þetta er allt sama tóbakið..

Nú er landspítalinn orðinn reyklaus vinnustaður eða það segja þeir.

Þegar ég labba heim, upp Eiríksgötuna, sé ég alltaf einhverja reykja á tröppunum á geðdeildarbygginguni sem snýr að Eiríksgötuni...gæti ekki verið augljósara.

Landspítalinn ákvað að bjóða þeim starfsmönnum sem reyktu upp á ódýr nokótínlyf til að geta minkað við reykingar eða hætt þar sem spítalinn átti að vera reyklaus 1. janúar síðastliðinn.

Fannst mér það skrítið að nikótínlyfin voru talsvert dýrari hjá spítalanum en apótekum bæjarins. það var þá tilboð. Hélt að spítalin gæti fengið magnafslátt. Eða mundi ekki reyna að svindla á sínum starfsmönnum.

það sannast eina ferðina enn að spítalinn hugsar lítð sem ekkert um sína starrfsmenn. Fáum ekki einu sinni jólakort.

..ég lýg, man að þeir hengdu upp eitt á hverri deild fyrir svona 5 árum. ljósritað svart hvítt þó að myndin hafi greinilega verið í lit.


mbl.is Nikótínlyf ódýrust í Skipholtsapóteki samkvæmt könnun Neytendasamtakanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hulda

Þessi vinnustaður er með ólíkindum. Þrátt fyrir lélegan rekstur árum saman er ennþá sama stjórnin. Einkafyrirtæki væri löngu búin að reka hana!

Auk þess finnst mér skrítið hvað þessi stofnun telur sig vera yfir Hæstarétt hafin, þ.e. að hlýða ekki þeim dómum sem á hana hefur fallið. En þetta eru náttúrulega læknar.................. 

Guðrún Hulda, 30.1.2007 kl. 09:50

2 Smámynd: Eva Kamilla Einarsdóttir

Mér finnst nú bara fáránlegt hvað þetta bannað-að-reykja-æðið hefur gengið langt, jújú, gott ef fólk þarf ekki að vera stanslaust umkringt reyk ef það vill það ekki, en að það megi ekki einu sinni á lóðinni, það finnst mér full langt gengið

Eva Kamilla Einarsdóttir, 30.1.2007 kl. 11:44

3 Smámynd: Páll Einarsson

það er alltaf verið að hugsa fyrir okkur því við erum of vitlaus að gera það sjálf.... meina það kjósa allir íhaldið aftur og aftur... það þarf stundum bara að hugsa fyrir fólk ;)

Páll Einarsson, 30.1.2007 kl. 12:01

4 Smámynd: Kolla

Ég er sammála, þetta bannað að reykja hér og þar æði er alveg út í hött. Eins og þegar það var bannað að reykja á veitingarstöðum og skemtistöðum hérna í Noregi, fólk hætti bara að fara út. Þannig að maður situr uppi með partý langt fram á nótt, aumingja nágrannarnir.

Svo voru norðmenn að spá í að setja ný reykingarlög, bannað að reykja innan við 5 metra frá öllum opinberum byggingum, þar á meðal strætóskýlum. Þannig að ef maður býr innan við 5 metra frá strætóskýli máttu ekki reykja

Vona að Ísland geri ekki eins og Norðmenn 

Kolla, 30.1.2007 kl. 12:38

5 Smámynd: Páll Einarsson

hahaha... findið... 

en það yrði eitt gott við þetta! kallarnir hjá rúv sem leituðu að sjónvörpum hjá fólki geta geta fengið vinnu við að athuga hvort að menn séu að reykja heima hjá sér en samt í 5 metra nálægð við opinbera byggingu. ég bý við hliðina á spítalanum...en ég reyki ekki..sjúkk et !

Páll Einarsson, 30.1.2007 kl. 12:59

6 identicon

ee

camilla heimisdottir (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband