Færsluflokkur: Bloggar

Bloggleysið bætt upp !

jæja..

Það er nú búið að vera brjálað að gera hjá mér síðustu daga. Stefnt er að opna búðina núna á miðvikudaginn og vona ég innilega að það gangi eftir. Búið er að raða vörunum upp sem prýða búðina á opnuninni og eru þær virikilega flottar. Við erum með D&G, CK, Disel, Guess, Armani, DKNY og fossile. Fleiri vörur munu svo bætast við og úrvalið verður einnig meira. Fólk sem hefur labbað fram hjá búðini hefur verið mjög ánægt. Ég tók einnig á móti umboðsmanni D&G í Skandinavíu í gær og var hann virkilega ánægður með búðina. Sagði þetta vera eina flottustu úrabúð sem hann hefði séð. Sem er satt. Ungleg og hipp og kúl búð og svo er e-ð svo rólegt yfir henni ekki eins skær ljós og eru frammi á gangi.

Fór á smá djamm á föstudaginn, var reyndar ekki sá hressasti vegna þreytu enda unnið frá 7 til 22 felsta daga. Á leiðinni heim keypti ég mér Burger King og beið í leigubílaröðinni. Þá kom strákur að mér og bauðst til að keyra mér heim fyrir 200 DKK en ég var bara með 140 DKK og var það nóg. Hann var innfluttur frá Tyrklandi og hét Akrím (eða e-ð svoleiðis) og hefur búið í köben í 11 ár og er 26 ára gamall. Hann vinnur ekki við neitt hérna úti og er bara á ríkisspenanum. Hann sagði að það væri skandall að hann fengi bara 4500 DKK á mánuði til þess að lifa. Ég verð nú að segja að ungt og fullfrískt fólk á ekkert að fá meira eða það er mín skoðun. Ef hann getur harkað um helgar þá á hann alveg að geta unnið.

en já meira seinna ! :D 

 


taumlaus gleði !

..jæja gleðilegan þjóðhátíðardag!

Skrítið að vera hérna á flatlendinu þegar 17. júní ber að garði. Ekki það að ég hafi tekið oft þátt í hátíðarhöldunum þá er alltaf gaman að rölta niðrí bæ og fylgjast með mannlífinu. Ég hef alltaf unnið vaktavinnu og hef því oft verið að vinna 17. júní. Það átti að vera einhver hátíðarhöld á Amager strönd í gær en þvílíka rigningu hef ég ekki upplifa. Hélt í eitt augnablik gangstéttirnar væru orðnar að sjó. Æsingurinn í rigninguni var þvílíkur. Reyndar fannst mér fínt að hafa þessa ringingu í gær... ég sef undir súð og var það mjög soothing. Svo líka hreinsuðust göturnar og kom svona þæglilega ferskt loft.

Reyndar hef ég tekið eftir því að þegar það rignir á Íslandi þá segir maður oft, "þetta er nú svo gott fyrir gróðurinn" svo þegar búið er að rigna í 2 daga þá segir maður "æ hvað það er gott að göturnar hreinsist í þessari rigningu" svo eftir 4 daga rigningu "nú skolast allavegana skýturinn af gluggunum" Svo eftir 6 daga rigningu "hvað í andskotanum er ég að gera hérna á Íslandi" hehe

Sorgarfréttir, hjólinu mínu var stolið. Ég var síðast á því fimmtudaginn síðasta og fór þá að hitta Guðbjörgina. Fengum okkur að borða og ræddum um heima og geima enda langt síðan við höfum spjallað. Hjóluðum svo saman heim þar sem kærasta hennar býr rétt hjá mér. Við kvöddumst. Ég læsti hjólinu og fór inn. Svo á laugardaginn ætlaði ég að fara í hjólatúr þá var búið að stela því. Bölvað ! Þarf að fara á lögreglustöðina að gera skýrslu og þá fæ ég e-ð frá tryggingunum.  

Það var smá starfsmannadjamm á föstudaginn. Þvílík gleði! Fórum á kassen en þar er 2 fyrir einn af kokteilum alla föstudaga. Svo 2 mohitos og 2 jarðaberja daqurie kostuðu 110 dkkr. Enda fékk minn sér allt í allt 10 kokteila yfir allt kvöldið. Þetta var frábært kvöld. Mikið spjallað, sungið og lítið sem ekkert dansað (sem er ágætt enda hálf skakkur eftir alla drykkina). Gaman að þjappa hópnum saman og að stelpurnar kynnist aðeins sín á milli. Stundum sé ég eftir að hafa tekið myndavél með..hehehe..

DSC05483
Mooooohító !
DSC05494
Elísa að taka svartakonu með attitude
DSC05509
Sambýlingar í kröppum dansi
DSC05533
Fjóla á við drykkjuvandamál að stríða
DSC05567
Nei anna er ekki full... bara dauðadrukkin
DSC05576
Anna með árituð brjóst eftir mig og Vigni enda erum við poppstjörnur

loksins smá rigning... já ég sagði loksins!

jæja..

Núna er skýað og smá rigning og gola og ég ELSKA það. Bara íslenskt sumar mætt á svæðið! Búið að vera mjög gott og fínt veður en ég fagna líka smá rigningu og golu. Þetta kallast varla rigning, dropar stundum niður í fáar mínútur og stundum ekki. Hér er líka hægt að hafa regnhlíf annað en á Íslandi þar sem rigningin fellur beint niður en ekki á ská eða niður, upp á hvolfi... því hérna virðist ekki endilega þufa að vera rok þegar það er rigning eins og algengt er á íslandi. Ég elska rigningu en saknaði þess á íslandi að vera með regnhlífina. Reyndi það einu sinni á íslandi og regnhlífin fauk með mig um hálfan miðbæinn og var þvílík barátta að halda henni.

Fór einu sinni á Gay præd með evu "glas", garðari og man ekki hver hin var... var það alba eva? hehe... DJÓK!  Þar stóðum við með egnhlífar í heilan hring fyrir framan MR og opnuðum öðru hvoru til að sjá sjóvið og lokuðum aftur. Hef aldrei verið jafn blautur! 

Lenti nú í alveg skelfilegu um daginn. Kom stór sendiferðabíll með innréttingarnar. Ég þurfti að sitja inn í og við fengum svo fylgd frá öðrum bíl fram hjá öllum flugvélunum. Skrítið að keyra við hliðina á flugvélum og þurfa að stoppa á biðskyldu meðan þær keyra fram hjá. Við affermuðum bílin og var ég búinn að segja bílstjóranum að bíða eftir að hann fengi fylgd aftur. En enskukunnáttan hans var ekki góð...vægast sagt. Ég fer svo inn í búð og opna hana og sé út um gluggan að hann keyrir af stað. Ég tel að hann hafi fengið fylgd... en nei! Svo kom löggan og ræddi við mig að hann hafi bara keyrt af stað og fyrir framan flugvélar og hefði vilst. Bölvað vesen. Ég var auðvitað ekki í neinum vandamálum en þetta var ekki skemmtilegt. Samt smá eftir á.

En já smá starfsmanna partý núna.. best að þrífa slátrið og skella sér af stað !

 


Suuuuumarið er tíminn...

jæja..

Nú er hálf tómlegt í kotinu. Elva tvíburinn hennar Önnu er farinn. Maður saknar nú svoldið að hafa þennan óstjónlega orkubolta. Það er langt síðan ég kynntist henni Elvu og var það í stærðfræði 202 í Flensborg. Féllum auðvitað bæði enda hafði ég slæm áhrif á henni. En fall er faraheill og höfum við bara verið nokkuð góður vinir síðan og náð að bralla ýmislegt sem ekki verður farið nánar útí. Man samt mjög eftir einu að um 6 leitið einn sunnudagsmorgun í miðbæ Reykjavíkur sátum við 2 falinn í trjám hjá veitingahúsinu Lækjarbrekku með rakspíra og biðum eftir að hreinsunarmaður borgarinnar labbaði fram hjá okkur. Um leið og maðurinn labbaði fram hjá okkur stukkum við úr launsátrinu og spreyjuðum á hann rakspíra og hlupum í burtu. Okkur fannst hann lykta hálf illa.

 

 

Í gær (sunnudag) var heitasti júní dagur í Danmörku síðustu 5 ár og fór hitinn í 30 gráður. Ég og anna hjóluðum um allan bæinn enda eina leiðin til að finna fyrir einhverri golu. Fórum í langan hjólatúr og skoðuðum hvar ég bjór 2001 og hjóluðum svo löngulínu. Urðum bæði skemmtileg rauð. Sem var samt ágætt fyrir mig þar sem ég hafði farið á ströndina daginn áður og snúið hægri hliðini að sólinni meðan ég talaði við Elísu og viti menn... ég var mjög brúnn hægra megin á líkamanum. Algjört met ! En það jafnaðist sem betur fer út í þessum hjólatúr. Það er spáð góðu fram eftir vikunni reyndar einhverjum skúrum en hiti aldrei lægri en 20 stig. Ætla að kaupa mér viftu í dag og nóg af svalandi drykkjum. Fólk áttar sig ekkert á því að það þarf ekkert endilega að fara til Spánar til að upplifa sól og sumar. Það er stutt að fljúga til köben og þar eru strendur og líka mikið mannlíf, búðir  og  menning. Allt í einum potti.

 

DSC05442

 kæla tærnar 

Ég og anna fórum á djammið á föstudeginum. Sátum heima til að verða eitt upp á svölum og sötruðum kokteila. Fórum svo í bæinn þar sem anna fór á "kostum" þurfti að spjalla við allt og alla. Stökk á milli fólks og jahh... missti oft út úr sér miður skemmtilegar athugasemdir. Fórum svo á einn stað þar sem kynvillingar safnast saman og auðvitað hösslaði anna en ekki ég bölvað...hehe.. Reyndar var hann um 70 árum yngri en hún ;) Svo fór Anna á toilettið og ég beið á meðan jahh til að gera langa og dramatíska sögu stutta þá fór ég einn heim og anna kom heim um 11 morguninn eftir búinn að týna lyklunum, símanum hennar stolið og hjólið jafnvel líka og svo var hún alveg skelfilega þunn. Talandi um þynkumóral...hehe.. reyndar fundust hjólið og lyklarnir.

 

DSC05390

 Flottur þessi í gallabuxum og leddara yfir þeim.

Núna í dag koma smiðirnir og byrja að setja upp innréttingarnar í búðina svo þetta er allt að taka á sig mynd. Hlakka mikið til þess að takast á við þetta verkefni. Fínt að vera aðeins inni í dag og ganga frá ýmsum hlutum. Svoldið mikið álag fyrir vel tónaða líkamann minn að vera alltaf í þessum hita. 

Segi bless bless


Sól sól sól....

Veðrið hérna í Kaupmannahöfn leikur við mann. Búið að vera mjög hlýtt og gott og varla ský á himni. Það er spá áframhaldandi blíðu allavegana fram yfir helgi. Um 25 stiga hiti á veðurspákortunum en hitinn er meiri í görðum og þar sem er mikið skjól.

Ég hef verið að vinna á fullu við gangsetningu búðarinnar og er þetta allt að taka á sig mynd. Virkilega krefjandi og skemmtilegt verkefni. Þetta reynir á mann þar sem reynslan mín á þessu sviði er ekki sú besta en ég hef þó góða samskiptatækni sem liðkar fyrir ýmsu.

Búinn að hjóla um alla kaupmannahöfn og er það yndislegt, fljótlegt og hressandi. Kemst út um allt mjög fljótt og örugglega.

Skrifaði Guðlaugi Heilbriðisráðherra (sem ég hef aldrei haft álit á) tölvupóst vegna tilvitnunar sem var höfð eftir honum í útvarspfréttum um daginn að það kæmi til álita að hækka laun þeirra sem vinna á BUGL. Ég óskaði honum til hamingju með að vera orðinn ráðherra og óskaði honum einnig velfarnaðar í starfi. Sagði ég að þetta væru gleðifréttir og ritaði opiskátt bréf til hans. Fékk svar stuttu seinna að þetta hefði verið rangt sem haft hefði verið eftir honum....þar fór það... auðvitað verða þeir fátækari fátækari og ríku ríkari. Svo skilur enginn að það þarf að flytja inn heilu skipin af erlendu fólki til að manna elliheimilin. Eftir nokkur ár verðrur mikið um erlent vinnuafl að starfa á geðdeildum. Ég er ekki á móti erlendu vinnuafli en meðferðarvinna á geðdeildum snýst mikið um mannleg samskipti og hef ég unnið með erlendu fólki á geðdeildum sem höfðu önnur menningarleg viðhorf á ýmsum málum og skyldu því ekki afhverju sumir skjólstæðingar væru að kvarta. Einnig er ekki gaman að fara á elliheimili og fólk skilur ekki íslensku. Við þurfum að taka vel á móti erlendu fólki og halda vel utan um aðlögun þess einnig verðum við að halda vel utan um þessi mikilvægu störf sem umönnunarstörf eru sem því miður eru með stimpilinn láglaunastarf og ekki dregur það fólk til þess að vinna þau. Vona innilega að það verði gert e-ð í kjaramálum þessa hópa.

Er að fara í mat hjá Elísu og jóa... tjá !


Allt að verða vitlaust!

Ég er ekki fyrr fluttur frá Leifsgötunni en að mín gamla gata reynir að sína mér að hún er ekki minna hættulegri en gatan hérna rétt hjá mér á Amager þar sem maður var skotinn í nefið. Lefisgatan kallar.

En skyldi ekki alveg setninguna undir myndinni á þessari frétt "lögreglan leitar af töskurykkjara." Meina þetta var nú meira en töskurykkjari þetta var þjófnaður. Nema þetta sé einhver gaur sem hlaupi um og rykki í töskur hjá fólki. Það hljómar nú e-ð kínký.

..


mbl.is Lögreglan lýsir eftir manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hæ hó

það var maður skotinn í nefið rétt hjá þar sem ég á heima. Núna lýður mér alveg eins og á Leifsgötunni reyndar lifði þessi maður sem fékk byssukúluna í nefið.

Helti einum stórum bjór yfir posavél á fínum bar. Konan varð nú nokkuð pirruð. Vinkona mín kom og fékk sér að borða þar daginn eftir og viti menn (og konur) þá var hann bara ónýtur og hún fékk matinn frían þar sem hún var bara með kort á sér.

er líklegast bannaður inn á þeim stað. Palli 1 skemmtistaðir 0

 


góóóóð helgi

jæja..

Fór á föstudaginn á PET SHOP BOYS í tívolíinu og var það æði. Þeir sem þekkja mig vita hversu mikið ég held upp á þá. Ég var og er algjör pest í partýum spilaði oft óskiljanlegt homma-elektró-popp af jahhh verstu gerð sögðu margir. Ég man að ég var alltaf hálf útúr sem unglingur þegar fólk var að ræða um tónlist. Ég átti enga uppáhalds hljómsveit og fílaði ekki metalicu eða guns n´roses og hvað þá bob marley eða doors þó hefur það nú breyst með aldrinum. Ég sat einu sinni heima og horfði á Brit award og þar sá ég pet shop boys spila og syngja gó vest og ég varð ástfanginn. Þar mættu þeir Neil og Chris ásamt fögru föruneyti og svartri söngkonu. Ég ákvað að kaupa disk daginn eftir og gerði það og viti menn ég hef haldið tryggð við þá lengi. Það sem ég fýla við PET SHOP BOYS eru textarnir. Þeir eru mjög svo djúpir og skemmtilegir að mínu mati og þar sem ég er afskaplega lélegur á hljóðfæri og þekki ekki mun á básúnu eða gítar þá spái ég alltaf mest í textunum.

 

petshopboys

   

Ég stóð fyrir framan sviðið í 1 tíma og 40 mínútur eftir að sjóvið byrjaði og ekki var ég svikinn! Tóku alla slagarana og enduðu á GO WEST ! fyrsta laginu sem ég fílaði. Þarna var fullt af skrítnu fólki og passaði ég alveg í hópinn. En þetta var frábær upplifun og ætla ég nú að finna út hvar þeir spila næst og mæta á svæðið...verð svona íslenskur paparazzi !

 

áfram danmörk

Einn hress á því

Í gær fór ég svo á Fælledsparken með elísu og manninum hennar og fylgdist með leik Svíþjóðar og Danmerkur... þetta var fótboltaleikur sko. Þetta var æði. Var sýnt frá leiknum á stórum skjá í garðinum og var leikurinn sjálfur á vellinum hliðina á honum. Það var þvílíkt stuð. fólk mætt snemma með grill og bjór. Þúsundir svíja flygtust að og var þetta eins og innrás. Allir í gulu og bláu litunum. Svo var auðvitað lagið spilað "við erum rauðir við erum hvítir" og svo voru þjóðsöngvarnir tekknir og mar fékk bara hroll... svona unaðs hroll. Leikurinn var spennandi. Staðan 3-3 þegar svíjar fengu vítaspyrnu. Varð einn danskur aðdáendi svo æstur að hann hljóp inná og sló í dómarann. Dómarinn dæmdi svíjum sigur í leiknum og gekk út. Mér var sama hélt meira með svíjunum enda muuuun sætari enda er ég með svona svíja fetish! en já svo var haldið í bæinn og þvílíkt tjútt tók við og ligg ég hérna heima í dauða teygjunum enda að upplifa skelfilega þynku.

 

pet


ég er dani !

já gott fólk ég hef aldrei áður upplifað mig eins mikinn Dana og í gær !

DSC05169

Ég fór í kvickly (svona hagkaup dana bara ódýrari) og skráði mig í kvickly klúbbinn sem er svona afsláttarklúbbur og kostaði það 50 dkkr svo fór ég og keypti mér hjól í sömu búð með körfu og 2 lásum og pumpu og fékk það á 1550 dkkr ... 700dkkr afsláttur af því ég fór í þennan klúbb.. MET ! Sambýlingurinn minn hún Anna lét líka slag standa og fékk sér þetta flotta dömuhjól á 1995 dkkr.

Hjólaði svo um alla köben eins og villingur og naut lífsins í botn! Ég var Dani um stund. Brosandi sætur og hress á kantinum (ekki það að ég hafi dottið á kantinn).

Ég veit að Rannveig í minni gömlu vinnu hefði verið stolt af mér og hefði ég orðið kóngur hjólaklúbbsins!

Þegar ég kom heim tók ég eftir því að ég hafði fengið sólina all hressilega á vinstrihliðina þar sem ég er mjög rauður á þeirri hlið en hvítur á þeirri hægri. Ekki skemmtilegt það.

Fór í nokkra garða með Önnu. Keyptum okkur fullt af ostum og ávöxtum, bjór, kex og ferðuðumst á milli garða og slökuðum vel á.

Fer í kvöld á tónleika með PET SHOP BOYS og ég get ekki beðið ! Þeir verða í Tívolíinu. Þeir sem þekkja mig vita að þetta er mín uppáhaldshljómsveit !

Segi það gott í bili. yfir og út !


jarðskjálfti á himnum

..jæja..

Það er rétt Elísa mín, þvílíkar þrumur og eldingar í gærkveldi (sunnudagskvöld). Verð að viðurkenna að mér var ekki alveg sama en ég var þó óskaplega forvitinn. Himininn var hálf hvítur í gærkvöldi og svo sá maður blossa og heyrði líka í þessum þvílíku þrumum. Svo kom þessi hellings rigning.

Mér fannst þetta vera eins og jarðskjálfti... bara á himnum.

Náði í önnu mína á flugvöllinn í gær. Gaman að fá hana og eigum við eflaust eftir að lenda í einhverju þvílíku veseni. Ætlum að kaupa okkur hjól eftir helgi og skoða köben og ég get ekki beðið, það verður alveg frábært.

jæja.. ætla í þvottahúsið


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband