8.12.2007 | 09:13
Um að gera að kvarta !
jæja..
fór í malmö í gær með Hönnu maríu og erlu. Alltaf gaman að fara til malmö!
Erla var í verslunarleiðangri svo ég dró Hönnu með líka svo ég sæti ekki einn á pöbbunum að djúsa. En hvaða pöbbum ? Það tók mig ár og öld að finna stað sem selur vín... ég hef þó nef fyrir slíku !
Svo sáum við stað sem hét "pickwick pub" og muldraði ég "ef hann opnar ekki síðan fyrr en 3 þá ber ég þá" ....... þeir voru heppnir að hann var lokaður og opnaði ekki fyrr en 3.
Við röltum á annan bar sem hét bar en seldi bara kaffi... þvílík svik og vonbrigði. Minnir mig á þegar ég var í stokkhólmi og labbaði með 10 verslunarpoka inn á eina lausa kaffihúsið og sagði "einn svell kaldan bjór TAKK" .... afgreiðslukonan leit á mig, brosti go sagði "þetta er kaffihú ekki bar"
bölvaðir!
En fórum svo að lokum aftur til pickwick pub þegar hann opnaði. Fíansti staður, breskur andi og vínandi þar innandyra. Svo var miði á borðinu þar sem viðskiptavinir voru beðnir að skrifa niður kvartanir ef þær væru einhverjar og skrifa undir með fullu nafni og heimilisfangi. Í stað þess að "gnísta tönnum af pirringi". Ekki mundi ég skrfia fullt nafn og heimilsfang...held að það sé bara ósk um að fá handrukkara eðda handkvartar í heimsókn....
tjá !
Athugasemdir
ehemm... þar sem þú varst svo æstur yfir opnunartímanum þá ákvað ég að fylla út 1 stykki kvörtunarblað í þínu nafni - gleymdi bara alveg að segja þér það.... en... þeir fara nú varla að senda sænska handrukkara til Köben ha??
Svo var ég beðin um að koma með ábendingu um staðreyndavillu á forsíðu þessa bloggs sem marga svíður að sjá. Fyrir hönd 27 ára fólksins er þess óskað að þú segir satt og rétt frá aldri þínum!!!!!
hmj (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 09:41
Sæl Hanna maría sú sama og varð ofurölvi þegar jóla túborginn kom í bæinn...hélt víst að hann væri bara seldur í einn dag og drakk því aðeins of mikið....sem er reyndar vanin hjá þér...... EENNNN....
Ég lýt þó út fyrir að vera á mínum aldri annað en þú frú grafarbakki ! :D
Páll Einarsson, 8.12.2007 kl. 10:59
vó!! allt í lagi hr. viðkvæmur!! vissi ekki að þetta væri eitthvað tabú hjá þér!! aldur - galdur...
kv. frá frú grafarbakka! ;)
hmj (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 11:10
veit einhver hvernig maður blokkar lesendur ? eins og til dæmis hönnu maríu ? bara spyr....
Sama Hanna maría og tók "óvart" út 5000 sænskar krónur í stað 500...big spender !
Páll Einarsson, 8.12.2007 kl. 16:15
Er Danmörkin búin að gera þig svona æstan? Þú varst nú alltaf hálf árásargjarn og uppstökkur fyrir en þetta virðist hafa versnað eitthvað þarna úti... Maður fær bara gæsahúð.
Björg S.H. (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 02:48
ég hef nú bara verið að sína mínar góðu hliðar..... susss ummm sveiiii............
Páll Einarsson, 10.12.2007 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.