Ævintýri á næsta leiti!

..jæja....

daenemark

Á morgun tekur við nýr kafli í lífinu því þá flyt ég til Danmerkur. Ég flýg um 7 í fyrramálið og lendi um 12 á Kastrup mínum nýja vinnustað. Ég verð að viðurkenna að ég er nokkuð stressaður fyrir þess öllu saman. Búinn að kveðja ættingja, vinnufélag og því miður ekki alla vinina. En það er stutt á milli lands og eyja eins og góð vinur minn segir.

 Ég ætla að reyna að vera duglegur að blogga frá kóngsins köben svo þið getið fylgst með mér og ég með ykkur því endilega kastið kveðju á mig hér í kommentakerfinu. Ég er einnig með skype, leitið af mér þar með því að slá Páll Einarsson og þá finnið þið mig, notenda nafnið er pallieinars.

Ætla ekki að hafa þetta lengra núna en blogga fljótlega frá köben.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ!

Jæja þá eru kosningarnar búnar og þú að fljúga út til kóngsins Köben.  Þarna bíður þín nýtt starf með fullt af tækifærum, það er ég viss um.  Svo er Köben bara svo frábær borg, hef samband ef ég verð á ferðinni, ekki spurning.

Annars ætlaði ég að segja, tusind tak, fyrir fallegu kveðjuna frá þér sem hangir hérna uppi hjá okkur, verður geymd vel.

Fylgist með þér.

Kveðja, Svanhildur.

Svanhildur KRkona ;-) (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 00:57

2 identicon

hæhó,

en spennandi, gangi þér allt í haginn :-)      

iðunn (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 09:29

3 identicon

Ætlaði svvoo að kveðja þig.. en bæti þér það upp með heimsókn í sumar... þarf nauðsynlega að komast til DK með viðkomu í Svíþjóð........ ;)

Gangi þér vel!!!!

Hanna Rósa (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 10:11

4 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Hæhæ. Náði ekki kveðja þig á Grandinu áður en ég rauk uppá Rúv. Hafðu það gott úti og í vinnunni á Kastrup. Verum í tvinna. Kveðja góð,

Magnús Már Guðmundsson, 14.5.2007 kl. 14:28

5 Smámynd: Júlía Margrét Einarsdóttir

ég væri niðurbrotin manneskja ef ég vissi ekki að ég er að fara að hitta þig í júlí.

það verður snilld.is.

Júlía Margrét Einarsdóttir, 14.5.2007 kl. 16:59

6 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Gangi þér vel Palli.. það var hressandi að hitta þig á Grandinu - eins og alltaf reyndar. Hlakka til að lesa snilldina frá þér áfram :) 

Brjóstaknús yfir hafið! 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 14.5.2007 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband