betlararnir mínir !

..jæja...

Búinn að fylgjast vel með betlurunum mínum á nörrebro station. Þeir koma undan af einhverjum  austantjalds löndunum ....eða það held ég.

Þetta eru 4 menn. Allir mjög líkir. Þeir skiptast á að spila á harmoníkku (sem er skelfing) sitja í tröppunum á metró og betla og svo standa með staf og betla. Svo eftir dágóða stund þá er einn leistur af og fer hann þá líklegast í "pásu" og svo þegar hann kemur úr pásu leysir hann annan af svo koll af kolli.

Vissi ekki að það væri vaktaskipti í betli.

Ég er samt duglegur að gefa fólki öðruhvoru smá krónur en er ekki alveg á því að styrkja þá. Svoldið glæbaklíkulegt allt saman.

En um jólin er best að muna eftir sínum minnsta bróður.

Sá konu sem sat mjög döpur í tröppum lestarstöðvarinar að selja hjemlös avisen. Þau kaupa blaðið á um 5 krónur og allur hagnaður af sölu fá þau. Fólk ræður hvað það kaupir blaðið á. Þessi kona sat í kuldanum, leið og sagði lágt "hjemmlös avisen...." en ekki tóku margir eftir henni. Þá kom ungur strákur að henni, rétti henni um 60 dkk og brosti og tók eitt blað. Konan brosti, brosti meira... svo en meira. Þakkaði honum svo fyrir og hélt áfram að brosa eftir að hann fór.

Hvað ætlar þú að gera um jólin ? Ég ætla að muna að brosa og reyna að hjálpa fólki að finna að allir skipta máli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Reyr Ágústsson

Alltaf gott að brosa Palli minn en ég er ekki viss um að betlurum sé gert neitt gott með því að gefa þeim pening.

Heiðar Reyr Ágústsson, 11.12.2007 kl. 01:35

2 Smámynd: Páll Einarsson

Ég gef oft götulistamönnum pening, sé ekkert að því enda fólk sem er ap reyna að ná sér í aukapening í gegnum listsköpum sína.

Svo er fólk ekki betlarar þegar það er að selja hjemmlös avisen. Finnst það stórsniðugt apparat. Sölumenn fá sjálfsvirðingu og eru með markmið. Selja blöð sem þeir kaupa. Eru starfsmenn hjemmlös avisen. Eru með nafnspjöld og í stað minna peninga fæ ég skemmtilegt blað.

Hef ekki mikið verið að gefa þessum "tíbísku" betlörum.

Hef frekar gefið pening í hjálparstofnanir

Páll Einarsson, 11.12.2007 kl. 08:58

3 Smámynd: Júlía Margrét Einarsdóttir

Júlía Margrét Einarsdóttir, 11.12.2007 kl. 14:12

4 Smámynd: Heiðar Reyr Ágústsson

Það vantar fleiri listsköpunar betlara á Íslandi, gæti alveg hugsað mér að gefa þeim pening  ... en betlarar sem gera ekkert annað en að betla gef ég aldrei neitt  

Heiðar Reyr Ágústsson, 21.12.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband