Færsluflokkur: Bloggar
26.4.2007 | 21:18
Tími til að skipta !
Jón Sigurðsson sagði eftirfarandi í viðtali í fréttum stöðvar 2 vegna stjórnarskipta í Landsvirkjun
"....Nú er ástæða að skipta um eftir rúman áratug. Það er þannig með stjórnir, nefndir og ráð að það er heppilegt að skipta með hæfilegum og skynsömum fresti... "
Er þá ekki kominn tími til að skipta um ríkisstjórn? Hún er búin að sitja í meira en áratug og það hlýtur að vera þannig með stjórnarráðið eins og aðrar stjórnir að heppilegt sé að skipta út reglulega.
Svo samkvæmt Framsókn:
Það er tími og einnig skynsamlegt til að skipta um stjórn áfram Samfylkingin !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 23:32
Takkí !
Siv Friðleifs og Samúel Örn í faðmlögum!
Nú skil ég vel fylgistap framsóknarflokksins. Meina hvað á þessi auglýsing að þýða?
Ég efa það að hinn óákveðni kjósandi heillist af þessum ástarleikjum.
eða hvað ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2007 | 18:05
Kirkjan mín?
Þjóðkrikjan heldur áfram að skjóta sig í fótin og neytar að taka á skarið og vera leiðandi í einu stærsta mannréttindamáli nútímans. Segja fluttnings menn tillögunar sem samþykkt var að með henni erum við kominn í hóp þeirra landa sem eru komin hvað lengst varðandi hjónavígslu samkynhneigðra. ´
Hvernig væri lífið ef enginn þorði að gera neitt nema ef aðrir gerðu það, ef enginn þyrði að taka á skarið?
þá væru blökkumenn en þrælar í Ameríku og konur fengju ekki að kjósa og maður að nafni Jesúm hefði líklegast haldið kjafti.
Þessi mynd var á samfó.is sem er mest hipp og kúl vefurinn í dag ! !
Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2007 | 16:53
Samfylkingin að koma til
Eins og sést í þesari könnun og þeim síðustu þá er samfylkingin ekki lengur á hraðri niðurleið. Hún virðist vera búin að ná sínum botni og er nú á hægari en öruggri leið upp.
Sjálfstæðisflokkur og VG bæta við sig í Norðausturkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2007 | 17:46
hummmm
Hvernig er það að þegar mér finnst gott að Frjálslyndiflokkurinn hafi komið á stað þessari innflytjendaumræðu að þá er ég oft kallaður rasisti eða fordómafullur?
Hvernig er það að þegar ég styð ekki allar þær leiðir sem feminístar á Íslandi fara til þess að koma á jafnrétti til fulls milli kvenna og karla að þá er ég kallaður karlremba?
Reyndar hef ég lesið stefnu Frjálslyndaflokksins varðandi málefni innflyttjenda og þar kemur ekkert í ljós, að mínu mati, fordómar gagnvart innflytjendum. En þessir fordómar koma í ljós Hjá jóni magnússyi og Viðari. En þeir sem telja Frjálslyndaflokkinn fordómafullann flokk þá bendi ég þeim á að lesa stefnumál þeirra í málefnum innflytjenda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2007 | 10:21
Nokkuð nett !
Rakst á þetta á blogginu hans ómars. Sumir telja að ef Vinstri grænir komist að völdum þá munum við upplifa hið forna Ísland sem felur í sér háa skatta og atvinnuleysi. Reyndar hef ég verið að reyna að fá svör frá mínum vinum í Vinstri grænum hvernig þeir ætli að koma öllum sínum stefnumálum á dagskrá án þess að hækka skatta.
Þeir vilja að allt sé ókeypis og frítt sem er gott og vel, en hver borgar brúsan? Þessu gat Ögmundur ekki svarað í kosningarsjónvarpi á Stöð 2 og snéri sér í hringi. Hvernig væri ef Vinstri grænir mundu láta mig vita, hinn almenna kjósenda, hvaðan á peningurinn að koma sem á að standa undir þeirra stefnumálum!
En gjöööösvovel, bak tú the past !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2007 | 18:53
Bank bank !
Samkvæmt þessari könnun er næsti maður inn 3 maður Samfylkingarinnar og bankar hann nokkuð fast á hurð Sjálfstæðisflokksins. Miðað við skoðanakannanir síðustu vikna þá hefur útlitið ekki verið bjart hjá Samfylkingunni en í síðustu könnunum kemur í ljós að fylgi Vinstri grænna er ekki á eins miklu flugi og haldið var að mundi vera raunin. Samfylkinign syglir hægt og rólega upp og ég er sáttur við það.
En það virðist samt ætla að vera þannig að ef fólk vill losna við Íhaldið komist aftur til valda þá á það að kjósa Samfylkinguna. Því eins og ég sagði þá er næsti maður inn 3 maður Samfylkingarinnar.
Minnir mann á stöðuna fyrir síðustu kosningar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2007 | 11:10
Fram Fram Fylking...
Þrátt fyrir svartsýnustu spár manna þá virðist Samfylkingin vera í sókn. Andstæðingar Samfylkingarinnar hafa reynt eftir fremsta megni að koma höggi á flokkinn og þá helst með því að ráðast á formanninn. Samfylkingin er með stórt hjarta og breytt bak og lætur svoleiðis óhróður ekki á sig fá.
Eftir velheppnaðan landsfund kemur Samfylkingin inn með krafti. Nú hafa frambjóðendur Samfylkingarinnar verið í kosningarsjónvarpi RÚV og stöðvar 2 og hafa skýrt stefnu flokksins vel og hafa einnig komið mjög málefnalega og vel fram. Landið er að rísa og Samfylkingin er í sóknarhug og ætlar sér stóra hluti.
Vinstri grænir hafa verið að toppa á röngum tíma annað en Framsókn sem hefur alltaf náð að toppa á réttum tíma eða í kosningunum sjálfum. Ég held að þetta verði gífurlega spennandi kosningarbarátta og trúi því að hún verði í harðari kantinum.
En lýst engum á meirihlutasamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins?
Bara spyr!
Samfylkingin eykur verulega fylgi sitt á kostnað VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.4.2007 | 22:14
?
Hvað er eiginlega í gangi niðrí bæ!
Hér eftir tölum við ekki um föstudaginn 13. heldur miðvikudaginn 18.
sísess...
Sjóðandi heitt vatn fossar niður Laugaveg; einn fluttur á sjúkrahús með brunasár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2007 | 22:13
undarlegt!
Ég fór á Hressó í dag, sat þar við vegginn sem snýr að Pravda. Sat með vinkonu minni að leita að íbúð í köben á alheimsnetinu. Fengum okkur sveppasúpu og ég bölvaði því í síðustu færslu að ég héldi að Hressó hafi ekki lækkað verðið í sínum matseðli.
Ég hjólaði svo uppí glæsibæ rétt eftir að eldurinn blossaði út.
Þetta er sorglegt. Finnst þetta mjög svo dapurt. Vona innilega að húsin verði endurreist í upprunalegri mynd. Uppbyggingin á Fjalarkettinum og gamla fógetanum er til fyrirmyndar og eigum við því að hugsa áfram og nýta þau tækifæri, ef svo að orði meigi komast, þessi eldsvoði hefur skapað.
Slökkvistarfi lokið að mestu og hreinsunarstörf hafin í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)