16.8.2007 | 17:59
skál....klósetskál
Jæja...
Manni hefnist nú fyrir að vera almennilegur! Dýrleif vinkona og vinnukona var á kvöldvakt og hafði verið nokkuð mikið veik nokkrum dögum áður. Svo engilinn ég ákvað að koma um 8 og leifa henni að fara heim að hvíla sig. Nóta bene þá er opið alla daga ársins frá 07:00 til 22:00...bara stuð!
Ég hjólaði á nýja hjólinu mínu upp á völl. Var klæddur í stuttbuxur og bol og setti vinnufötin, töskuna og símann minn í körfuna framan á hjólinu. Kom í vinnuna og fór í gegnum öryggishliðið. Dýrleif brosti til mín sæl að sjá mig. Ég rétt heilsaði henni og fór svo á karlaklósettið til þess að skipta um föt.
Ég lokaði að mér, og fór úr bolnum mínum og tók skyrtuna mína upp úr hjóla körfuni minni. Þá sá ég e-ð svart skjótast upp í loftið.... það var síminn minn!! Ég reyndi að grípa hann en hann rann alltaf úr höndum mér og endaði beint ofan í klósettskálinni ! !
Til að gerag langa sögu stutta þá er ég kominn með nýjan síma en sama númer.
Athugasemdir
Mögnuð saga :) Skál!
Magnús Már Guðmundsson, 16.8.2007 kl. 22:58
eeeewwwww !
Vlaa (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 09:24
hæ sæti sæti.
langaði bara að segja hæ og þú ert sætur eins og alltaf :)
er heima í vesturbænum að sækja um lán... síður en svo það skemmtilegasta sem ég veit um. "yfirlit allra lána" hvað í andskotanum? er ekki bara að reyna ða hrekja mann til sjálfsvígs með svona hrottaskap?
og "launaseðla síðustu 3 mánuði" hvaða launaseðla?
en jæja... þetta verður víst að gerast vilji ég eyða svona miklu, haha! :)
lovjú darling (er orðin soldið væmin af öllu þessu braski)
tóta víóla (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.