taumlaus gleði !

..jæja gleðilegan þjóðhátíðardag!

Skrítið að vera hérna á flatlendinu þegar 17. júní ber að garði. Ekki það að ég hafi tekið oft þátt í hátíðarhöldunum þá er alltaf gaman að rölta niðrí bæ og fylgjast með mannlífinu. Ég hef alltaf unnið vaktavinnu og hef því oft verið að vinna 17. júní. Það átti að vera einhver hátíðarhöld á Amager strönd í gær en þvílíka rigningu hef ég ekki upplifa. Hélt í eitt augnablik gangstéttirnar væru orðnar að sjó. Æsingurinn í rigninguni var þvílíkur. Reyndar fannst mér fínt að hafa þessa ringingu í gær... ég sef undir súð og var það mjög soothing. Svo líka hreinsuðust göturnar og kom svona þæglilega ferskt loft.

Reyndar hef ég tekið eftir því að þegar það rignir á Íslandi þá segir maður oft, "þetta er nú svo gott fyrir gróðurinn" svo þegar búið er að rigna í 2 daga þá segir maður "æ hvað það er gott að göturnar hreinsist í þessari rigningu" svo eftir 4 daga rigningu "nú skolast allavegana skýturinn af gluggunum" Svo eftir 6 daga rigningu "hvað í andskotanum er ég að gera hérna á Íslandi" hehe

Sorgarfréttir, hjólinu mínu var stolið. Ég var síðast á því fimmtudaginn síðasta og fór þá að hitta Guðbjörgina. Fengum okkur að borða og ræddum um heima og geima enda langt síðan við höfum spjallað. Hjóluðum svo saman heim þar sem kærasta hennar býr rétt hjá mér. Við kvöddumst. Ég læsti hjólinu og fór inn. Svo á laugardaginn ætlaði ég að fara í hjólatúr þá var búið að stela því. Bölvað ! Þarf að fara á lögreglustöðina að gera skýrslu og þá fæ ég e-ð frá tryggingunum.  

Það var smá starfsmannadjamm á föstudaginn. Þvílík gleði! Fórum á kassen en þar er 2 fyrir einn af kokteilum alla föstudaga. Svo 2 mohitos og 2 jarðaberja daqurie kostuðu 110 dkkr. Enda fékk minn sér allt í allt 10 kokteila yfir allt kvöldið. Þetta var frábært kvöld. Mikið spjallað, sungið og lítið sem ekkert dansað (sem er ágætt enda hálf skakkur eftir alla drykkina). Gaman að þjappa hópnum saman og að stelpurnar kynnist aðeins sín á milli. Stundum sé ég eftir að hafa tekið myndavél með..hehehe..

DSC05483
Mooooohító !
DSC05494
Elísa að taka svartakonu með attitude
DSC05509
Sambýlingar í kröppum dansi
DSC05533
Fjóla á við drykkjuvandamál að stríða
DSC05567
Nei anna er ekki full... bara dauðadrukkin
DSC05576
Anna með árituð brjóst eftir mig og Vigni enda erum við poppstjörnur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tak for sidst  thetta var rosa fjör...beislin voru greinilega skilin eftir heima, spurning um ad taka thau med næst !!!...heheheh

En Mohito-inn var alveg ad gera sig...mmmmmmmmmmmm

Elísan (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 18:15

2 identicon

...saknaði þín sárt á þjóðhátíðardaginn á dalbrautinni...   -danmörk smanmörk 

Sigurveig x-granni og gægir (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 16:58

3 identicon

Halló halló sæti

 Dreymdi þig í nótt..... þú hringdir í mig.......

en man ekki meir... haha

Hanna Rósa (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 13:48

4 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Djöfulsins fokkerar að stela hjólinu þínu!!

P.s. Fékk bréfið þitt í dag (sjá blogg)

P.p.s. Aldrei fékk ég áritun á brjóstin :(

erlahlyns.blogspot.com, 21.6.2007 kl. 22:42

5 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

P.p.s. Bið að heilsa Vigni

erlahlyns.blogspot.com, 22.6.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband