Færsluflokkur: Bloggar
24.5.2007 | 21:55
Mávur, þjófur og fangi!
jæja...
Það er margt skrítið í kóngsins köben. Hef nú ekki verið lengi en búinn að sjá margt sem er nú nokkuð ógleymanlegt.
Fór að tjútta með Fjólu vinkonu minn sem ég kinntist þar sem hún og gæinn hennar eiga íbúð við hliðina á minn á leifsgötunni. Við vorum orðin nokkuð hress þegar við fórum í 7/11 og fengum okkur snæðing. Við tókum eftir sætri ljóshærðri konu um 30 ára sem var með stóra svarta tösku. Hún var að skoða nammipoka og líklegast að velta því fyrir sér hvern hún ætti að velja. Svo sáum við hana setja nammipoka í veskið sitt. Svo annan.... svo annan og annan og bar brosti og var ekkert að fela það. Við bentum afgreisðulamminum á þetta sem brosti bara. Svo var hún á leið út og þá greip hann hana. Enda ekki hægt að kæra fyrir þjónfað fyrr en hún fer út. Þetta var alveg ótrúlega findið og var greiið líklegast út úr reykt.
Í gær fór ég á smá tjútt með henni Fjólu minni og var mikil gleði við völd. Á leiðinni heim stoppa ég á Burger king sem er á horni Striksins og Ráðhústorgsins. Haldið þið ekki að hettu mávur fljúgi inn og fari að snæða á frönskum sem voru á gólfinu og tekur svo á loft og flýgur upp á aðra hæð (það eru 3 hæðir á Burger king) og heyri ég þvílík læti og öskur upp og fuglagarg.. Svo heyri ég að stólar og borð eru á hreyfingu og að lokum kemur fúll fullur gamall maður með mávinn í hendi sér og sleppur honum út og virkaði mjög pirraður. Þá segir starfsmaðurinn við annan starfsmann "þetta er ástæðan fyrir því að hurðin á alltaf að vera lokuð"
Svo rakst ég á mann með gítar á bakinu að leita að skemmtistað sem ég vissi um og fylgdi honum þangað. Hann var fullur og sagðist ver hálfur dani og kani eða danakani :D hann sagðist hafa setið inn í fangelsi fyrir heróín sölu í USA og var með þvílíkar fangelssögur. Sagðist hafa orðið hommi í fangelsinu. Svo sagði hann við mig "Þekkiru sex pistol" ég jánkaði því og þá sagði hann "ég er ekki í því bandi".... skrítinn kauði. svo sat hann á þessum teknóstað að spila á gítarinn og humma meðan aðrir stigu tryltan dans.
Annars er veðrið mjög fínt og þægilegt. Ekki eins mikill hiti og um daginn en alltaf stuttbuxna veður. spáð góðu áfram og svona hitaskúrum og svo seigja þeir að það eigi eftir að koma þvílíkar þrumur og eldingar.... get ekki beðið ! !
En bæ í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.5.2007 | 19:42
Morgunblaðið? nei sjálfstæðisblaðið !
Þetta er algjört met !
Allar fréttir hérna á mbl.is um hina nýju ríkisstjórn eru mjög sjálfstæðislægar. Þar er alltaf aðalmyndin af flokksmönnum sjálfstæðisflokksins og svo þegar maður skoðar fréttina nánar þá sést mynd með samfylkingunni. Bláskjár hvað ?
Brandari dagsins er : Siv friðleifs kjörin þingflokksformaður flokksins og svo 2 meðstjórnendur og 2 til vara. Sem þýðir að í 7 manna þingflokki eru 5 í stjórninni. Afhverju fá Valgerður og Guðni ekki að vera með?
jæja... tjá !
Sjálfstæðismönnum og Samfylkingu kynntur stjórnarsamningurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2007 | 18:18
sumar og sól
jæja...
Eftir 2 rigningardaga hefur verið gott veður nú frá því á föstudag og spáð áframhaldandi sól. Fór í göngu niður á amager strand sem er um15 mín labb frá íbúðinni. Ég hef verið að skoða hverfið mitt og ég get ekki sagt annað en ég er í miðbænum að mínu mati. almenningssamgöngurnar eru svo góðar að ég get ekki kvartað. Metro og strætó stoppa hérna rétt hjá og ég er enga stund að skutlast í bæinn. Svo er lítil verslunarmiðstöð hérna rétt hjá mér sem heitir Amager senter sem er algjört met! svona glæsibær köben. reyndar fullt af flottum búðum.
Hef verið að hitta vini mína sem búa hérna úti og er það alveg frábært. Suma hef ég ekki verið í miklu sambandi en svo þegar maður hittir vinina þá er eins og ég hafi síðast hitt þá í gær. Sannur vinskapur er tímalaus. Ég og elísa vinkona mín fórum á skrall í gær og vorum nokkuð skrautleg.
Ég ætla að taka daginn rólega á morgun og skella mér í bæinn og liggja í einhverjum garði í rólegheitunum. Svo taka við fundir og verkefna vinna vegna opnun á búðinni.
jæja.. bæ í bili !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.5.2007 | 20:03
Lentur lifandi !
jæja..
Takk kærlega fyrir fallegar og hlýjar kveðjur. Þetta er mikilvægt að heyra og finna fyrir þegar maður fer frá heimahaganum.
Þetta tókst. Flughræðslan var minn nú en nokkurn tíman áður sem er frábært. enda verð ég nú að losna við þennan kvilla þar sem ég er að fara að vinna á kastrup. Flugfreyjurnar hjá Icelandexpress eru alltaf sömu gullmolarnir. ég læt alltaf vita að ég er hálf flughræddur og eins og vanalega fylgdust þær með mér og veittu mér mikilvægan stuðning.
Við lendingu skoðaði ég hvar búðin verður staðsett. Er á frábærum stað. Þeir sem fara með Icelandexpress lenda nú eiginlega hliðina á henni. Svo það verður straumur að kaupsjúkum íslendingum.
Ég fékk svo íbúðina afhenta í dag. Konan er ósköp almennileg. Hún og maðurinn hennar eiga lítin bústað í kristjánshöfn og fara þangað öll sumur og búa þar. Þau ákváðu að leigja íbúðina út þar sem maðurinn hennar er kominn á eftirlaun og fær mjög lítið frá kerfinu svo þau eru að drýgja tekjurnar.
Svo núna sit ég á svölunum með einn eða tvo..kannski 3 bjóra að njóta lífsins.
yfir og út !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.5.2007 | 22:59
Ævintýri á næsta leiti!
..jæja....
Á morgun tekur við nýr kafli í lífinu því þá flyt ég til Danmerkur. Ég flýg um 7 í fyrramálið og lendi um 12 á Kastrup mínum nýja vinnustað. Ég verð að viðurkenna að ég er nokkuð stressaður fyrir þess öllu saman. Búinn að kveðja ættingja, vinnufélag og því miður ekki alla vinina. En það er stutt á milli lands og eyja eins og góð vinur minn segir.
Ég ætla að reyna að vera duglegur að blogga frá kóngsins köben svo þið getið fylgst með mér og ég með ykkur því endilega kastið kveðju á mig hér í kommentakerfinu. Ég er einnig með skype, leitið af mér þar með því að slá Páll Einarsson og þá finnið þið mig, notenda nafnið er pallieinars.
Ætla ekki að hafa þetta lengra núna en blogga fljótlega frá köben.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.5.2007 | 15:24
veljum breytingar !
Kæru vinir,
Nú er tími til að breyta til hins betra. Við höfum valdið að byggja upp öflugt velferðarkerfi og leiðrétta það óréltlæti sem fjölskyldur, börn, aldraðir og öryrkjar hafa þurft að þola síðustu 12 ár.
Ég tel að Samfylkingin þurfi að fá góða kosningu til þess að geta verið leiðandi afl í nýrri ríkisstjórn velferðar, jafnréttis og umhverfismála.
Ekki vera hrædd við breytingar og látið hræðsluáróðurin sem vind um eyrun þjóta. Við höfum heyrt það síðustu ár og sérstaklega síðustu vikur að allir séu óhæfir nema sjálfstæðisflokkurinn eða framsókn til þess að fara með stjórn þessa lands. Það kemur maður í mann stað. við sjáum að á síðustu 12 árum hafa hlutirnir ekki verið nógu sanngjarnir. skattar lækka á þá tekjuhæstu en þeir tekjulægstu þurfa en sem áður að berjast í bökkunum. Nú er kominn tími til að breyta.
Ég hvet ykkur öll að mæta á kjörstað og greiða atkvæði.
kveðja,
Páll Einarsson
--------------------------------------
Ég tel að úrslit alþingiskosninganna verði eftirfarandi
Framsóknarflokkurinn um 9%Sjálfstæðisflokkurinn um 37%Samfylkingin um 29%Frjálslyndir um 7%Vinstri grænir um 18%Íslandshreyfingin um 3%
næsta ríkisstjórn mun saman standa af Samfylkinguni, vinstri grænum og frjálslyndum eða Samfylkingu og sjálfstæðisflokki.
Varðandi spá mína í júróvisíjón þá vona ég að Svíjar og úkraína nái langt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 18:29
súrara en súrir hrútspungar !
Jæja...
Fyrr í dag setti ég hér inn myndband til þess að hjálpa þeim sem eru en óákveðnir vegna alþingiskosninganna sem fram fara nú 12. maí.
Svo rakst ég á þetta vídeó á gleðigjafnaum www.samfo.is frá frjálslynda flokknum (held ég er hreinlega ekki viss)
Þetta er mjög svo súrt vídeó en einhvern veginn þykir mér vænt um það...
kíkið og njótið...vonandi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2007 | 13:11
Hvað er að ?
Í fyrsta lagi trúi ég því ekki að á milli kannana hækki fylgið um 5 % það er ómögulegt!
Í öðru lagi ætlar þjóðin að hleypa spillingarflokknum eina ferðina en í ríkisstjórn? Ég trúi því ekki enda hefur þessi flokkur ekki gert annað en að valda almennri eymd og volæði. Siv er núna á undirskriftar fyllerí enda er þetta það sem framsókn kann best. vinnur ekkert í 4 ár nema rétt fyrir kosningar. Þetta er ósvífni og ég vona innilega að fólk gleypi ekki við þessari vitleysu.
Lítið yfir verk framsóknar! viljum við þetta ?
1. Íraksmálið
2. Fjölmiðlamálið
3. Falun Gong
4. Byrgismálið
5. Eftirlaunafrumvarpið26. 5000 fátæk börn
6. 400 eldri borgarar á biðlista
7. 170 börn á biðlista eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeildar.
8. 8.500 börn sem hafa ekki farið til tannlæknis í 3 ár
9. Frumvarp um að heimila símhleranir án dómsúrskurðar
10. Sami kynbundni launamunurinn í 12 ár
árangur áfram ? ekkert stopp? jú núna segjum við stopp !
Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 10:33
Hvað skal kjósa?
Það eru eflaust marir en þá óákveðnir þó að 3 dagar séu til kosninga. Ég ætla að leggja mitt af mörkum til þess að hjálpa þeim sem eru óákveðnir að gera upp hug sinn.
Sjónvarpið hefur nú síðustu daga verið með kynningar á þeim stjórnmálaflokkum sem bjóða sig nú til þings.
kíkið á þetta, vona að það geti hjálpað ykkur
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4348959
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 10:08
parís og jónína
Hvernig væri ef Jónina bjartmars mundi bara sækja um fyrir hana íslenskan ríkisborgararétt. Saman spillingin í því og að Arnold ætli að náða hana.
Biðja Arnold að náða Paris | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)