15.6.2007 | 16:39
loksins smá rigning... já ég sagði loksins!
jæja..
Núna er skýað og smá rigning og gola og ég ELSKA það. Bara íslenskt sumar mætt á svæðið! Búið að vera mjög gott og fínt veður en ég fagna líka smá rigningu og golu. Þetta kallast varla rigning, dropar stundum niður í fáar mínútur og stundum ekki. Hér er líka hægt að hafa regnhlíf annað en á Íslandi þar sem rigningin fellur beint niður en ekki á ská eða niður, upp á hvolfi... því hérna virðist ekki endilega þufa að vera rok þegar það er rigning eins og algengt er á íslandi. Ég elska rigningu en saknaði þess á íslandi að vera með regnhlífina. Reyndi það einu sinni á íslandi og regnhlífin fauk með mig um hálfan miðbæinn og var þvílík barátta að halda henni.
Fór einu sinni á Gay præd með evu "glas", garðari og man ekki hver hin var... var það alba eva? hehe... DJÓK! Þar stóðum við með egnhlífar í heilan hring fyrir framan MR og opnuðum öðru hvoru til að sjá sjóvið og lokuðum aftur. Hef aldrei verið jafn blautur!
Lenti nú í alveg skelfilegu um daginn. Kom stór sendiferðabíll með innréttingarnar. Ég þurfti að sitja inn í og við fengum svo fylgd frá öðrum bíl fram hjá öllum flugvélunum. Skrítið að keyra við hliðina á flugvélum og þurfa að stoppa á biðskyldu meðan þær keyra fram hjá. Við affermuðum bílin og var ég búinn að segja bílstjóranum að bíða eftir að hann fengi fylgd aftur. En enskukunnáttan hans var ekki góð...vægast sagt. Ég fer svo inn í búð og opna hana og sé út um gluggan að hann keyrir af stað. Ég tel að hann hafi fengið fylgd... en nei! Svo kom löggan og ræddi við mig að hann hafi bara keyrt af stað og fyrir framan flugvélar og hefði vilst. Bölvað vesen. Ég var auðvitað ekki í neinum vandamálum en þetta var ekki skemmtilegt. Samt smá eftir á.
En já smá starfsmanna partý núna.. best að þrífa slátrið og skella sér af stað !
Athugasemdir
haha nei palli það var ekki alba. pffff..
minnir að það hafi verið hrabba sem var með okkur þarna.
sakna þín svo mikið englabossi ;)
eva glas (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.