Ég er meir maður......

..jæja....

Margir spyrja mig nú afhverju ég sé með mynd af gamalli og bitri konu á msn hjá mér. Þetta er Pauline Fowler úr Eastenders.

 

pauline

Hér áður fyrr horfði ég alltaf á Eastenders, breska sápu(óperu), á BBC þar sem mamma og pabbi voru með fjölvarpið. Sunnudagar voru góðir dagar, þá lá ég í sófanum og horfði á Eastenders maraþon, allir þættir vikunar sýndir í einni bunu.

Þetta eru virkilega góðir og vandaðir þættir. Fjalla um venjulegt fólk í venjulegum aðstæðum. Þeir hafa oft tekið á skarið og fjallað um málefni sem ekki er fjallað um í öðrum þáttum. Það var frækt hérna fyrir nokkrum árum þegar þeir fjölluðu um heimilisofbeldi og voru þeir þættir svakalega sláandi. Þeir hafa fjallað um samkynhneigð, óléttar táningsstúlkur, tilraunir til sjálfsvígs, líknardauða og svo margt annað.

Hér í danmörku náði ég nú að kinnast Eastenders aftur. Finn þá hérna á einni stöð. Þá tók ég strax eftir því að nokkrar persónur voru horfnar og aðrar kominn í staðinn. En það var ein persóna sem ég saknaði mjög. Pauline Fowler! Ég komst svo að því að hún hafði dáið. Varð ég nokkuð leiður þar sem þessi persóna var búin að vera í þáttunum frá því þeir byrjuðu og var ósköp venjuleg verkakona sem hugsaði ávalt fyrst um fjölskylduna sína. Hún virtist oft grim og bitur en sagði bara það sem lá á henna hjarta og var ekkert að fela það. Maðurinn hennar Arthur heitinn var dáinn, tvíburabróðir hennar var einnig dáinn, dóttir hennar bjó í ameríku, annar sonurinn lést úr alnæmi og yngsti sonurinn að giftast Sonju og var Pauline ekki sátt við það eins og sést í þessu vídeói hér fyrri neðan.

Vandinn með þetta vídeó er að það er ömurlegt lag undir en mana ykkur að horfa á þetta. Þið sjáið strax hversu góð kvikmyndatakan er. Leikurinn einnig frábær og öll smáatriði út pæld. Þetta er ekki eins og glæstar vonir og gæding læt þar sem allt fjallar um ríkt fólk á framabraut og ekkert gerist fyrir utan kvikmyndaverið. Eastenders er byggt upp á stóru svæði og er leikið bæði utan og innan dyra. Man í einu atriði voru 2 konur að tala saman og sást þá önnur labba bak við þær í búð og koma út með matvörupoka og sást hún svo labba heim til sín. Hún sagði ekkert heldur var hún bara að versla inn. Þessi smáu atriði gera þáttinn raunverulegri að mínu mati.

Ég varð allavegana leiður þegar ég sá þetta vídeó...enda í tengslum við tilfinningarnar mínar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband