frábært framtak!

Mér lýst vel á það að Hafnarfjarðarbær ætli að stækka útsendingarsvæði nýbúaútvarpsins svo kallaða. Mikilvægt er að nýbúar geti hlustað á fréttir og tilkynningar á sínu eigin tungumáli. Nýbúaútvarpið sendir út á fjórum tungumálum, pólsku, rússnesku, ensku og tagalog sem er tungumálið sem talað er á Filipseyjum. Einnig er mjög gaman að útvarpið er sent út frá felnsborgarskólanum á vegum fjölmiðladeildarinnar og er það mjög áhugavert samstarf.

Gaman að sjá hvað samfylkingin í Hafnarfirði er frjó og framsækin.

Meira svona segi ég bara. Mikivægt er að mínu mati að svona útvarpstöð náist um land allt. Í sumum sveitarfélögum er hlutfall nýbúa mjög hátt eins og má sjá á vestfjörðum og tel ég að þessi útvarpstöð sé mikilvæg í menningarlega séð.

 


mbl.is Nýbúaútvarp mun nást á öllu höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband