Kvíðakast ?

jæja,

Núna er ég fluttur frá Kirkjugarðsvegi númer 15, átti góðar stundir á grafarbakkanum.

Fæ aðra íbúð í mánuð frá og með 17. september sem þýðir að núna er ég á hóteli. Ákvað að skella mér á hótel og slaka aðeins á enda búið að vera nóg að gera síðustu vikur.

Ákvað að skella mér á DGI-Byen, en ég vann á því hóteli sumarið 2001. Þetta er ráðstefnu, tómstundarhús og hótel. Hér er sundlaug, klifurveggir, keilusalur, gufa og margt annað. Ég þreif ekki herbergin hér 2001 heldur keilusalin, gufuklefana og skrifstofurnar.

Ég fékk reyndar nett kvíðakast þegar ég var búinn að panta herbergið. Fór að spá hvort að einhver þekkti mig nokkuð frá því 2001. Ég var góður starfskraftur þennan eina og hálfan mánuð sem ég vann á þessu blessaða hóteli ...en!

Guðbjörgin mín átti afmæli og við fórum á Sebestian að fá okkur nokkra bjóra. Þórhallur kom svo til okkar og hófst mikil og góð vinátta milli okkar þriggja og einnig mikil drykkja á virkumdegi. 

Eftir margra tíma djamm fengum við okkur kebab á strikinu. Var ég nokkuð ölvaður og átti að mæta í vinnuna 2 tímum síðar. Ákvað ég að skrifa uppsagnar bréf. Var ég með skrfiblokk með mér og skrifaði á dönsku að ég þyrfti að hætta og kom með einhverja fáránlega ástæðu. Þurfti að skrifa nokkur eintök þar sem ég skrifaði oftast allt á ská....enda fókusinn ekki í lagi og hafði annað augað lokað til þess að sjá betur.

Hljóp svo með bréfið inn í hótelið og fór heim. Vaknaði daginn eftir á HRÆÐILEGUM fyllerísbömmer!

Hef ekki þorað að fara nálægt þessu hóteli síðan júlí 2001!

......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við gistum einmitt á þessu hóteli í júní, alveg ágætis hótel en sundlaugin er held ég sú besta sem ég hef komið í :)

Kveðja af klakanum

Bergljót (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 18:45

2 Smámynd: Páll Einarsson

Sælust ! :O)

Gaman að heyra frá þér og vona að allt gangi vel. Alveg ágætis hótel en ég dæmi hótel oftast af morgunverðar hlaðborðinu og það var ekki gott :/

Páll Einarsson, 17.9.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband