Færsluflokkur: Bloggar
10.8.2007 | 08:55
Heimsóknir..
....Jæja
Það var mjög gaman að fá mömmu og pabba í heimsókn í júlí. Fannst tíminn bara líða of hratt. Náðum þó að gera margt mjög skemmtilegt. Ég var reyndar veikur og slappur fyrstu 2 dagana, hafði verið veikur dagana áður. Notalegt að fá heimsókn.
Svo komu þau auðvitað færandi hendi. Amma ásta hafði bakaðs svona 30 skonsur og töfrað fram rækjusalat. Þvílík hamingja. Kleinurnar hennar voru ekki heldur óvelkomnar. vá hvað ég sakna að fá hafragrautinn hjá ömmu, smakka á súru sviðalöppunum, hrútspungum, kjömmum hans afa eða þá heimabakaða brauðið hennar ömmu. Svo gerir afi bestu flatkökur sem ég hef fengið Frysti-KISTURNAR hennar ömmu eru fullar af gómsæti. Að sitja á Bergstaðarstrætinu fá sér graut með ömmu og afa og hlusta á sargið í gufunni er alveg ómissandi.
Þau eru dugleg að hringja og skrifa mér handskrifuð bréf og ég hef einnig skrifað þeim nokkur til baka. Að setja og lesa alveru handskrifabréf er bara mun huggulegra og skemmtilegra en ég hafði ímyndað mér.
Nú styttist í Hönnu Rósu. Kerlan stoppar í 2 vikur, ekki amarlegt það. Ætlum að skreyta bæinn og stimpla okkur rækilega inn í djamm lífið hér í köben og jafnvel víðar. Erum spennt að leigja bíl og skella okkur til stokkhólms. Hver veit! Þegar við erum saman þá verður lífið mjög einfalt, ekkert volæði eða vesen. Bara lýta á björtuhliðarnar og skemmta sér.
kveðja,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2007 | 20:22
versló !
Sumarið er komið... eða svo vriðist vera. Góð spá framundan og danirnir eru orðnir léttklæddari og brosmildari. Búið er að taka niður afsláttar auglýsingar í búðum en það stóð á þeim "Sundföt 50% afsláttur" og "Allt fyrir ströndina 50%" þar sem kaupmennirnir sjá núna von á að græða á landanum hafa þeir tekið niður skiltin og vonast til að selja sinn lager af mörguhundruð bikíníum.
Fékk símtal eina nóttina. Líklegast um 3 og var ég að fara á morgunvakt sem þýddi að ég þurfti að vakna klukkan 5:40.
Í símanum var Júlía Margrét vinkona mín. Hún sagði með ljúfri og róandi röddu "Palli...palli minn, var ég að vekja þig? þetta er Júlía. Vildi bara láta þig vita að mér þykir svo vænt um þig" Ég náði rétt að segja hversu væntum mér þykir vænt um hana þegar hún sagði mér að fara aftur að sofa. Vá hvað ég svaf vel... fleiri svona símtöl gott fólk...meiga samt alveg vera á skikkanlegum tíma. En hún Júlía er allt annað en normið segir svo henni var fyrirgefið.
Datt aðeins í það í gær...lofaði sjálfum mér að drekka aldrei aftur meðan að ég ríghélt í klósettsetuna....... minnti mig svoldið á sunnudagana á Leifsgötuna. Held ég hætti að drekka allavegana í eina helgi...enda vinnuhelgi...mohhohoh... Hversu oft hef ég skrifað á blað og lofað sjálfum mér að drekka aldrei aftur... kannast einhver annar við þetta? Þarf samt að fara að hugsa betur um mig...vantar milta, botnlanga og nýra (sumir segja líka heila) og ekki vil ég að lifrin verði tekinn bráðlega hehe...
Fór heim til Dýrleifar um 4 í morgun og kom ekki þaðan fyrr en 21:00. Treysti mér ekki út. Tók metróið á leiðini heim og sat "öfugt" í henni og sá ferðina afturá bak.. hélt ég mundi deyja. Þegar ég kom að amagerbro þá var rúllustiginn og lyftan biluð og þurfti ég að rölta alla leiðina upp. Þetta var skelfilegt! ! ! Fór og keypti kók til að eiga og þurfti að labba þar sem bjórinn var .... var næstum farinn að æla... afhverju gerir mar sér þetta? .... við vitum öll svarið....og það er ekki alkóhólisti :D hahaha
Fékk minn langþráða skemmtistaðasleik, Hanna rósa vinkona mín er mikill sérfræðingur í hinum ýmsu kossum og sendir mér oft sms með sínum kossa sögum. Það kom strákur á barinn og bað um kók, ég keypti kók og sagði... "heyrðu ég skal gefa þér kókina ef ég fæ koss" og viti menn eftir smá samningar viðræður komumst við að samkomulagi. Hann hélt nefnilega að ég gæti verið pabbi hans. En eftir að ég sýndi honum fram á að ég gæti það ekki þá smellti hann einum á mig.
Ég bið að heilsa... sit á hómer simpson boxerunum og horfi á tv...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2007 | 16:20
bíddu ?
Þurfti hann að fara alla leið til Norður-Dakóta til þess að sjá fjöll?
gat hann ekki bara farið upp á Esjuna ?
Er orðið fjallalaust á Íslandi eftir að ég flutti til Baunalands ?
Geir heimsækir Mountain í Norður-Dakóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 21:28
flugvöllurinn rúlar !
Kastrup flugvöllur er mjög stór. Ég hafði áhyggjur af því að þetta yrði kuldalegur vinnustaður enda vinna þarna mörg hundruð starfsmennvið hin ýmsu störf. Flugfreyjur, ræstitæknar, öryggisverðir, lögregla, afgreiðslufólk, skrifstofu fólk og svo mætti lengi telja.
Kastrup flugvöllur er mjög vinalegur vinnustaður. Starfsfólkið á vellinum er mjög almennilegt. Búinn að kynnast hinum ýmsu aðilum. Starfsfólkið í Pilgrim er æðislegt svo og ræstikonan okkar og asísku stelpurnar sem vinna að þrífa borðin á veitingastaðnum.
Minn fyrri vinnustaður var mjög lítill og kósý og verð ég að segja að ég upplifi svipaða stemmingu þarna, þó ekki eins. Samstarfsfólkið mitt í búðini er auðvitað gullmolar en svo er mjög ánægjulegt hversu allir aðrir eru almennilegir. Bjóða góða daginn, heilsa manni og spjalla.
Það sem er merkilegt við Kastrup er tilkynningarkerfið. Það er alltaf verið að kalla upp farþega sem flugvélarnar eru að bíða eftir.
"This is a personal call for passanger Gudjonsson traveling with icelandair to Keflavik is asked to come to gate B4 the plane is ready to leave"
Já og oftar en ekki virðist það vera íslendingarnir sem láta vélarnar og aðra farþega bíða. Hversu oft heyrir maður danina reyna að þylja upp mjög svo íslensk nöfn. Stundum langar mig bara að labba á næsta bar og kalal "Siggi, drífðu þig upp í vél...það eru allir að bíða eftir þér!!"
Findnast finnst mér þegar einhver á leið til rússlands er seinn í vélina. Þá heyrist óvneju hávær og reið rödd um allan flugvöllinn!! Held hún sé að segja að þeim sem seinkar muni vera skottnir í Moscwu. Enda heyrist kall frá Rússunum mjög svo sjaldan
En svo verður þeim oft á sem kalla upp fólk eins og þetta dæmi sannar
"This is a personal message for the last passanger traveling with icelandair to Keflavík is asked to come to gate B4 for the gate is ready to leave.....ups.. i mean the plane.. .jes the plane is ready to leave"
Einnig heyrði ég einu sinni í íslenskri konu kalla upp síðustu farþega í vél icelandair "Góðan dag góðir farþegar ég vil biðja síðustu farþega með flugi....ehhh...afsakið...sorry... i want the passengers to iceland to come now...bæ" Ein sem stressaðist þegar hún fattaði að hafa talað íslensku við allan flugvöllinn...
já þetta er lífið !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2007 | 17:19
Takk fyrir ad gera mig ad fifli SIGURVEIG!!
Já hún Sigurveig minn fyrrum granni, vinnufélagi og gluggagæjir (ekki svo viss um ad hún sé hætt ad kíkja á glugga enda á hún gódan kíki) er ekki alveg í uppáhaldinu hjá mér núna!!
Ég fékk sent bréf til mín merkt mínum fyrrum vinnustad. Bjóst ég vid tví ad tetta væri medmæli frá mínum gamla vinnustad. Var ég á leid upp á flugvøll í flýti tar sem yfirmenn mínir vour ad lenda. Ákvad ég ad taka bréfid med mér og leifa teim ad sjá mín fallegu medmæli.
Thegar upp á vøll var komid heilsadi ég yfirmønnunum og ætladi ad rétta teim bréfid. Opnadi ég tad fyrst og dróg tad upp og vard ég nokkud hissa! Thar var blad med handskrifadir setningu sem var einhvernvegin á tessa leid "Ég sakna tín hédan úr vinnuni" Ég man samt en thá betur hver undirskriftin er.
"Kvedja NEMADRUSLAN"... Tad er bara ein nemadrusla til...
Ég var ekki lengi ad snúa mér vid stinga bréfinu nidur og brosa hálfvandrædilega.
....
Svo sá ég ad hún Rannveig var ad kommenta hjá mér. Man svo alltí einu ad ég á nú mømmu sem heitir líka Rannveig. Tharf ad komast ad thví hvor teirra thetta var. Mamma eda Rannveig vinnufélagi...sem var samt eiginlega mamma mín í vinnuni enda nafna mømmu minnar. Thær eiga margt sameiginlegt eins og ad taka tad ekki í mál ad láta kalla sig e-d annad en Rannveigu. Ekkert Ranný eda Rannsla. Svo thykir teim líka svo skelfilega vænt um hunda..... :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.7.2007 | 07:57
Pirringur dagsins er.....
.... Bandarsisk børn! Vååå hvad røddin i greijunum er pirrandi... virdist skåna med aldrinum (eg er ekki ad grinast). Thetta eru eins og littlir fullordnir skrækjottir dvergar. Ekki tad ad eg se a moti dvergum eda skrækjottu folki. En eg fæ alveg grænar og blåar bolur...røddin smigur alveg inn ad merg....
Pirringur dagsins var i bodi Kastrup Lufthavn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.7.2007 | 09:30
Magnað... að fólk lesi blogg án þess að það sé fjallað um kynlíf !
Mogginn alltaf að slá í gegn.
Geta ekki einu sinni birt slóðirnar á þessar umræddu síður sem birtast í þessari frétt. Líklegast hræddir að lesendur mogga bloggsinns hlaupi allir frá hinni kynóðu Ellý sem er æst að skrifa e-ð sem tengist klámi, kynlífi og öðrum sögum sem gerast vanalega fyrir neðan mittið.
En þvílíkr hæfileikar hjá þessari X-U, að geta fangað hæfileika fólks án þess að tala um klám og kjaftasögur. Líklegast er hún að selja dóp.
Vinsælust án kynlífs og kjaftasagna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.7.2007 | 08:06
Rétt Júlía Margrét, nú er of langt síðan ég bloggaði!
Ekki það að ekkert sé að frétta heldur hef ég bara verið það upptekinn. Þá sérstaklega í jakkaleit. Já eftir mjög skrautlegt þriðjudagskvöld með heit konu minni henni Júlíu Margréti þá "hvarf" jakkinn minn. Reyndar er vinahópurinn nokkuð viss að honum var stolið. Í þessum jakka var strætókortið mitt, mín eina von að ferðast um Kaupmannahöfn þar sem hjólinu mínu var stolið...guð blessi það.
Ég fékk þá tilfinningu að einhver hérna úti vildi ekki að ég ferðaðist um Kaupmannahöfn. Þar sem hjólið og strætókortinu var stolið. En svo fékk ég sendan póst og í honum var strætókortið mitt (sem ég borgaði 400dkk fyrir 4 dögum áður en því var "stolið") Einhver saumaklúbbur fann það og sendi til mín, ekki muni það gerast á Íslandi!! Strætókortið fannst í ákveðni leið hérna í bænum sem styrkti en frekar grun vina minna og að lokum grun minn að þarna væri þjófur á ferð en ekki palli hressi fulli!!
Verð nú að segja að ég var á bömmer í gær. Gígja vinkona mín og Dröfn komu í heimsókn sama dag og Júlía mín kom og Júlía hennar sem verður kannski seinna líka kölluð júlían mín því þá get ég sagt sælar Júllurnar mínar.... þetta fannst mér líklegast einum fyndið!! En ég var ný búinn að opna búðina að ég hitti ekkert Gígju og bara Júlíu einu sinni. Svo var bróðir minn hérna um síðustu helgi og ég var að vinna svo mikið að ég hitti hann einu sinni. Svo kemur mamma og pabbi á eftir og viti menn... þá er minn bara orðinn kvefaður og stíflaður.... jei !!
Ég hef sagt stríði á hendur póstþjónustunar á Íslandi! Amma hefur sent nokkur bréf sem hafa ekki borist og ég hef sent nokkur bréf sem hafa öll borist nema þar sem amma býr. Veit að þetta er ekki póstinum hérna að kenna enda er pósturinn mjög svo virtur hérna í köben annað en vitleysingarnir sem henda jólakortum fólks eða bara póstinum öllum og halda að enginn fatti! þetta eru svona fávita vitleysingar. En auðvitað er pósturinn á Íslandi ekki alslæmur. Held að þjónustan hafi versnað eftir að tölvupóstar voru svona algengir. Það er alltaf fullt á pósthúsinu mínu. Held að Danir noti póstinn meir en við Íslendingar. Finnst tildæmis leiðnlegt að fá e-mail en ÆÐI að fá skrifað bréf. þess vegna læt ég hérna heimilsfangið mitt ef einhver vill senda á mig línu.
Páll Einarsson, Kirkegardsvej 15, 2300 Köbenhavn, Denmark
Annars hefur veðrið verið leiðinlegt en mér er sama. Verið að mestu vinnandi innandyra...ég á það til að vera sjálfelskur. Svo kemur Philpi minn heitt elskaði bráðlega í heimsókn frá Svíþjóð. Reyndar á fólk erfitt með að muna nafnið hans. Dýrleif kallar hann Patrek og Hanna Rósa nefnir hann Fabíó. Held að enginn hlusti það mikið á mig!! Svo kemur Hanna Rósa í ágúst og verður yfir Gay præd (og reyndar hálfan ágúst sem er æði) ætla að rýma fyrir Arnrúnu og Ölmu líka. Verður partýýýýý!!!
en já... best að gera reddy fyrir komu foreldrana... fela bjórinn og svona... djók !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2007 | 16:45
Rangur miskilningur
Fór áðan í búð upp á kastrup flugvelli sem selur töskur, veski og lyklakippur. Sá þar flotta buddu fyrir lykla.
Spurði svo afgreiðslumanninn "is this only for Chees?"
hann horfði á mig og sagði "no, but this is for KEYS"
---------------------------------
fór í Merlin á kastrup sem selur tölvuleiki og dvd myndir.
Sá þar mynd sem hét e-ð "pirates..." og myndin á umslaginu framan á var af skipi og ýturvöxnum konum.
Ég hugsaði með mér hversu lélegt er að hollywood þurfi alltaf að gera eftirlíkingar á öllum myndum.
Svo skoðaði ég myndina betur þá var það klámmynd.
Ég varð alveg ógurlega hissa og snéri mér snökt við! fólk fór að hlæja.
Ég verð líklegst kallaður perrinn á kastrup eftir þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.6.2007 | 04:20
Leonard accessories opnar í dag !
Já gott fólk, Leonard accessories opnar á Kastrup flugvelli í dag. Hún er staðsett á besta stað eða á Terminal 2 og er þetta fyrsta búðin sem farþegar Icelandexpress sjá þegar þeir ganga inn eftir að hafa lent.
Þetta er búið að vera langt ferli að standsetja búðina, ekki er allt orðið eins og það á að vera en við ákváðum bara að opna og leysa hnútana jafnóðum. Þannig lærir maður best.
Ég hef aldrei tekið að mér verkefni líkt þessu áður. Síðan ég kom út til Kaupmannahafnar hef ég verið að koma þessari búð á fótinn. Auðvitað hefur fyrirtækið sjálft byggt upp flest sem tengist búðinni en ég var þeirra eini tengiliður úti og þurfti að glíma við dönsk yfirvöld, austuríska smiði, fúla flugvallastarfsmenn, tölvufyrirtæki, starfsfólk, sjálfan mig og svo eigendurna.
Minn fyrri vinnustaður til 5 ára kenndi mér meira en ég hafði nokkurn tíman getað ímyndað mér. Öguð- og sjálfstæðvinnubrögð má þar helst nefna og að bera tillit til annara og hlusta á bónir og beiðnir. Einnig að kunna að standa á sínu og gjöfina að kunna að gefa af sér og hrósa. Ég hef ekki verið þekktur fyrir að hafa mikið sjálfstraust en minn fyrri vinnustaður elfdi það og styrkti til muna.
Ég hvet ykkur öll sem eigið leið um Kastrup að kíkja í búðina. Einnig væri gaman ef þið munduð láta mig vita svo ég gæti nú mælt mér mót við ykkur.
Takk fyrir að fylgjast með ævintýrinu, sem er rétt að byrja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)