MSN nöfn....

jæja......

Fór yfir Msn listann minn áðan. Hef alveg nokkuð marga kontakta þar inni. Tala oft við suma og aðra tala ég aldrei við en eru samt á listanum. Nota vanalega MSN sem hálfgerðan símsvara. Ég er nánast alltaf online og þegar ég kem heim á daginn þá sé ég oft skilaboð frá hinum og þessum.    

En það sem mér finnst oft skemmtilegast er að sjá hvað vinir mínir nefna sig. Hér eru dæmi:

Ernir - I have a cunnig plan...

Ester - ..."smáríki er ríki sem á knattspyrnulandslið sem liggur í nauðvörn á heimavelli einum manni feliri"....

Aldarfjórðungurinn

Elva dögg - Malli biður að heilsa

Hulda- jæja farinn að drekka bjór...

Kristján - hýrari en sjálf jólin..

Miss lazy Cow Finnbogadóttir - Ó borg mín borg...

Sigurves - Haust er best

 

viltu koma á msn-listann minn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm, mitt nafn er dregið af Blackadder þáttaröðinni sem gerist í fyrri heimstyrjöld. MSN myndin mín er einmitt með mynd af honum Baldrick fyrir þá sem þekkja hann. Hann er einmitt þekktur fyrir að segja iðulega "I have a cunning plan....". Ástæðan fyrir því að ég valdi þetta núna er að ég er einmitt nýbúinn að rifja upp blackadder og mér þótti þessi setning passa vel við líf mitt því ég þykist hafa góða áætlun um þessar mundir.

Væri gaman að heyra hvaða ástæður hitt fólkið hefur fyrir nafnavalinu sínu.

Og, já Palli, ég les bloggið þitt. :)

Ernir

Ernir Erlingsson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 07:54

2 identicon

Já, fjúff....gott að þú útskýrðir þetta fyrir okkur, maður fékk það á tilfinninguna að maður væri ekki svara verður ;) heheh

 en nú veit maður betur

Kalli (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 09:05

3 identicon

Sælir.

Ég kíki alltaf reglulega á bloggið hjá þér, gaman að fá að fylgjast með þér í útlandinu. Ég hefði ekkert á móti því að fara á MSN-listan hjá þér, væri gaman að geta "heyrt" í þér hljóðið annað slagið.

Kv. Aðalsteinn

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 15:09

4 identicon

Ég fékk úthlutað því ótrúlega asnalega netfangi sigurves@landspitali.is
...vinum mínum fannst þetta lýsandi og viðeigandi en ég er að sjálfsögðu ósammála þar sem ég tel mig eindæmum lausa við allt vesen.
Hins vegar hef ég gefist upp í baráttunni við tölvudeild LSH um að fá nýju úthlutað (þeir segjast ekki hafa tíma til að sinna dyntum starfsfólks) og hef ákveðið að láta mér þetta bara lynda...

Sigurveig (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband