Færsluflokkur: Bloggar
15.9.2007 | 15:16
Kvíðakast ?
jæja,
Núna er ég fluttur frá Kirkjugarðsvegi númer 15, átti góðar stundir á grafarbakkanum.
Fæ aðra íbúð í mánuð frá og með 17. september sem þýðir að núna er ég á hóteli. Ákvað að skella mér á hótel og slaka aðeins á enda búið að vera nóg að gera síðustu vikur.
Ákvað að skella mér á DGI-Byen, en ég vann á því hóteli sumarið 2001. Þetta er ráðstefnu, tómstundarhús og hótel. Hér er sundlaug, klifurveggir, keilusalur, gufa og margt annað. Ég þreif ekki herbergin hér 2001 heldur keilusalin, gufuklefana og skrifstofurnar.
Ég fékk reyndar nett kvíðakast þegar ég var búinn að panta herbergið. Fór að spá hvort að einhver þekkti mig nokkuð frá því 2001. Ég var góður starfskraftur þennan eina og hálfan mánuð sem ég vann á þessu blessaða hóteli ...en!
Guðbjörgin mín átti afmæli og við fórum á Sebestian að fá okkur nokkra bjóra. Þórhallur kom svo til okkar og hófst mikil og góð vinátta milli okkar þriggja og einnig mikil drykkja á virkumdegi.
Eftir margra tíma djamm fengum við okkur kebab á strikinu. Var ég nokkuð ölvaður og átti að mæta í vinnuna 2 tímum síðar. Ákvað ég að skrifa uppsagnar bréf. Var ég með skrfiblokk með mér og skrifaði á dönsku að ég þyrfti að hætta og kom með einhverja fáránlega ástæðu. Þurfti að skrifa nokkur eintök þar sem ég skrifaði oftast allt á ská....enda fókusinn ekki í lagi og hafði annað augað lokað til þess að sjá betur.
Hljóp svo með bréfið inn í hótelið og fór heim. Vaknaði daginn eftir á HRÆÐILEGUM fyllerísbömmer!
Hef ekki þorað að fara nálægt þessu hóteli síðan júlí 2001!
......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2007 | 17:05
Heimur versnandi fer...
Já, þær sorgarfréttir voru að berast til mín hér í Kóngsins Köben að búið væri að reka Randver úr spaugstofuni. Er ég ekki alveg að skilja þennan skeppnuskap. Verð ég að viðurkenna fyrir ykkur að ég hef ávalt talið Randver með þeim skemmtilegri í spaugstofuni. Leikur oft ógleymanlega karaktera og hefur skemmtileg svipbrigði. Nú er búið að sparka honum en nafnið helst (að ég held) óbreytt...spaugstofan.
Hver á að leika konur? Verðum að átta okkur á því að Randver er alveg ógleymalegur í gervi kvenna.
Hver á að leika Jóhönnu Sigurðardóttur? Nú er konan kominn í ráðherrastól og verður líklegast vinsælt að gera gys að henni og hver er betri en Randver í gervi hennar. Í rauða jakkanum, með gleraugun, hvítu hárkolluna og sína rámu rödd.
Hann hefur verið, eins og Pálmi, Örn, Karl og Siggi, mikilvægur linkur í velgengni þáttarins. Spaugstofan er ávalt með besta áhorfið og líklegast ágæt tekjulynd fyrir skuldaskrímslið RÚV.
En eins og ég segi..... lélegt grín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2007 | 11:31
úúú..
.......ég er einn af þessum 1138 ... ! !
en númer hvað ?
3.784 erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins fyrstu 6 mánuði ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 20:04
Það er svo gaman að brosa!
...jæja...
Það er hægt að segja margt um danina en eitt er að þeir eru alveg ágætlega kurteisir.
Sat í dag á kaffihúsi og var djúbt hugsinn. Það var e-ð að angra mig. Fékk mér eina möffins og kaffibolla og lét hugan reika. Ég leit í kringum mig og allir brostu til mín, það komu nýir kúnnar og þeir brostu líka. Ég var auðvitað hálf vandræða legur í fyrstu og hélt að ég væri með e-ð framan í mér (annað en bólu dauðans).
Svo fattaði ég þetta. Það er svo gaman að brosa. Eitt bros lætur manni oftast líða vel og svo getur það gert meira, látið öðrum líða vel. Hvað stoppar mann að brosa til annara þó að maður þekkir þá ekki?
Mér leið vel. Brosti til móti og naut þess að sötra á kaffinu og narta í möffins.
Svo brostu... þú færð það í bakið :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2007 | 20:10
bléééééhhhh....
já bleeehhh... með é !!!
Næ ekki en að setja inn myndir á bloggið mitt. Hvurslags... !
Kann einhver á góða myndasíðu? Held ég verði að fá mér eina slíka enda myndarlegur einstaklingur... einnig mjög myndaglaður.
Annars mest lítið að frétta. Er að undirbúa flutninga héðan af kirkjugarðsveginum yfir í amelíuborgarkastala... eða reyndar bara rétt við kastalan... á amalíugötu.
Var að þvo þvottinn minn áðan í almenningsþvottahúsi. Tók svo eina flík upp og þefaði af henni svona til að athuga hvort að það væri ekki í lagi með þvottinn..... hefði átt að velja betur þar sem ég stóð og þefaði af D&G naríunum mínum... á móti mér stóð eldri kona sem brosti.... afhverju? ætli ég hafi æst hana upp eða kannski sá hún mig roðna með naríur upp að smettinu... hver veit...
Sá svo eina "ninju" hnerra upp á velli.... "ninju" slæðan frussaðist til.... hún snéri sér svo baki í fólk og tók slæðuna af og reyndi að þurka sóðaskapinn með servéttu. Nældi svo slæðuna upp aftur..
Mér fannst þetta ógeðslega findið...
p.s. er að horfa á danska heimildarmynd um BANKO sem er BINGO... danir eru bara svo spes að kalla þetta öðru nafni en allir aðrir..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2007 | 11:59
erfiðleikar
Já ég á í erfiðleikum með þetta blessaða blogg!
Búinn að reyna í viku að bæta myndum inn á þessa rafrænu ævisöguna mína en ekkert gengur. Detta út, hverfa eða neita alfarið að hlaðast inn. Hef því verið í fýlu við bloggið og hótaði að blogga ekki aftur. En þar sem ég tel mig lifa svo óskaplega áhugaverðu piparsveinslífi þá gat ég ekki verið fúll lengi.
Nú er sambýlingurinn minn hún anna mjöll flutt af heiman en samt heim...til íslands en flutt heiman frá mér. Svoldið skrítið að hún sé farin. Náðum alveg ótrúlega vel saman. Gekk áfallalaust fyrir sig. Hún þvoði brækurnar í vaskinum og skyldi þær eftir út um alla íbúðina til að láta þær þorna og núna sakna ég þess... ekki eins að hengja upp mínar eigin....dææææsss.....
nýjasti drykkurinn í dag er jagermæster í redbull. Snildin ein. Virkilega óvænt blanda sem virkar! Philip kynnt mér fyrir honum og var ég smá efins. En báðir þumlar upp.
hef það ekki lengra..... þar sem ég er en smá fúll út í þetta bölvaða blogg!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2007 | 07:48
Stokkhólmur ! !
Jæja gott fólk, loksins fór ég til Stokkhólms!
Já, ég er búinn að bíða eftir því að komast til lands ljóshærðu englakroppana. Var þar síðast haustið 2005 hjá honum Ásgeiri mínum og var það ógleymaleg ferð. Ég og vignir fórum saman í lest frá Kaupmannahöfn til Stokkhólms og skönduluðumst aðeins....svona eins og okkur 3 er einum lagið.
Eftir þá ferð hef ég setið heima með vatn í munninum í hvert skipti sem hugur minn hefur leitt til Stokkhólms. Mig hefur langað að sjá borgina að sumri til lengi.
Hanna Rósa vinkona mín er núna í heímsókn hjá mér. Lenti síðasta föstudag og við ákváðum að leigja okkur bíl og skella okkur til stokkhólms. Það tók um 7 tíma að keyra alla leiðina en margt var að sjá og vorum við á 7 manna glænýjum fjölskyldubíl.
Komum rétt fyrir miðnætti til stokkhólms og rúntuðum svona í nokkra tíma til að leita af hóteli....nánar tiltekið 3 !! Það var einhver helvítis tískuvika og allt fullt. En að lokum fengum við alveg æðislegt hótel. Kostaði bara um 8300 íslenskar fyrir okkur bæði nóttin með morgunmat! það var stórt svefnherbergi með hjóna rúmmi og stór sér stofa með svefnsófa. Tók svo bara 10 mín með lest niður í miðbæ. Gætum ekki verið heppnari. Svo var auðvelt að smygla philip inn...
....já já, loksins hitti ég philip aftur, mér og honum til mikillar gleði. Ósköp indæll og almennilegur strákur. Hver veit hvað getur gerst? styttra milli Köben og Stokkhólms en Íslands og Stokkhólms.... bara krossa putta!
En ferðin var frábær, stokkhólmur er virkilega hlýleg, skemmtileg, indæl og spennandi borg. Svo margt að sjá. Hún saman stendur af mörgum eyjum sem eru tengdar skemmtilega saman. Útsýnið er frábært. En hérna í köben er bygt miklu þéttar enda ekki eins stórt og sér maður ekki eins mikið. Við fórum í bát siglingu sem var ógleymanleg.
Auðvitað djömmuðum við, pripps blár (ekki pilsner) í öll mál, mohito og jagermaster í redbull. Mikið sukk en vorum samt siðsamleg.... okkur fannst það. Vorum reyndar stoppuð á leið á einn stað og spurð hvort við værum nokkuð of ölvuð.... en sluppum inn...hehehe
Hanna tók íslensku verslunarkonuna á þetta. Verslaði eins og brjálæðingur fyrsta daginn. Enda er meira úrval í Stokkhólmi og skemmtilegar búðir. -Eg hélt aftur að mér. Verslaði þó auðvitað sænskan túrista varning.
Nú reikar hugurinn til Stokkhólms af svo mörgum ástæðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2007 | 17:59
skál....klósetskál
Jæja...
Manni hefnist nú fyrir að vera almennilegur! Dýrleif vinkona og vinnukona var á kvöldvakt og hafði verið nokkuð mikið veik nokkrum dögum áður. Svo engilinn ég ákvað að koma um 8 og leifa henni að fara heim að hvíla sig. Nóta bene þá er opið alla daga ársins frá 07:00 til 22:00...bara stuð!
Ég hjólaði á nýja hjólinu mínu upp á völl. Var klæddur í stuttbuxur og bol og setti vinnufötin, töskuna og símann minn í körfuna framan á hjólinu. Kom í vinnuna og fór í gegnum öryggishliðið. Dýrleif brosti til mín sæl að sjá mig. Ég rétt heilsaði henni og fór svo á karlaklósettið til þess að skipta um föt.
Ég lokaði að mér, og fór úr bolnum mínum og tók skyrtuna mína upp úr hjóla körfuni minni. Þá sá ég e-ð svart skjótast upp í loftið.... það var síminn minn!! Ég reyndi að grípa hann en hann rann alltaf úr höndum mér og endaði beint ofan í klósettskálinni ! !
Til að gerag langa sögu stutta þá er ég kominn með nýjan síma en sama númer.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.8.2007 | 09:21
Gleðidagur !
..jæja..
Til hamnigju með daginn kæru íslendingar. Skrítið að vera ekki á klakanum á þessum degi. Ég hef tekið þátt í hinsegin dögum síðan 2002. Árið 2001 var ég í danmörku og fylgdist með hátíðarhöldunum, og í ár mun ég endurtaka þann leik þar sem ég er búsettur í kóngsins köben.
Annað sem mér finnst nokkuð skrítið er að ég er ekki með Erlu bjút á Leifsgötunni að undirbúa glamúrús vinnupartý. Mixa svona nokkur hundruð regnboga hlaupskot og hengja hin ýmsu slagorð og úrklippur á veggi. Undirbúa leikinn kynvillingur kvöldisns og fara svo með henni að fylgjast með göngunni. Svo má nú ekki gleyma öllum kræsingunum sem við buðum fólki, bæði mohitos og hina ýmsu rétti fyrir þá svöngu. Svo kom að kvöldinu. Já ég og Erla vorum oft nokkuð skrautleg. Eitt skipti ákváðum ég og Erla að fara og kallaði ég til fólksins í partýinu "þið skellið bara í lás, ekkert vera of lengi".
Hér koma nokkrar gleði myndir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)