16.7.2007 | 08:06
Rétt Júlía Margrét, nú er of langt síðan ég bloggaði!
Ekki það að ekkert sé að frétta heldur hef ég bara verið það upptekinn. Þá sérstaklega í jakkaleit. Já eftir mjög skrautlegt þriðjudagskvöld með heit konu minni henni Júlíu Margréti þá "hvarf" jakkinn minn. Reyndar er vinahópurinn nokkuð viss að honum var stolið. Í þessum jakka var strætókortið mitt, mín eina von að ferðast um Kaupmannahöfn þar sem hjólinu mínu var stolið...guð blessi það.
Ég fékk þá tilfinningu að einhver hérna úti vildi ekki að ég ferðaðist um Kaupmannahöfn. Þar sem hjólið og strætókortinu var stolið. En svo fékk ég sendan póst og í honum var strætókortið mitt (sem ég borgaði 400dkk fyrir 4 dögum áður en því var "stolið") Einhver saumaklúbbur fann það og sendi til mín, ekki muni það gerast á Íslandi!! Strætókortið fannst í ákveðni leið hérna í bænum sem styrkti en frekar grun vina minna og að lokum grun minn að þarna væri þjófur á ferð en ekki palli hressi fulli!!
Verð nú að segja að ég var á bömmer í gær. Gígja vinkona mín og Dröfn komu í heimsókn sama dag og Júlía mín kom og Júlía hennar sem verður kannski seinna líka kölluð júlían mín því þá get ég sagt sælar Júllurnar mínar.... þetta fannst mér líklegast einum fyndið!! En ég var ný búinn að opna búðina að ég hitti ekkert Gígju og bara Júlíu einu sinni. Svo var bróðir minn hérna um síðustu helgi og ég var að vinna svo mikið að ég hitti hann einu sinni. Svo kemur mamma og pabbi á eftir og viti menn... þá er minn bara orðinn kvefaður og stíflaður.... jei !!
Ég hef sagt stríði á hendur póstþjónustunar á Íslandi! Amma hefur sent nokkur bréf sem hafa ekki borist og ég hef sent nokkur bréf sem hafa öll borist nema þar sem amma býr. Veit að þetta er ekki póstinum hérna að kenna enda er pósturinn mjög svo virtur hérna í köben annað en vitleysingarnir sem henda jólakortum fólks eða bara póstinum öllum og halda að enginn fatti! þetta eru svona fávita vitleysingar. En auðvitað er pósturinn á Íslandi ekki alslæmur. Held að þjónustan hafi versnað eftir að tölvupóstar voru svona algengir. Það er alltaf fullt á pósthúsinu mínu. Held að Danir noti póstinn meir en við Íslendingar. Finnst tildæmis leiðnlegt að fá e-mail en ÆÐI að fá skrifað bréf. þess vegna læt ég hérna heimilsfangið mitt ef einhver vill senda á mig línu.
Páll Einarsson, Kirkegardsvej 15, 2300 Köbenhavn, Denmark
Annars hefur veðrið verið leiðinlegt en mér er sama. Verið að mestu vinnandi innandyra...ég á það til að vera sjálfelskur. Svo kemur Philpi minn heitt elskaði bráðlega í heimsókn frá Svíþjóð. Reyndar á fólk erfitt með að muna nafnið hans. Dýrleif kallar hann Patrek og Hanna Rósa nefnir hann Fabíó. Held að enginn hlusti það mikið á mig!! Svo kemur Hanna Rósa í ágúst og verður yfir Gay præd (og reyndar hálfan ágúst sem er æði) ætla að rýma fyrir Arnrúnu og Ölmu líka. Verður partýýýýý!!!
en já... best að gera reddy fyrir komu foreldrana... fela bjórinn og svona... djók !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.