Færsluflokkur: Bloggar

Framsókn ó framsókn !

..jæja..

Fyrst datt Ingibjörg Pálma fyrrum heilbrigðisráðherra niður í beinni útsendingu. Svo lent Hjálmar í sínum veikindum og svo nú fær Magnús aðsvif.

Álagði á Magnúsi hefur auðvitað verið mikið síðastliðin misseri og má þá helst nefna mál eins og Breiðuvík, Byrgið og svo jafnréttismálin.

Hjálmar sagði svo í fréttum að Magnús hafi gleymt að borða morgunmat. Held reyndar að hann hafi svelgst á þessari jafnréttistillögu. Vandinn við þessar tillögu er að beita kynjakvóta sem verkfæri í þágu jafnréttis! tillögur eru fínar ef það er farið eftir þeim. halda konur í alveru að þetta muni verða raunin?

 

 


mbl.is Magnús mun ekki ljúka að mæla fyrir jafnréttisáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

anti sportisti

...jæja...

..þó að Halla Gunnarsdóttir hafi ekki fengið nema 3 atkvæði þá held ég að hún komi út sem sigurvegari.

Ég er ekki mikið fyrir íþróttir og hef oft á tíðum reynt að forðast hreyfingu eins og heitan eldin. En ég tel að með hennar framboði hafi hugsjón þeirra KSÍ manna (ekki kvenna) breyst úr þessari miklu dýrkun á karlmönnum í stuttbuxum í dýrkun á báðum kynjum í stuttbuxum. Enda hefur hallað á hlut kvenna innan KSÍ.

Ég heyrði að strandblak kvenna í USA væri mjög vinsælt.. kannski ef knatspyrnu konur færu að spila í jafn efna-littlum klæðum mundi það vekja athygli KSÍ manna (og líklegast sumra kvenna) nema þeir séu blindaðir af stæltum karlmannslíkömum í stuttum og velgerðum stuttbuxum..

..bæara smá pæling..


mbl.is Geir Þorsteinsson kjörinn formaður KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurskoðun..

..jæja..

Hvernig væri nú ef Georg runni (bush) mundi endurskoða veru bandaríkjahers í Írak? eða þá að ríkisstjórnin mundi endurskoða stuðning okkar á lista hina viljugra þjóða?

 

...bara smá pæling...


mbl.is Notkun þyrlna í hernaðinum í Írak í endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Littla húsið á sléttuni...

..jæja..

Hver man ekki eftir littla húsinu á sléttuni? eða grenjað á gresjuni eins og laddi kallaði það. Sagan er sögð af Lauru Ingalls og aðrir fjölskyldu meðlimir vour, pabbinn Charles, mamman Caroline, eldri systirin Mary, yngsta systirin Carrie og Jack hinn dyggi hundur.

Þau lentu í ýmsum hremmingum ég man sjálfur eftir að Mary varð blind á tímablili, fátækt og vosbúð hrjáðu littlu fjölskylduna í hverjum þætti. Einnig var frú Olsen óskaplega tíkarleg við þau og var ekki fús að lána hungraðri fjölskyldu fyrir mat.

Þátturinn var sýndur frá 1974 til 1983. Ég man eftir að hafa fylgst með einum og einum þætti. Minnir að þeir hafi verið sýndir fyrir eða eftir stundina okkar.

Ég rakst á þessa skemmtilegu vídeó klippu úr þáttunum, kannast ekki alveg við hana en man nú eftir lagin og auðvitað þekkir maður Lauru Ingals... ..njótið...


skátahnútur

jæja...

Einu sinni skáti ávalt skáti..... ég var reyndar aldrei skáti en var í stutta stund í hjálparsveit-skáta svo ég hlýt að hafa flokkast sem hjálplegur skáti sem hlýtur að þýða að hinir skátarnir eru ekki ýkja hjálplegir....

Fór samt að spá með brennuvarginn í eyjum sem ekki er en fundinn. kannski hefur hann skroppið upp í breiðholt ?


mbl.is Slökkvistarf gengur vel í Breiðholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

laugardagsmygla...

Það er laugardagsmorgun, ég er að vinna.... það þarf samt lítið til að láta mig brosa....

 

Allar stelpurnar voru með brjóst nema Lena hun var með spena.


egó-boozt!

jæja...

ofurtrú á stjórnmálamönnum er ekki holl að mínu mati. Vladimir Pútín hélt blaðamannafund sem stóð í um 4 klukkustundir og fékk 65 spurningar.

Ein fréttakonana byrjaði mál sitt á nokkuð sérstæðan hátt, „Halló, þú óviðjafnanlegi Vladimir Vladimirovich," þegar hún bar upp spurningu um spillingu opinberra embættismanna í Vladivostok. „Spurninguna endaði hún svo á orðunum: „Þú veist allt. Þú getur gert allt. Hvernig ætlarðu að bjarga okkur frá þessum glæpamönnum?”

þetta minnir mig nú bara svoldið á Davíð Oddson tímabilið. Þegar hann mætti í hvert drottningarviðtalið á fætur öðru og engin þorði að bjóða honum byrginn (ekki bjóða honum í byrgið). Þeir sem það gerðu voru lagðir í pólitískt einelti af hálfu þingflokksins og kolkrabbans gamla sem er nú í bráðri útrýmingarhættu.


mbl.is Daðrað við Pútín á blaðamannafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bryndís rebel..

 

 Ætli Bryndís Schram sé að fara með jóni manninum sínum í nýja-hipp-og-kúl-framboðið framtíðarlandið ?

rakst á þetta á Visir.is

"Sigrún segir að í mótmælunum hafi Bryndís Schram, einn mótmælenda, svo tekið sig til og rölt uppeftir þangað sem verktakinn sem vinnur við lagningu vegarins var að störfum með stórvirkar vinnuvélar. Hún hafi sest niður fyrir framan eina vélina og stöðvað þannig vinnu hennar. Fleiri hafi fylgt í kjölfarið og þá hafi gröfumenn hætt vinnu."

..þetta er allavegana nokkuð gott pöblisitý stönt...


mbl.is Bærinn óskaði eftir því að vinnuvélar yrðu fluttar úr Álafosskvosinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hvað gera vinstri grænir nú ?

Vinstri grænir eru nú í meirihluta í Mosfellsbæ ásamt íhaldinu. þeir segjast nú vera vera einu náttúrverndarSINNARNIR á íslandi og gera lítið úr öllum öðrum sem "voga" sér að berjast fyrir umhverfismálum. Þeir sem hafa breytt um skoðun og sjá ekki lengur álver í hverju horni heldur vilja að landið verði hreint virðast vera littnir sérlega illum augum af vinstri hreyfingunni.

 

...vinstri grænir hljóta að stoppa þessi náttúruverndarslys enda hæg eru heimatökin þar sem þeir eru í meirihluta.

 ....kannski má þjóðin búast við því að vinstri grænir hlaupi frá umhverfismálunum bara til þess að komast í stjórnarsamstarf með íhaldinu. Enda eru margir spenntir fyrir því innan íhaldsins.... enda eru þeir fljótir að hverfa frá sínu eina máli, umhverfisvernd.

 ..smá pæling... 


mbl.is Tugir mótmæla lagningu tengibrautar um Álafosskvos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ég er frjáls...

Ýmsir öfga trúarhópar hérna á Íslandi eru mjög uppteknir að reyna að afhomma fólk. Reyndar tala þessir sömu hópar aldrei um að aflesbía fólk... ætli það sé nokkuð synd ?

Fíladelfía var með ráðstefnu sem bar nafnið "frjáls frá samkynhneigð" og hefur sú ráðstefna líklegast verið mjög áhugaverð og umfram allt hlutlaus. Eða hvað? Þar talaði Alan Chambers um baráttu sína gegn kynvillu. líklegast hefur umræðan snúist um samkynhneigða karlmenn þar sem ég efast um að hann hafi reynslu að vera lesbía. svo en á ný er bara talað um að afhomma en ekki aflesbía.. kannski óþarfa smáatriði hjá mér en ég hef lengi pælt í þessu. líklegast er lesbískt atferli ekki synd í þeirra augum.

 Samkynhneigð virðist fara hvað mest í taugarnar á hinum "umburðarlyndu" öfgahópum hér á landi. Eru þeir vanalega uppteknir að vera með skítkast og leiðindi og gleyma þá jafnan því sem kemur fram í biblíunni. smá dæmi:

"Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra"

"Hví sérðu flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?"

Þessir einstaklingar vitna oftast í biblíuna og virðast geta þulið allt sem þar kemur fram. En þegar málin snúast að því meini sem samkynhneigð á að vera þá virðast þessir menn missa sjónar af þessari biblíu og það eina sem þeir muna eftir er orðið synd.

Hvernig væri að fá hérna einstaklinga sem getað af-barnaperrað fólk með einni bæn? Hvernig væri að fá hingað mann sem gæti blessað drykkjarvatn íslensku þjóðarinnar til að forða okkur frá eiturlyfjum? það hlýtur að vera hægt.. meina af hverju að stoppa við samkynhneigð!

Hvers vegna er samkynhneigð versti óvinurinn? Þessi fyrirlestur hét eins og ég sagði áðan "frjáls frá samkynhneigð" hvenær verða samkynhneigðir frjálsir frá öfgatrúarhópum? ég held að þessir hópar eigi að láta samkynhneigða einstaklinga vera og þá muni þeir loksins sjálfir vera frjálsir..

 ...smá pæling.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband