veljum breytingar !

Kæru vinir,

Nú er tími til að breyta til hins betra. Við höfum valdið að byggja upp öflugt velferðarkerfi og leiðrétta það óréltlæti sem fjölskyldur, börn, aldraðir og öryrkjar hafa þurft að þola síðustu 12 ár.

Ég tel að Samfylkingin þurfi að fá góða kosningu til þess að geta verið leiðandi afl í nýrri ríkisstjórn velferðar, jafnréttis og umhverfismála.

Ekki vera hrædd við breytingar og látið hræðsluáróðurin sem vind um eyrun þjóta. Við höfum heyrt það síðustu ár og sérstaklega síðustu vikur að allir séu óhæfir nema sjálfstæðisflokkurinn eða framsókn til þess að fara með stjórn þessa lands. Það kemur maður í mann stað. við sjáum að á síðustu 12 árum hafa hlutirnir ekki verið nógu sanngjarnir. skattar lækka á þá tekjuhæstu en þeir tekjulægstu þurfa en sem áður að berjast í bökkunum. Nú er kominn tími til að breyta.

Ég hvet ykkur öll að mæta á kjörstað og greiða atkvæði.

kveðja,

Páll Einarsson

 

--------------------------------------

Ég tel að úrslit alþingiskosninganna verði eftirfarandi

Framsóknarflokkurinn um 9%Sjálfstæðisflokkurinn um 37%Samfylkingin um 29%Frjálslyndir um 7%Vinstri grænir um 18%

Íslandshreyfingin um 3%

næsta ríkisstjórn mun saman standa af Samfylkinguni, vinstri grænum og frjálslyndum eða Samfylkingu og sjálfstæðisflokki.

 Varðandi spá mína í júróvisíjón þá vona ég að Svíjar og úkraína nái langt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband