27.6.2007 | 04:20
Leonard accessories opnar í dag !
Já gott fólk, Leonard accessories opnar á Kastrup flugvelli í dag. Hún er staðsett á besta stað eða á Terminal 2 og er þetta fyrsta búðin sem farþegar Icelandexpress sjá þegar þeir ganga inn eftir að hafa lent.
Þetta er búið að vera langt ferli að standsetja búðina, ekki er allt orðið eins og það á að vera en við ákváðum bara að opna og leysa hnútana jafnóðum. Þannig lærir maður best.
Ég hef aldrei tekið að mér verkefni líkt þessu áður. Síðan ég kom út til Kaupmannahafnar hef ég verið að koma þessari búð á fótinn. Auðvitað hefur fyrirtækið sjálft byggt upp flest sem tengist búðinni en ég var þeirra eini tengiliður úti og þurfti að glíma við dönsk yfirvöld, austuríska smiði, fúla flugvallastarfsmenn, tölvufyrirtæki, starfsfólk, sjálfan mig og svo eigendurna.
Minn fyrri vinnustaður til 5 ára kenndi mér meira en ég hafði nokkurn tíman getað ímyndað mér. Öguð- og sjálfstæðvinnubrögð má þar helst nefna og að bera tillit til annara og hlusta á bónir og beiðnir. Einnig að kunna að standa á sínu og gjöfina að kunna að gefa af sér og hrósa. Ég hef ekki verið þekktur fyrir að hafa mikið sjálfstraust en minn fyrri vinnustaður elfdi það og styrkti til muna.
Ég hvet ykkur öll sem eigið leið um Kastrup að kíkja í búðina. Einnig væri gaman ef þið munduð láta mig vita svo ég gæti nú mælt mér mót við ykkur.
Takk fyrir að fylgjast með ævintýrinu, sem er rétt að byrja.
Athugasemdir
TIL HAMINGJU MEÐ OPNUNINA !!!
Þú stendur þig vel.. láttu nú svipuhöggin dynja á Önnsu eitt fyrir mig ! pískaðu hana áfram .. læstu hana inni ef með þarf...
iii ein að missa sig
híhí
Hilsen og klúkksen ..
Elva Dögginn (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 08:21
Til hamingju með Palli minn! Þú átt eftir að standa þig 100%
luv...
Catia (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 21:59
Til lukku Palli
Hlakka til að koma og sjá....
guðrún karls (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 10:54
Til hamingju ;) Þú átt þetta skilið!
erlahlyns.blogspot.com, 28.6.2007 kl. 17:44
Húrra fyrir þér Palli!
En eitt... hvar er Ólafur?
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 28.6.2007 kl. 22:25
Takk takk fólkið mitt!
Varðandi Ólaf þá lést hann í desember, varð undir bíl. Er hans sárt saknað enda meiri gleðigjafi ekki hægt að finna. Veit samt að hann er hérna hjá mér þar sem ég hef alltaf þá tilfinningu að einhver sé að klóra og bíta í tærnar á mér (sem var mesta uppáhaldið hans ólafs). Ég hefði auðvitað aldrei farið út ef ólafur minn væri lifandi.
Tjá
Páll Einarsson, 29.6.2007 kl. 07:15
Hæ hæ, rosalega fínn frontur ;o) Gangi þér bara rosa vel í þessu ævintýri þínu, og hver veit nema maður eigi einhvern tíman leið til Kaupmannahafnar og þá kíkir maður við.
bestu kveðjur
Jóna
Jóna (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 10:33
Til hamingju með þetta Palli minn!
u make me proud my child!
Næst þegar ég fer til köben (hvenær sem það nú verður) þá verður það mitt fyrsta verk að kíkja á þig í búðinni.
Hafðu það gott
Eva Ösp (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.