum hópi fólks og eins littlum stjórnmálaflokki sem kallar sig Frjálslyndaflokkin. Þó að flestir þeir einstaklingar sem ég hafði mætur á í f Frjálslyndaflokknum séu  farnir yfir til Íslandshreyfingarinnar og þeir sem komu í staðinn voru félagar nýs afls sem voru harðir andstæðingar frjálslyndaflokksins í síðustu kosningum. Þessir nýju félagar í Frjálslyndaflokknum eru ekki alveg í takt við tímann að mínu mati og ætla að halda í það að Frjálslyndi flokkurinn sé eins málefna flokkur. Nú ætla þeir að veðja á að fáfræði, þröngsýni og hatur muni skila þeim atkvæðum í komandi kosningum.

Merkilegt fannst mér að sjá hver afstaða Samfylkingarinnar er í þessari skoðanakönnun og kom mér samt ekki á óvart. Minnst er fylgið í röðum Samfylkingarinnar, þar vilja þó um 42 prósent herta útlendingalöggjöf.

Áhugavert.


mbl.is Meirihluti hlynntur hertum reglum um landvist útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferð ríkisstjórnarinnar!

Um 5.000 börn eru undir fátæktarmörkum.

Barnafátækt er tvöfalt meiri hér en á hinum Norðurlöndunum.

Það segir sína sögu að um 8.500 börn hafa ekki farið til tannlæknis í þrjú ár.

 Um 4.000 tilkynningar berast árlega til Barnaverndarstofu.

Vinnuvika foreldra er ein sú lengsta í Evrópu. 

Það er því miður staðreynd að barnabætur hafa verið skertar um 11 milljarða kr. á 10 ára tímabili.

Sjálfstæðisflokkurinn og hækja hans Framsóknarflokkurinn hafa setið nú við stjórn þessa lands í 12 ár. Þeir hafa því miður svikið börn og barnafjölskyldur þó að loforðin fyrir hverjar kosningar. Afhverju eigum við að búast við því að þessir gömlu þreyttu flokkar munu efna þau loforð sem nú liggja í loftinu.

Er ekki kominn tími til að breyta? bara spyr.

Markmið Samfylkingarinnar í málefnum barna og barnafjölskyldna eru ábyrg og raunsæ! Samfylkingin hefu lagt fram ítarlega aðgerðaráætlun sem kallast unga ísland.  Meðal þess sem Samfylking vill gera í þessum efnum er eftirfarandi:

1. Stytta vinnuvikuna í samráði við aðila vinnumarkaðarins.

2. Tryggja gjaldfrjálsa menntaleið í gegnum leik- og grunnskóla.

3. Tryggja að öll börn geti tekið þátt í íþrótta-, tómstunda- og félagsstarfi.

4. Hækka barnabætur og lækka matvælaverð helmingi meira en ríkisstjórnin.

5. Ókeypis námsbækur í framhaldsskólum.

6. Ókeypis tannvernd og afsláttarkort vegna tannviðgerða barna.

7. Koma á sólarhringsaðstoð við unga fíkniefnaneytendur og börn með bráð geðræn vandamál.

8. Lengja fæðingarorlof í 12 mánuði í áföngum og breyta reglum þannig að viðmiðunartími við útreikninga orlofs verði styttur og þannig að orlofið nýtist einstæðum foreldrum að fullu.

Er ekki kominn tími til að breyta ?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband