Gamli "góði" villi

..jæja... 

Það kostar Borgarbúa um 120 milljónir að það verði ekki opnaður spilasalur í Mjóddinni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri varð æfur þegar til stóð að opnaður yrði spilasalur í hans hverfi. Enda ekki við hæfi að hafa slíkt í fjölskylduvænu hverfi. Jafnvel þó að það séu nú þegar spilakassar á 3 stöðum í mjóddinni.    

Borgin keypti húsnæði háspennu í mjóddinni sem er um 4000 m2 á um 92 milljónir króna. Borgin ætlar svo að leigja húsið út en það má vera verslun sem hagnast vel ! Miðað við fermetraverð í leigu fyrir þetta húsnæði í mjóddinni þarf að greiða 640 þúsund krónur á mánuði eða 7,7 milljónir á ári. Það tæki borgina 12 ár að fá upp í kaupverðið. Góður díll ekki satt? 

En það var ekki það eina sem eigandi háspennu fékk. Hann fékk einnig einbýlishúsalóð á starhaga 3. sem borgin metur á 25 til 30 milljónir en þær tölur sem ég hef heyrt nema um 50 milljónum. Þar er óheft útsýni til sjávar og er þessi lóð á einum vinsælasta stað borgarinnar. Þessi lóð er beint fyrir framan Kjartan Gunnarsson fyrrum framkvæmdarstjóra sjálfstæðisflokksins. Enda hef ég heyrt að aldrei hafi verið mikill vinskapur þeirra á milli. 

Eigandi háspenna þarf ekki að greiða gatnagjöld fyrir lóðina og má byggja 250 m2 einbýlishús. Ég bý í miðbæ Reykjavíkur og þar eru 4 stórir spilasalir nálægt mér. 2 á Laugarvegi, 1 á Skólavörðustíg og einn við Ingólfstorg. Hvað ætli gamli “góði” villi gerir til þess að losna við þessa spila sali? Það verður gaman að sjá enda erum við ekki verra fólk en fólkið sem býr í breiðholtinu.  

Eða hvað ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann hlýtur að bjóða honum einhverja hektara í Úlfarfelli eða nágrenni +5-600 milljónir fyrir hina staðina...

Gestur Valur Svansson (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband