13.3.2007 | 10:37
Júróvisíjón!
jæja..
Þær fréttir frá Finnlandi voru að berast að búið er að draga um röðun keppenda í undanúrslitunum sem fram fara í Helsinki 12. maí næstkomandi.
01 | Bulgaria | 11 | Albania | 21 | Andorra |
02 | Israel | 12 | Denmark | 22 | Hungary |
03 | Cyprus | 13 | Croatia | 23 | Estonia |
04 | Belarus | 14 | Poland | 24 | Belgium |
05 | Iceland | 15 | Serbia | 25 | Slovenia |
06 | Georgia | 16 | Czech Republic | 26 | Turkey |
07 | Montenegro | 17 | Portugal | 27 | Austria |
08 | Switzerland | 18 | FYR Macedonia | 28 | Latvia |
09 | Moldova | 19 | Norway | ||
10 | The Netherlands | 20 | Malta |
Eiki okkar Hauks mun vera sá fimmti í röðinni, hvort að það sé gott eða slæmt veit ég ekki en líklegast munu júróvisójón spekúlara fara yfir það hvaða líkur séu á því að hann komist áfram miðað við að vera í 5. sæti.
Ég sá myndbandið í kastljósi í gær. Var ekkert alltof hrifinn af ensku útgáfuni! Skyldi varla samhengi textans og átti bágt með að heyra hvað hann var að syngja. Einnig var ég ekki sáttur að rauða hárið var orðið hálf brúnt. Vona að það hafi verið tæknibrellur því ekki getur Big read snúið baki við aðal sölumerkið sitt, eða hvað ? Svo finnst mér lagið ekki nógu kraftmikið! vantar smá páver í etta !
Lag frænda okkar Svía er nokkuð gott og tel ég að það gæti náð langt. Það er hljómsveitin the Ark sem flytur lagið "worrying kind"... njótið...
Reyndar hélt ég með laginu sem varð í öðru sæti í sænsku júróvisíjón keppninni. Söngvarinn Mans Zelmerlöw flutti lagið "Cara mia"... 100% júróvisíjón lag!
Athugasemdir
Framlag okkar til Eurovision keppninnar í ár er ansi slapt og slepjulegt að vanda. Það er nánast orðin hefð hjá okkur að velja alltaf það næstbesta eða þaðan af verra eins og núna. Við kórónum þetta svo með lélegu og hallærislegu myndbandi.
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 10:58
ég er sammála þér stefán!
svo var undankeppnin hræðilega slök. fanst eins og ég væri staddur á skólaballi og á móti sól var að spila. vantar páverið og kraftinn.
Páll Einarsson, 13.3.2007 kl. 23:45
Svíarnir eru flottir!
erlahlyns.blogspot.com, 15.3.2007 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.