Velferð ríkisstjórnarinnar!

Um 5.000 börn eru undir fátæktarmörkum.

Barnafátækt er tvöfalt meiri hér en á hinum Norðurlöndunum.

Það segir sína sögu að um 8.500 börn hafa ekki farið til tannlæknis í þrjú ár.

 Um 4.000 tilkynningar berast árlega til Barnaverndarstofu.

Vinnuvika foreldra er ein sú lengsta í Evrópu. 

Það er því miður staðreynd að barnabætur hafa verið skertar um 11 milljarða kr. á 10 ára tímabili.

Sjálfstæðisflokkurinn og hækja hans Framsóknarflokkurinn hafa setið nú við stjórn þessa lands í 12 ár. Þeir hafa því miður svikið börn og barnafjölskyldur þó að loforðin fyrir hverjar kosningar. Afhverju eigum við að búast við því að þessir gömlu þreyttu flokkar munu efna þau loforð sem nú liggja í loftinu.

Er ekki kominn tími til að breyta? bara spyr.

Markmið Samfylkingarinnar í málefnum barna og barnafjölskyldna eru ábyrg og raunsæ! Samfylkingin hefu lagt fram ítarlega aðgerðaráætlun sem kallast unga ísland.  Meðal þess sem Samfylking vill gera í þessum efnum er eftirfarandi:

1. Stytta vinnuvikuna í samráði við aðila vinnumarkaðarins.

2. Tryggja gjaldfrjálsa menntaleið í gegnum leik- og grunnskóla.

3. Tryggja að öll börn geti tekið þátt í íþrótta-, tómstunda- og félagsstarfi.

4. Hækka barnabætur og lækka matvælaverð helmingi meira en ríkisstjórnin.

5. Ókeypis námsbækur í framhaldsskólum.

6. Ókeypis tannvernd og afsláttarkort vegna tannviðgerða barna.

7. Koma á sólarhringsaðstoð við unga fíkniefnaneytendur og börn með bráð geðræn vandamál.

8. Lengja fæðingarorlof í 12 mánuði í áföngum og breyta reglum þannig að viðmiðunartími við útreikninga orlofs verði styttur og þannig að orlofið nýtist einstæðum foreldrum að fullu.

Er ekki kominn tími til að breyta ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Ójú - tími kominn til breytinga!

Takk fyrir síðast...

Guðfinnur Sveinsson, 16.4.2007 kl. 00:05

2 Smámynd: Páll Einarsson

takk sömuleiðs Guffi algjört brill !

Páll Einarsson, 16.4.2007 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband