Fram Fram Fylking...

Þrátt fyrir svartsýnustu spár manna þá virðist Samfylkingin vera í sókn. Andstæðingar Samfylkingarinnar hafa reynt eftir fremsta megni að koma höggi á flokkinn og þá helst með því að ráðast á formanninn. Samfylkingin er með stórt hjarta og breytt bak og lætur svoleiðis óhróður ekki á sig fá. 

 Eftir velheppnaðan landsfund kemur Samfylkingin inn með krafti. Nú hafa frambjóðendur Samfylkingarinnar verið í kosningarsjónvarpi RÚV og stöðvar 2 og hafa skýrt stefnu flokksins vel og hafa einnig komið mjög málefnalega og vel fram. Landið er að rísa og Samfylkingin er í sóknarhug og ætlar sér stóra hluti.  

Vinstri grænir hafa verið að toppa á röngum tíma annað en Framsókn sem hefur alltaf náð að toppa á réttum tíma eða í kosningunum sjálfum.  Ég held að þetta verði gífurlega spennandi kosningarbarátta og trúi því að hún verði í harðari kantinum.

 En lýst engum á meirihlutasamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins?  

Bara spyr!


mbl.is Samfylkingin eykur verulega fylgi sitt á kostnað VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Presturinn

Samfylking og Sjálfstæðisflokkurinn? Orðrómurinn á götunni er að það komi tvær týpur til greina B og D eða V og D. Fundir hafa átt sér stað á milli V og D og menn ástáttir um niðurstöðu ef kosningar fara þannig. Það hefur enginn átt slíka fundi með S enda enginn haft sérstakann áhuga á því að vinna með þeim.

Séra P

Presturinn, 19.4.2007 kl. 12:03

2 Smámynd: Páll Einarsson

Sæll Séra,

Ef þessi orðrómur er sannur með VG og D þá held ég að Samfylkingin eigi eftir að græða á því þar sem VG þarf þá að slá verulega á sínum stefnumálum til að geta skriðið í bælið hjá D. Þó að ég telji það alveg líklegt að VG hlaupi frá sínum málum bara til þess að koma til valda enda er gott dæmi um það í Mosfellsbænum þar sem flokkurinn hafnar umhverfisvernd og gjaldfrjálsum leikskólum.

Páll Einarsson, 19.4.2007 kl. 12:29

3 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Alveg geeeeeggjuð skoðanakönnun!

Eitt er þó víst,  ég vil engan sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn :) S og Vg all the way, ég hef fulla trú á að við náum því. Við förum í 30-31% einsog síðast og Vg halda sér í 20%.

Bjartsýniskveðjur,

Guffi 

Guðfinnur Sveinsson, 19.4.2007 kl. 14:49

4 Smámynd: Páll Einarsson

Ég vil ekki útiloka neinn flokk.

nema kannski Árna Jhonsen sem er nú þjóð-FLOKKUR út af fyrir sig ;) 

Páll Einarsson, 19.4.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband