versló !

Sumarið er komið... eða svo vriðist vera. Góð spá framundan og danirnir eru orðnir léttklæddari og brosmildari. Búið er að taka niður afsláttar auglýsingar í búðum en það stóð á þeim "Sundföt 50% afsláttur" og "Allt fyrir ströndina 50%" þar sem kaupmennirnir sjá núna von á að græða á landanum hafa þeir tekið niður skiltin og vonast til að selja sinn lager af mörguhundruð bikíníum.

Fékk símtal eina nóttina. Líklegast um 3 og var ég að fara á morgunvakt sem þýddi að ég þurfti að vakna klukkan 5:40.

Í símanum var Júlía Margrét vinkona mín. Hún sagði með ljúfri og róandi röddu "Palli...palli minn,  var ég að vekja þig? þetta er Júlía. Vildi bara láta þig vita að mér þykir svo vænt um þig" Ég náði rétt að segja hversu væntum mér þykir vænt um hana þegar hún sagði mér að fara aftur að sofa. Vá hvað ég svaf vel... fleiri svona símtöl gott fólk...meiga samt alveg vera á skikkanlegum tíma. En hún Júlía er allt annað en normið segir svo henni var fyrirgefið.

Datt aðeins í það í gær...lofaði sjálfum mér að drekka aldrei aftur meðan að ég ríghélt í klósettsetuna....... minnti mig svoldið á sunnudagana á Leifsgötuna. Held ég hætti að drekka allavegana í eina helgi...enda vinnuhelgi...mohhohoh... Hversu oft hef ég skrifað á blað og lofað sjálfum mér að drekka aldrei aftur... kannast einhver annar við þetta? Þarf samt að fara að hugsa betur um mig...vantar milta, botnlanga og nýra (sumir segja líka heila) og ekki vil ég að lifrin verði tekinn bráðlega hehe...

Fór heim til Dýrleifar um 4 í morgun og kom ekki þaðan fyrr en 21:00. Treysti mér ekki út. Tók metróið á leiðini heim og sat "öfugt" í henni og sá ferðina afturá bak.. hélt ég mundi deyja. Þegar ég kom að amagerbro þá var rúllustiginn og lyftan biluð og þurfti ég að rölta alla leiðina upp. Þetta var skelfilegt! ! ! Fór og keypti kók til að eiga og þurfti að labba þar sem bjórinn var .... var næstum farinn að æla... afhverju gerir mar sér þetta? .... við vitum öll svarið....og það er ekki alkóhólisti :D hahaha 

Fékk minn langþráða skemmtistaðasleik, Hanna rósa vinkona mín er mikill sérfræðingur í hinum ýmsu kossum og sendir mér oft sms með sínum kossa sögum. Það kom strákur á barinn og bað um kók, ég keypti kók og sagði... "heyrðu ég skal gefa þér kókina ef ég fæ koss" og viti menn eftir smá samningar viðræður komumst við að samkomulagi. Hann hélt nefnilega að ég gæti verið pabbi hans. En eftir að ég sýndi honum fram á að ég gæti það ekki þá smellti hann einum á mig.

Ég bið að heilsa... sit á hómer simpson boxerunum og horfi á tv...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, það er spurningin..af hverju gerir maður sér þetta?! Búin að vera ónýt í dag, segi við sjálfa mig að núna sé ég sko hætt að drekka..en neinei, hvað er ég að fara að gera eftir 3 daga? Nú, fara í 2 vikna djammferð til spánar auðvitað!! ;)

en þú ert krútt, sakna þín svooooo mikið!!

Evita (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 20:58

2 Smámynd: Páll Einarsson

viljastyrkur er ekki til í okkar orðabók... bara ákveðni... ákveðni að halda áfram að drekka ! :D

Páll Einarsson, 5.8.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband