18.4.2007 | 22:13
undarlegt!
Ég fór á Hressó í dag, sat þar við vegginn sem snýr að Pravda. Sat með vinkonu minni að leita að íbúð í köben á alheimsnetinu. Fengum okkur sveppasúpu og ég bölvaði því í síðustu færslu að ég héldi að Hressó hafi ekki lækkað verðið í sínum matseðli.
Ég hjólaði svo uppí glæsibæ rétt eftir að eldurinn blossaði út.
Þetta er sorglegt. Finnst þetta mjög svo dapurt. Vona innilega að húsin verði endurreist í upprunalegri mynd. Uppbyggingin á Fjalarkettinum og gamla fógetanum er til fyrirmyndar og eigum við því að hugsa áfram og nýta þau tækifæri, ef svo að orði meigi komast, þessi eldsvoði hefur skapað.
![]() |
Slökkvistarfi lokið að mestu og hreinsunarstörf hafin í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Athugasemd:
Einhver keypti víst allan reitinn nýlega. Áhugi hefur verið fyrir því að fá að rífa eða flytja þessi gömlu hús og byggja ný og stærri...enda lóðin mjög verðmæt...- en leyfi ekki fengist. Ef húsin eyðileggjast í bruna má byggja stæri hús...= gróði. Lóðin er gífurlega verðmæt. Ótrúleg tilviljun? Reiknið nú út.
Jóhann (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 01:00
Já þetta hljómar ekki tilviljunarkennt! En hann gamli "góði" Villi fullyrti að það haldið yrði í þessi gömlu hús og þau endurreist.
hummm
Páll Einarsson, 19.4.2007 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.