Ninja......

..jæja...

Fólk í sambandi skilur ekki alltaf líf hinna einhleypu.

Var að ræða við vinkonu mína hana Guðný

Páll: "kannski ég fari á tjúttið með Hönnu Maríu á laugardaginn"

Guðný: "já ókei, flott. En átti það ekki að vera síðustu helgi"

.........smá óþægileg þögn.........

Páll: "jahh.... það var líka þá, ætlum sko líka á tjúttið núna"

Guðný: "jaaaaaaá......"

Gat lesið úr svipbrigðum og hugsunum "æ....sorglegt" ;)

Við sem erum einhleyp erum oft litin hornauga í samfélaginu........ við getum tjúttað hverja helgi, ekki bara því við erum bitur og single heldur því okkur langar til þess og þurfum ekki að taka tillit til neins, sérstaklega ekki til okkar sjálfra.

Annars er ég að spá í að gerast ninja (múslimi) þær eru víst bara giftar við fæðingu frændum sínum og frænkum...... meina ég fýla það ekki en held það auki líkur mínar á að ganga út enda annar hver maður sem heitir Halim al hérna úti.

Held líka að klæðast ninju fötum (búrkum og slæðum) mundi leysa ýmisleg vandamál eins og "er ég feitur í þessu átfitti?". Svo tel ég mig vera með svo falleg augu og búrkur undirstrika það mjög vel.

Finnst að við Íslendingar verðum að fara að skoða okkar mál hvað varðar innflytjendur. Við erum ávalt að bera okkur saman við hin norðurlöndin en um leið og einhver nefnir það að honum finnist nóg komið af innflytjendum þá er sá hinn sama fordómafullur. Ef við erum svona tryllt í að bera okkur saman við restina af Skandinavíu hvernig væri þá að læra líka af þeirra mistökum eins og þeim miklu vandamálum sem að þessum löndum steðjar varðandi innflytjendur.

Vandinn sem mér finnst vera mestur er að ekki er tekið nógu vel á móti þeim sem til Íslands flytja. Verðum að taka vel á móti fólki, leiðbeina því og hjálpa því að aðlagast án þess að tapa sinni menningu, tungumáli eða trú. Þegar ég skráði mig í Þjóðskrá Danmerkur fékk ég engin plögg um réttindin mín eða almennar upplýsingar nema hvar heimilislæknirinn minn væri. Tel að þeir sem flytja til annara landa eigi að fá allar nauðsynja upplýsingar á sínu tungumáli eins og hvar næsta heilsugæsla er, læknavakt, sjúkrahús, búðir, réttindi og lög og svo fram veigs. Mikilvægar grunn upplýsingar.

Ég er vanalega talinn fordómafullur af sumum þegar ég viðra þessar skoðanir mínar. Sumir neita að ræða þetta við mig þar sem það trúir ekki grimd minni í garð aumyngja nýbúana. En hvaða fordómar ? Vil ekki að við séum að hleypa of mörgum inn þgar við höfum ekki bolmagn að taka vel á móti þeim. Verðum að byggja upp betri vinnureglur og starfshætti áður en við getum gert það.

Svo er nefnt við mig "þú býrð nú í danmörku, ert nýbúi, talar líklegast fullkomna dönsku?" Nei ég tala ekki fullkomna dönsku en ég tala dönsku við dani, svíja og norðmenn. Enda erum við heppin að læra dönsku í skóla. Annars hefði ég farið í dönskunám eins og margir vinir mínir hafa gert til þess að koma sér inn í tungumálið. En við tölum en íslensku okkar á milli en dönsku við dani. Alveg eins og það á að vera á Íslandi eða annarsstaðar. Fólk á ekki að tapa sínu móðurmáli eða trú en nauðsynlegt er að læra tungumál og menningu þess lands sem þú flytur til. Til þess að einangrast ekki eða týnast í þjóðfélaginu.

Sæi það bara í anda að Íslenskar konur færu til Írans án þess að vera með slæðu, en það má "auðvitað" ekki. Eru þá Íranir fordómafullir ? 

Eins og mæt múslimsk kona sagði "vestur evrópa er að gera of mikið fyrir múslima sem flytja til þeirra landa, að löndin eigi að aðlagast þeim en ekki þeir þeim löndum sem þeir flytji til. Þetta virkar bara í aðra átt. Virkar ekki þegar vestur evrópu búar flytji til múslimalanda. Vestur evrópu búar eru svo hræddir að vera titlaðir fordómafullur"

Man eftir því í gay pride 2001 hér í köben þegar múslimar stóðu á húsþökum og grýttu steinum í gönguna enda ekki hægt að bjóða Allah upp á þetta. En samkynheigð er líka partur af menningu Danmerkur ekki troða samkynheigðir mat upp í múslima þegar þeir fasta! Nei enda á að koma til móts við múslima en ekki öfugt.

Ég hef ekkert á móti múslimum, enda alveg jafn vont og gott fólk og við hin. En við verðum að læra af mistökum dana, svíja og norðmanna. Ekki gal opna landamærin nema við séum tilbúin til þess.

Vona innilega að allir þeir sem eru snauddir kímnigáfu og telji þessa færslu vera fordómafulla að skilja eftir komment. Það mundi alveg bjarga deginum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir.

Ég er alveg skelfilega latur að kvitta fyrir mig þegar að ég kíki á síðuna hjá þér, bæti hér með úr því.

Kv. Aðalsteinn

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 03:45

2 identicon

-Ha??!! Hva??!!!

-Þetta er bara ég.. litla kiða kið...

... (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 14:29

3 Smámynd: Páll Einarsson

Blessaður og sæll Aðalsteinn, vonandi er allt gott að frétta ;)

Hanna María það er í lagi að kvitta með nafni...við vitum að þú átt við smá identidý krísu að stríða núna....og hefur kallað þig litla Kiða kið síðustu daga ;)

Páll Einarsson, 10.2.2008 kl. 16:59

4 identicon

'eg er afleg sammala ter i tessu palli, tad er lika allt i rugli herna i bretlandi.  einhver prestur vill meira ad segja fara ad taka upp  tvo log... s.s. eitt fyrir breta og eitt fyrir muslima. audvitad allt brjalad.  skil hvad hann er meina ad vissu leyti, ef tad eru tvo log ta geta ninjurnar bara haft tetta nakvaemlega eins og tad vill, gift sig fraendum sinum, kugad konurnar sinar og drepid hvorn annan ut af "heidri" fjolskyldunnar og allt tad.  ta eru lika bretar lausir vid alla frekjuna, ef lidid er med eigin log hefur tad engan rett a tvi ad heimta ad vid hin gerum eins og vid hofum alltaf gert.  skiluru hvad eg meina?

en ju, ta er lika buid ad skapa TVILIKA stettaskiptingu.  en eg held ad bretar fyli tad....

eniveis.  lovju og missju

xxx

tootie (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 10:54

5 Smámynd: Páll Einarsson

pældu í tví tóta ef við værum ninjur !

Þá mundi ég samt fyrst þora í drag :D

Páll Einarsson, 11.2.2008 kl. 12:11

6 identicon

Hæ Palli minn

ég er svo innilega sammála þessari færslu hjá þér. Ég er ekki fordómafull í garð útlendinga, en við verðum líka að vera undir það búin að taka á móti fólkinu, ekki bara að hleypa endalaust inn og lenda svo í veseni eftir nokkur ár.

Svo þoli ég ekki þessa frekju, að geta flust til annarra landa og ætlast til að það samfélag, sem er að taka á móti sér, aðlagi sig að nýrri menningu, en ekki öfugt. Það á að vera öfugt, og að sjálfsögðu ætti þetta líka að verka í báðar áttir, en ekki bara í aðra áttina einsog þú talar um með múslimana. Þetta finnst mér bara vera eintóm frekja og yfirgangur!

Ohh þetta er svo pirrandi!

En vona að þú hafir það rosa gott. Sakna þín mest!

Eva Ösp (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband