25.6.2007 | 04:46
Bloggleysið bætt upp !
jæja..
Það er nú búið að vera brjálað að gera hjá mér síðustu daga. Stefnt er að opna búðina núna á miðvikudaginn og vona ég innilega að það gangi eftir. Búið er að raða vörunum upp sem prýða búðina á opnuninni og eru þær virikilega flottar. Við erum með D&G, CK, Disel, Guess, Armani, DKNY og fossile. Fleiri vörur munu svo bætast við og úrvalið verður einnig meira. Fólk sem hefur labbað fram hjá búðini hefur verið mjög ánægt. Ég tók einnig á móti umboðsmanni D&G í Skandinavíu í gær og var hann virkilega ánægður með búðina. Sagði þetta vera eina flottustu úrabúð sem hann hefði séð. Sem er satt. Ungleg og hipp og kúl búð og svo er e-ð svo rólegt yfir henni ekki eins skær ljós og eru frammi á gangi.
Fór á smá djamm á föstudaginn, var reyndar ekki sá hressasti vegna þreytu enda unnið frá 7 til 22 felsta daga. Á leiðinni heim keypti ég mér Burger King og beið í leigubílaröðinni. Þá kom strákur að mér og bauðst til að keyra mér heim fyrir 200 DKK en ég var bara með 140 DKK og var það nóg. Hann var innfluttur frá Tyrklandi og hét Akrím (eða e-ð svoleiðis) og hefur búið í köben í 11 ár og er 26 ára gamall. Hann vinnur ekki við neitt hérna úti og er bara á ríkisspenanum. Hann sagði að það væri skandall að hann fengi bara 4500 DKK á mánuði til þess að lifa. Ég verð nú að segja að ungt og fullfrískt fólk á ekkert að fá meira eða það er mín skoðun. Ef hann getur harkað um helgar þá á hann alveg að geta unnið.
en já meira seinna ! :D
Athugasemdir
Ja thetta verdur ædi flott búd...hlakka til :)
En fórum vid ekki líka med álíkum dúdda nidur í bæ frá Kassen ?? Thad var ekki leigubíll...minnir mig
Lísan... (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 23:10
HAHAHA.. ég var búinn að gleyma því. Mannstu hvað leigubísltjórinn var dónalegur...s vo fundum við einhvern gaur sem keyrði okkur...
ég er bara orðinn svo kalkaður að ég gleymi öllu !
Páll Einarsson, 26.6.2007 kl. 03:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.