4.1.2008 | 21:23
Annáll part 1 ......
jæja...Það er ekki hægt að segja annað en að árið 2007 hafi verið viðburðarrígt í mínu lífi og umfram allt eftirminnlegt. Sjaldan hefur verið jafn mikið af óvæntum uppákomum á minni ævi og nú
Janúar mánuðurinn var erfiður.
Kiustrákurinn minn hann ólafur fannst dáinn í lok árs 2006 og átti ég nokkuð erfitt í byrjun árs. Einnig var ég í nokkrum rannsóknum vegna einhvers fjanda í miltanu mínu sem settu sitt strik í byrjun árs 2007. Í fyrstu mismæltu læknarnir sig svo skemmtileg og héltu að ég væri með e-ð í lifrini en eftir margra vikna misskilning þá sögðu þeir allt í einu "nei það er miltað sem við verðum að taka"
Febrúar var þungur.
Um miðjan febrúar var vitað að ég þyrfti að fara í aðgerð. Tók ég mér veikindafrí úr vinnuni minni og einbeitti mér að því sem koma skyldi. Þetta var mikið álag og þá sérstaklega á fjölskyldunni minni. Þetta minnti foreldra mína á þegar ég var skorinn upp vegna ónýts nýra þegar ég var 6 ára.
Ég passaði mig að hugsa ekki of neikvætt og var ekki að missa mig að "googla" hvað þetta gæti verið.þann 28. febrúar fór ég í aðgerðina. Hún var stærri en hún átti að vera og þegar ég vaknaði úr svæfingunni þá brá mér.
Hélt að þar sem hann skar mig en gerði ekki göt eins og talað var um að þá hefði þetta verið verra en það var. Ég var lengi í "vöknun" og þó að ég væri 27 ára hörkutól þá bað ég um að fá mömmu og pabba. Þær voru ekki alveg sammála hjúkrunarfræðingarnir en að lokum var það ekkert mál.
Mars var erfiður framan af en góðarfréttir breyttu öllu
Ég lá eins og skata á spítalanum í nokkra daga. Hafði nógu mikin tíma til að hugsa og vorkenna sjálfum mér. Gott var að eiga góða að og var fjölskyldan dugleg að heimsækja mig.
Einnig var Erla eins og traust eiginkona við rúmmstokkinn, ásgeir kom einnig brosandi að vanda en ég var of dópaður til að muna eftir að pétur kom. Halla yfirmaður kíkti á mig og benti mér á að ég hafði fallegt veski.... þvagpokan :)
Fór heim til foreldra minna eftir þetta og var hjá þeim í nokkra daga. Fékk svo eina af bestu fréttum ársins að það væri í lagi með mig. Þá var ég búinn að hugsa í veikindunum hvað mundi ég nú gera ef ég fengi "lífið til baka" eða að það væri ekkert meira að mér.
Þá langaði mig að prófa að flytja út.Ég sótti um vinnu og fékk hana, verslunarstjóri og rekstraraðili Leonard accessories á Kastrup flugvelli sem þýddi að ég þyrfti að flytja út. Svo ég sagði upp á mínum gamla vinnu stað til 5 ára. Það var söknuður get ég sagt þar sem þessi vinnustaður hefur gert mér margt gott og kenndi mér ýmislegt sem ég hélt ég væri ekki fær um.
Maí tími til að breyta
Hætti í vinnuni 10 maí og flutti út þann 14 eda á afmælisdegi ömmu minnar. Ósköp var sárt að kveðja ömmu og afa enda hef ég verið hjá þeim nær daglega síðan ég man eftir mér.
Ég ákvað að taka pásu í skólanum enda eki vit í öðru þar sem ég gat engan vegin fylgt samnemendum mínum í félagsráðgjöfini og þarf því að klára BA í félagsráðgjöf. Ég stefni að klára það fyrir vor 2009 enda á ég ekki mikið eftir.
Ég flutti út og anna bólfélagi var fljót að elta mig eftir fyllerís og kvef ferð um skotland. Hóstaði stanslaust í mánuð guð blessi hana J
Svo var nú erfitt að pakka leifsgötuni saman og kveðja beru, sigurveigu gægjuhneigðu og þær minningar sem ég átti þaðan. Frábær íbúð, staður og tími. Hlakka til að flytja þangað aftur síðar meir.
Júní er tíminn til að opna !
Búðin opnaði. Svakalega var það stressandi og lærdómsríkur tími. Nóg að gera. Einnig átti ég frábærar stundir með vinum mínum sem búa hér úti. Guðbjörgu, Catiu, Fjóla, Bigga, Elísu og Jóa og öllum hinum sem ég gleymi J
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár Pallilíus!
Ansi viðburðarríkt ár hjá þér! Mikið hefur verið gaman að fylgjast með þér :) Ég kíki pottþétt á þig ef ég á leið um Köben... þú ert velkomin í kaffi og meððí (blikk blikk) ef þú átt leið um Akureyrina fríð og fögru!
Knús!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 8.1.2008 kl. 19:50
Átakamiklu ári lokið. Ég hlakka til að lesa part deux.
Kveðja,
Trausta eiginkonan
erlahlyns.blogspot.com, 8.1.2008 kl. 22:30
hlakka svo til að heyra part tvö!
Júlía Margrét Einarsdóttir, 10.1.2008 kl. 20:27
Hæ, hæ!
Góð samantekt hjá þér, hvernig er framhaldið.
Kv. Næturdrottningin :-)
Svanhildur (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.