30.10.2007 | 17:59
æ dónt spík æslandik!
...jæja..
Þetta er nú skrítið. Búinn að vera í um viku á Íslandi og í meirihluta þeirra bakaría, kaffihúsa, búða og söluturna sem ég hef átt viðskipti hafa starfsmenn ekki skilið íslensku. Ég er ekki á móti því að fólk komi til landsins og stundi hér vinnu. Verð samt að viðurkenna að það er sárt að geta ekki fengið það sem ég vil á íslensku og stundum skilur fólkið ekki einu sinni ensku (lenti í því á kaffihúsi og bakaríi). Ég er nú alltaf hin hressasti og jákvæðasti og hef svarað fólkinu á íslensku og oftar en ekki talað hægar og jafnvel skýrar til að aðstoða það til að skilja mig svo það geti skilið fleiri.
Er ekki hægt að gera e-ð í þessu samt ? Finnst þessi þróun ekki landinu og íslenskri túngu til frama.
Nú eru mjög margir sárir og pirraðir yfir littlu 10 negrastrákunum og ævintýrunum þeirra. Ég hef mjög gaman af þessari sögu og hugsa að ég kaupi bókina. Skemmtilegar myndir og kvæðin líka. Skil ekki að fólk vilji banna þessar bækur úr skólum og leikskólum. Ég tel ekki að þær stuðli að fordómum. Þær hafa verið til á bókasöfnum og sumum leikskólum til þessa en ekki hafa þær ýtt undir fordóma hjá ungu fólki.
Afi minn söng í tvígang, málaður svartur í framan, 10 ára gamall kvæðin um negrastrákana á barnaskemmtun á þórshöfn á langanesi og það eru um 65 ár síðan. Ekki er afi minn fordómafullur eða aðrir ættingjar mínir sem hafa alist upp við þessa bók. og uppáhalds sölukonan hans í bónus er svört.
Eigum við ekki að anda djúpt og athuga hvort að við sem ólumst upp við þessar bækur séum fordómafull gagnvart svörtufólki? Ef svo er ekki þá tel ég ekki að við þurfum að banna þessar bækur.
Lifið heil....
Athugasemdir
Hei Palli,
Kíktu endilega á greinina í Fréttablaðinu í dag um negrastrákana tíu. Hún fær mann til þess að hugsa sig tvisvar um áður en maður stekkur út í næstu bókabúð..
By the way.. liggur leiðin eitthvað upp í Grafarvog næstu daga? :)
guðrún k (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 10:51
ég er alfeg sammála þér palli... en maður er bara skíthræddur við ða segja það, allir verða brjálaðir og kalla mann rasista!
ég er nefnilega alfeg handviss um að það er EKKI skoðanafrelsi á íslandi. það er bara skoðanafrelsi fyrir "réttar" skoðanir....
tóta hellubrautar (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 13:25
ég get ekki betur séð en að þessi bók sé á metsölulista bókabúðanna.. það segir allt sem segja þarf.
guðrún k (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 19:27
Nú vinnur þú í búð í Danmörku, talar þú lýtalausa dösnku?
Júlía Arad.
Júlía Aradóttir. (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 13:55
Ekki lýtalausa Júlía en ég tala dönsku.
Hefði aldrei tekið að mér þessa vinnu ef ég hefði sagt við danina "góðan daginn" á íslensku eða "good day" á ensku. Finnst það ekki passa enda ætla ég að búa í danmerku um óákveðin tíma. Svo er enginn að tala um að fólk eigi að tala lýtalausa íslensku. Ég sjálfur mismæli mig oft og fer ekki alltaf vel með íslenska túngu en fólk skilur mig. Fólk má fyrir mér tala bjagaða íslensku eða með sínum hreim. Pirrar mig ekkert finnst það bara frábært.
Sjálfsagt er að fólk komi hingað að vinna en finnst líka sjálfsagt að það tali við okkur sem sækjumst eftir þjónustunni á íslensku. Það getur svo talað sitt tungumál hvenær sem er.
Mér finnst það ekki rétt þróun að í flestum búðum eða matsölustöðum sem ég hef farið á er töluð við mig enska eða stundum hef ég ekki skilið starfsmennina. Ég tala sjálfur ávalt til baka íslensku og hef leiðrétt þá sem ég stunda viðskipti við og hafa þau flest öll þakkað mér fyrir það.
Við kunnum ekki öllu ensku. Hvorki afi minn og amma eða sumir vinir mínir á mínum aldri. Afhverju eiga þau að vera vandræðaleg og geta jafnvel ekki verslað þá hluti sem þau þarfnast? Finnst það ekki rétt.
Fyrirtækin eiga að redda íslensku kennslu fyrir þá sem koma erlendis frá. Efast ekki um að það sé erfitt að koma í nýtt land og skilja ekki tungumálið og þurfa að reyna ða bjarga sér á ensku og finna jafnvel fyrir neikvæðum viðbrögðum okkar íslendinga sem verður að passa.
Höfum það öll gott.
Páll Einarsson, 1.11.2007 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.