26.11.2007 | 09:23
Tími til komin !
.....jæja.....
Hérna kemur eitt fyrirfram áramótaheit! Ætla að blogga oftar en ég hef gert hingað til. Hef nú sagt þetta áður en ég veit að vinir mínir um allan heim blóta mér daglega fyrir bloggleysi enda er ég óvenjulega vinsæll maður.
Dreymdi draum í nótt. Er ekki en viss hvort að það hafi verið martröð. Ég var fastur í twistinu! ég twistaði allan draumin og var með þykkt og mikið tínu törner hár. Ég gat bara ekki hætt að twista. Var twistandi í vinnuni, í metróinu, á strikinu. En enginn virtist taka eftir því. Öllum var sama. Fannst það miður. Kannski voru twisthæfileikarni mínir ekki til að taka eftir ?
Vaknaði með höfuðverk enda var ég á flegiferð í draumnum og líklegast í svefni líka því lakið var farið af rúmminu þegar ég vaknaði og 2 af 3 sængunum komnar hálfa leiðina úr sængurverinu.... smart!
Annars er lífið ljúft, nýja íbúðin er virkilega fín og á besta stað í bænum. Hef það mjög fínt þar. Er að vinna í því að gera hana heimilislegri.
Óskaði um daginn eftir handknúni klakamulningsvél viti menn, fékk hana samdægurs í pósti frá Hönnu Rósu. Mikill fögnuður hér á vendersgade get ég sagt ykkur ! bjó strax til mohito og þvílíkur mohito..... :)
ætla að fara að taka til !
Blogga fljótt aftur og einnig segi ég kannski frá einhverju meira áhugaverðu :D
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.