Færsluflokkur: Bloggar
30.1.2007 | 09:37
þetta er allt sama tóbakið..
Nú er landspítalinn orðinn reyklaus vinnustaður eða það segja þeir.
Þegar ég labba heim, upp Eiríksgötuna, sé ég alltaf einhverja reykja á tröppunum á geðdeildarbygginguni sem snýr að Eiríksgötuni...gæti ekki verið augljósara.
Landspítalinn ákvað að bjóða þeim starfsmönnum sem reyktu upp á ódýr nokótínlyf til að geta minkað við reykingar eða hætt þar sem spítalinn átti að vera reyklaus 1. janúar síðastliðinn.
Fannst mér það skrítið að nikótínlyfin voru talsvert dýrari hjá spítalanum en apótekum bæjarins. það var þá tilboð. Hélt að spítalin gæti fengið magnafslátt. Eða mundi ekki reyna að svindla á sínum starfsmönnum.
það sannast eina ferðina enn að spítalinn hugsar lítð sem ekkert um sína starrfsmenn. Fáum ekki einu sinni jólakort.
..ég lýg, man að þeir hengdu upp eitt á hverri deild fyrir svona 5 árum. ljósritað svart hvítt þó að myndin hafi greinilega verið í lit.
Nikótínlyf ódýrust í Skipholtsapóteki samkvæmt könnun Neytendasamtakanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.1.2007 | 21:22
Margrét Sverris farin á ný mið..
Ekki kom mér það á óvart að Margrét Sverris og félagar hennar úr Frjálslyndaflokknum skulu hafa sagt skilið við sinn gamla flokk. Miðað við þá svívirðulegu persónuárásir og eineltis sem hún hefur mátt þola frá skipstjóra og stýrimanni Frjálslyndaflokksins.
Að forusta flokksins hafi hafnað henni og sínum gömlu bandamönnum fyrir einstaklinga úr Nýju afli sem gerðu allt hvað þeir gátu í síðustu alþingiskosningum til að finna höggstað á frjálslyndaflokknum. En nú opnar Guðjón Arnar sinn breiða faðm og fagnar þeim á kostnað þeirra sem byggt hafa upp flokkinn. Ekki var ég var við að þinmennflokksins hafi staðai við bak á ritara sínum á meðan Jón Magnússon lagði hana í einelit á útvarpi sögu.
Ég er ánægður fyrir hönd Margrétar og hennar stuðningsmanna að hafa tekið þá ákvörðun að yfirgefa flokkin. Ég vona að við eigum eftir að sjá meira af henni og því góða fólki sem stendur við bakið á henni. Ég vona að ég sjái hana í Samfylkinguni þar sem hennar helstu baráttumál eru ekki ósvipuð stefnu samfylkingarinnar.
En hvað verður um faðir frjálslynda? Hvað mun Sverrir Hermannsson gera? segja sig úr flokknum? vera þar áfram? eða jafnvel ganga í samfylkinguna með dóttur sinni? það væri nú áhugavert.
Margrét telur sér ekki fært að starfa lengur í Frjálslynda flokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)