Heimsóknir..

....Jæja

Það var mjög gaman að fá mömmu og pabba í heimsókn í júlí. Fannst tíminn bara líða of hratt. Náðum þó að gera margt mjög skemmtilegt. Ég var reyndar veikur og slappur fyrstu 2 dagana, hafði verið veikur dagana áður. Notalegt að fá heimsókn.

Svo komu þau auðvitað færandi hendi. Amma ásta hafði bakaðs svona 30 skonsur og töfrað fram rækjusalat. Þvílík hamingja. Kleinurnar hennar voru ekki heldur óvelkomnar. vá hvað ég sakna að fá hafragrautinn hjá ömmu, smakka á súru sviðalöppunum, hrútspungum, kjömmum hans afa eða þá heimabakaða brauðið hennar ömmu. Svo gerir afi bestu flatkökur sem ég hef fengið Frysti-KISTURNAR hennar ömmu eru fullar af gómsæti. Að sitja á Bergstaðarstrætinu fá sér graut með ömmu og afa og hlusta á sargið í gufunni er alveg ómissandi.

Þau eru dugleg að hringja og skrifa mér handskrifuð bréf og ég hef einnig skrifað þeim nokkur til baka. Að setja og lesa alveru handskrifabréf er bara mun huggulegra og skemmtilegra en ég hafði ímyndað mér.

 

DSC08410

 

Nú styttist í Hönnu Rósu. Kerlan stoppar í 2 vikur, ekki amarlegt það. Ætlum að skreyta bæinn og stimpla okkur rækilega inn í djamm lífið hér í köben og jafnvel víðar. Erum spennt að leigja bíl og skella okkur til stokkhólms. Hver veit! Þegar við erum saman þá verður lífið mjög einfalt, ekkert volæði eða vesen. Bara lýta á björtuhliðarnar og skemmta sér.

kveðja,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband