15.4.2007 | 12:46
Vandræðagangur Íslandshreyfingarinnar
Það er búið að taka íslandshreyfinguna langan tíma að finna fólk sem hefur áhuga og vill taka sæti á lista flokksins. Hreyfingin hefur sagst ætla að birta lista efstu manna á ákveðnum tímapunktum en það hefur alltaf dregist á langinn. Þegar hreyfingin tekst loksins að smala saman fólki í í framboð fyrir hreyfinguna þá er bara birt nöfn 5 einstaklinga í hvoru Reykjarvíkurkjördæminu fyrir sig. Finnst mér vandræðagangurinn í framboðsmálum hreyfingarinnar sorglegur.
Mánuður er í kosningar og almenningur veit ekki hvaða einstaklingar verða í efstu sætum hreyfingarinnar sem segist ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum. Þetta vesen minnkar álit mitt á Íslandshreyfingunni og líklegast er ég ekki einn um það.
Metnaðarfullur flokkur þarf að birta nöfn efstu manna sem leiða eiga listana í öllum kjördæmum ef taka á þann flokk alvarlega.
Ómar og Margrét leiða lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Biðin verður á enda á þriðjudaginn
Meginmálið hefur að sjálfsögðu verið að stilla saman strengina og koma saman hópi fólks sem hefur sameiginlegt meginmarkmið. Hópi sem er tilbúinn til að vinna sameinaður að stefnu hreyfingarinnar. Það verða kraftmiklar síðustu vikur fram að kosningum. Verður virkilega gaman að fylgjast með.
Kjósum með hjartanu, setjum X við Í
Baldvin Jónsson, 15.4.2007 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.