Stokkhólmur ! !

Jæja gott fólk, loksins fór ég til Stokkhólms!

Já, ég er búinn að bíða eftir því að komast til lands ljóshærðu englakroppana. Var þar síðast haustið 2005 hjá honum Ásgeiri mínum og var það ógleymaleg ferð. Ég og vignir fórum saman í lest frá Kaupmannahöfn til Stokkhólms og skönduluðumst aðeins....svona eins og okkur 3 er einum lagið.

Eftir þá ferð hef ég setið heima með vatn í munninum í hvert skipti sem hugur minn hefur leitt til Stokkhólms. Mig hefur langað að sjá borgina að sumri til lengi.

Hanna Rósa vinkona mín er núna í heímsókn hjá mér. Lenti síðasta föstudag og við ákváðum að leigja okkur bíl og skella okkur til stokkhólms. Það tók um 7 tíma að keyra alla leiðina en margt var að sjá og vorum við á 7 manna glænýjum fjölskyldubíl.

DSC08573

Komum rétt fyrir miðnætti til stokkhólms og rúntuðum svona í nokkra tíma til að leita af hóteli....nánar tiltekið 3 !!  Það var einhver helvítis tískuvika og allt fullt. En að lokum fengum við alveg æðislegt hótel. Kostaði bara um 8300 íslenskar fyrir okkur bæði nóttin með morgunmat! það var stórt svefnherbergi með hjóna rúmmi og stór sér stofa með svefnsófa. Tók svo bara 10 mín með lest niður í miðbæ. Gætum ekki verið heppnari. Svo var auðvelt að smygla philip inn...

 ....já já, loksins hitti ég philip aftur, mér og honum til mikillar gleði. Ósköp indæll og almennilegur strákur. Hver veit hvað getur gerst? styttra milli Köben og Stokkhólms en Íslands og Stokkhólms.... bara krossa putta!

En ferðin var frábær, stokkhólmur er virkilega hlýleg, skemmtileg, indæl og spennandi borg. Svo margt að sjá. Hún saman stendur af mörgum eyjum sem eru tengdar skemmtilega saman. Útsýnið er frábært. En hérna í köben er bygt miklu þéttar enda ekki eins stórt og sér maður ekki eins mikið. Við fórum í bát siglingu sem var ógleymanleg.

Auðvitað djömmuðum við, pripps blár (ekki pilsner) í öll mál, mohito og jagermaster í redbull. Mikið sukk en vorum samt siðsamleg.... okkur fannst það. Vorum reyndar stoppuð á leið á einn stað og spurð hvort við værum nokkuð of ölvuð.... en sluppum inn...hehehe

 

DSC08525
setningin á blaðinu á auðvitað við mig
"you are not drunk if you lie on the floor without holding on"

Hanna tók íslensku verslunarkonuna á þetta. Verslaði eins og brjálæðingur fyrsta daginn. Enda er meira úrval í Stokkhólmi og skemmtilegar búðir. -Eg hélt aftur að mér. Verslaði þó auðvitað sænskan túrista varning.

Nú reikar hugurinn til Stokkhólms af svo mörgum ástæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já stokkhólmur er æði og svoooo falleg!! greinilega vel heppnuð ferð hjá ykkur..

 missjú

guðrún

guðrún karls (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband