Glædelig jul og godt Tub'ar

Kannski snemt að segja þetta ?

Ég er þó ekki eins snemma í því og IKEA. Eina sem kaupmenn virdast gera núna er að keppast um hver muni ná að auglýsa jólin fyrr. Þegar ég var að rúnta á klakanum núna um daginn (27. október) þá heyrði ég auglýsingu um að Stekkjastaur væri í blómaval. Hvað á þetta að þýða ? ? Að draga karl aumyngjan svona snemma til byggða, fær hann enga hvíld kominn á þennan aldur? Kapitalsimsinn er grimmur....

Annars er ég kominn í flatlendið og mun halda upp á afmælið mitt í kóngsins köben. Hélt ég væri að verða 29. ára en fattaði svo að ég er að verað 28... best afmælisgjöf í heimi! græddi heilt ár :D

Ef þið eruð í köben og viljið kíkka á mig næsta lau endilega skiljiði eftir komment.

Ein vinkona mín datt svo illa í það 2. nóvember, drakk yfir sig af jólabjór.... misskyldi þetta e-ð. Hélt að það væri bara hægt að fá þennan bjór þann daginn. En sem betur fer er hann til fram að jólum. Held að hún hafi samt drukkið yfir sig........ sem þýðir meira fyrir mig .... hehehe... :)

 Túlelú


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið Palli!

Gaman að segja frá því að ég flýg yfir þig á laugardaginn. Ég er að fljúga frá Stokkhólmi til München og ég skal hugsa til þín þegar ég er yfir Köben!

Ernir Erlingsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 09:49

2 Smámynd: Páll Einarsson

Þakka þér fyrir það. Eigum við svo ekki að reyna að hittast bráðlega ?

Engar vegalengdir hérna, styttra en frá Hafnarfyrði til Grindavíkur og líklegast ódýrara :D

Páll Einarsson, 6.11.2007 kl. 12:06

3 identicon

hann á afmæli í DAG!

þessi sem skrifaði á undan var að svindla, þú áttir ekkert afmæli 6. nóvember   þannig að ég er besta vinkona þín af því ég mundi eftir því á réttum degi (reyndar örugglega í fyrsta skipti ever)  :)  allavega hafðu það gott í dag og ef þú átt leið framhjá Hagley Road 207a í dag þá skal ég glöð baka fyrir þig köku.

kysskyss! 

tóta hellubrautar (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 00:10

4 identicon

Innilega til hamingju með daginn!! Njóttu hans vel

guðrún karlsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 10:57

5 identicon

Hæ hæ og innilega til hamingju með afmælið í gær dúllan mín. Vona að þú hafir skemmt þér vel og haft það gott. Fylgist alltaf með blogginu þínu.

Kveðja af klakanum

Jóna (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband