Það er svo gaman að brosa!

...jæja... 

Það er hægt að segja margt um danina en eitt er að þeir eru alveg ágætlega kurteisir.

Sat í dag á kaffihúsi og var djúbt hugsinn. Það var e-ð að angra mig. Fékk mér eina möffins og kaffibolla og lét hugan reika. Ég leit í kringum mig og allir brostu til mín, það komu nýir kúnnar og þeir brostu líka. Ég var auðvitað hálf vandræða legur í fyrstu og hélt að ég væri með e-ð framan í mér (annað en bólu dauðans).

Svo fattaði ég þetta. Það er svo gaman að brosa. Eitt bros lætur manni oftast líða vel og svo getur það gert meira, látið öðrum líða vel. Hvað stoppar mann að brosa til annara þó að maður þekkir þá ekki?

Mér leið vel. Brosti til móti og naut þess að sötra á kaffinu og narta í möffins.

Svo brostu... þú færð það í bakið :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlía Margrét Einarsdóttir

Júlía Margrét Einarsdóttir, 12.9.2007 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband