flugvöllurinn rúlar !

Kastrup flugvöllur er mjög stór. Ég hafði áhyggjur af því að þetta yrði kuldalegur vinnustaður enda vinna þarna mörg hundruð starfsmennvið hin ýmsu störf. Flugfreyjur, ræstitæknar, öryggisverðir, lögregla, afgreiðslufólk, skrifstofu fólk og svo mætti lengi telja.

Kastrup flugvöllur er mjög vinalegur vinnustaður. Starfsfólkið á vellinum er mjög almennilegt. Búinn að kynnast hinum ýmsu aðilum. Starfsfólkið í Pilgrim er æðislegt svo og ræstikonan okkar og asísku stelpurnar sem vinna að þrífa borðin á veitingastaðnum.

Minn fyrri vinnustaður var mjög lítill og kósý og verð ég að segja að ég upplifi svipaða stemmingu þarna, þó ekki eins. Samstarfsfólkið mitt í búðini er auðvitað gullmolar en svo er mjög ánægjulegt hversu allir aðrir eru almennilegir. Bjóða góða daginn, heilsa manni og spjalla.

Það sem er merkilegt við Kastrup er tilkynningarkerfið. Það er alltaf verið að kalla upp farþega sem flugvélarnar eru að bíða eftir.

"This is a personal call for passanger Gudjonsson traveling with icelandair to Keflavik is asked to come to gate B4 the plane is ready to leave"

Já og oftar en ekki virðist það vera íslendingarnir sem láta vélarnar og aðra farþega bíða. Hversu oft heyrir maður danina reyna að þylja upp mjög svo íslensk nöfn. Stundum langar mig bara að labba á næsta bar og kalal "Siggi, drífðu þig upp í vél...það eru allir að bíða eftir þér!!"

Findnast finnst mér þegar einhver á leið til rússlands er seinn í vélina. Þá heyrist óvneju hávær og reið rödd um allan flugvöllinn!! Held hún sé að segja að þeim sem seinkar muni vera skottnir í Moscwu. Enda heyrist kall frá Rússunum mjög svo sjaldan

En svo verður þeim oft á sem kalla upp fólk eins og þetta dæmi sannar
"This is a personal message for the last passanger traveling with icelandair to Keflavík is asked to come to gate B4 for the gate is ready to leave.....ups.. i mean the plane.. .jes the plane is ready to leave"

Einnig heyrði ég einu sinni í íslenskri konu kalla upp síðustu farþega í vél icelandair "Góðan dag góðir farþegar ég vil biðja síðustu farþega með flugi....ehhh...afsakið...sorry... i want the passengers to iceland to come now...bæ" Ein sem stressaðist þegar hún fattaði að hafa talað íslensku við allan flugvöllinn...

já þetta er lífið !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Híhí.. brill !

Elva "ilmvatn" Dögg (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband