UPPRISA DAUÐANS !

...jæja

ástæða bloggleysis hefur ekki verið vegna þess hversu vinsæll ég er hjá fína og fræga fólkinu eins og myndirnar sýna hér fyrir neðan.........

 

DSC09269
Hef verið upptekinn að dansa á tónleikum kæli mínóg undanfarið. Enda killer á dansgólfinu

 

DSC09274
Ástarlífið hefur loksins blómstrað !
DSC09277
ópra vill endilega fá mig í þættina sína undir heitinu
"The icelandic Bitter bitch tells the truth...the whole truth"

 

 

.....Ég hef líka bara verið alveg skelfilega upptekinn ! Nóg að gera í vinnuni og verið að njóta lífsins. Veit ekki alveg hvort að ég hafi þolinmæði að halda út svona bloggi og veit ekki alveg hversu margir kíkja hingað inn.

Annars til að sömmera síðustu vikur:

Amsterdam var æði, Ásgeir og Pétur snillingar með meiru og var ég ánægður að vera úti akkúrat þegar Ásgeir fékk djobb hjá dansflokki á Spáni og svo var ég að frétta að hann væri kominn með styrk frá einhverju fyrirbæri í Vín og yrði þar í sumar ! SNILD ! Hitti svo Hörpuna mína og var það ósköp ánægjulegt. Leystum gömul leiðindi og kynntum undir vinabálinu

Fór í útskrift hjá Kalla mínum hér í köben og hitti þar Árna félaga sem er að spá að koma hingað til okkar í nám. Sturtuðum við í okkur nokkrum ískrab skotum og jahhh... langt síðan ég hef verið fullur 3 daga í röð. vissi ekki að ég hefði þetta í mér en eins og mér var kennt í sunnudags skólanum.....æfingin skapar meistarann ! Reyndar varð ég ekkert fullur á 3 deginum.. líklegast kominn yfir öll mörk áfengsi...og kannski skynsemi?

Guðný stella í orlofi var hér í heimsókn og þvílíkt ríjúníon og gleði ! Hef bara ekki upplifað eins! Snillingar til staðar þegar við mætumst enda með ógurlega nördalegar sögur frá árum okkar í flensborg...drekkandi TAB, borðandi eggjasalat samloku, Hlæja óstjórnlega hátt, horfa á Stellu í orlofi og happy gilmore og bara nördast !

Kem svo heim í gott frí til Íslands í maí næ nokkrum djamm helgum, vona bara að stuðið sé en til staðar !

Bróðir minn kemur svo núna í næstu viku og mamma og pabbi í byrjun febrúar svo nóg að gera !

Svo er ekkert sniðugt að tosa í reymarnar á úlpunni sinni til að herða hettuna vegna vinds og roks sérstaklega þegar maður er með ipod í eyrunum.... tosaði í vitlausa snúru ... og já.. gargaði líka enda mjög viðkvæmur eyrnamaður ! bið alla á Nörreport station afsökunar á óvenju kvennlegu öskri!

Bæ þe vei! hvað er málið að senda illa tannaða alkóhól syndróms barnið friðrik ómar og bakröddina regínu í júró?

 

óver an át !

p.s.

Ef þið eigið leið um amsterdam þá skuluði endilega fá ykkur Síld í brauði með öllu (lauk og súrum gúrkum) .... pulsur/pylsur hvað !

DSC09299

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

plís ekki hætta með bloggið þitt það er svo ógeðslega fyndið, ég tjekka næstum á hverjum degi hvort það sé komið eitthvað nýtt :) híhíhí.  þó þú bloggir bara einu sinni á mánuði.... hang in there (eins og þeir segja).

kyssikyssi 

tóta hellubrautar (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 22:47

2 identicon

gúgú...ekki hætta að blogga vinur :)
-hlakka til að sprella með þér í maí...!

Sigurveig (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 23:42

3 identicon

tak for sidst skat!

Æðislegt rejúníon :)

guðný birna (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 11:29

4 identicon

úff.. skyndibitinn er enn ógirnilegri en fyrri lýsingar gáfu til kynna!!! held ég segi pass!!

..og áfram Martin!!

Hanna María (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 14:28

5 Smámynd: Júlía Margrét Einarsdóttir

Myndin af þér á trúna við Oprah er bara of góð sko, þú ert snillingur.

Júlía Margrét Einarsdóttir, 17.3.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband