Sól sól sól....

Veðrið hérna í Kaupmannahöfn leikur við mann. Búið að vera mjög hlýtt og gott og varla ský á himni. Það er spá áframhaldandi blíðu allavegana fram yfir helgi. Um 25 stiga hiti á veðurspákortunum en hitinn er meiri í görðum og þar sem er mikið skjól.

Ég hef verið að vinna á fullu við gangsetningu búðarinnar og er þetta allt að taka á sig mynd. Virkilega krefjandi og skemmtilegt verkefni. Þetta reynir á mann þar sem reynslan mín á þessu sviði er ekki sú besta en ég hef þó góða samskiptatækni sem liðkar fyrir ýmsu.

Búinn að hjóla um alla kaupmannahöfn og er það yndislegt, fljótlegt og hressandi. Kemst út um allt mjög fljótt og örugglega.

Skrifaði Guðlaugi Heilbriðisráðherra (sem ég hef aldrei haft álit á) tölvupóst vegna tilvitnunar sem var höfð eftir honum í útvarspfréttum um daginn að það kæmi til álita að hækka laun þeirra sem vinna á BUGL. Ég óskaði honum til hamingju með að vera orðinn ráðherra og óskaði honum einnig velfarnaðar í starfi. Sagði ég að þetta væru gleðifréttir og ritaði opiskátt bréf til hans. Fékk svar stuttu seinna að þetta hefði verið rangt sem haft hefði verið eftir honum....þar fór það... auðvitað verða þeir fátækari fátækari og ríku ríkari. Svo skilur enginn að það þarf að flytja inn heilu skipin af erlendu fólki til að manna elliheimilin. Eftir nokkur ár verðrur mikið um erlent vinnuafl að starfa á geðdeildum. Ég er ekki á móti erlendu vinnuafli en meðferðarvinna á geðdeildum snýst mikið um mannleg samskipti og hef ég unnið með erlendu fólki á geðdeildum sem höfðu önnur menningarleg viðhorf á ýmsum málum og skyldu því ekki afhverju sumir skjólstæðingar væru að kvarta. Einnig er ekki gaman að fara á elliheimili og fólk skilur ekki íslensku. Við þurfum að taka vel á móti erlendu fólki og halda vel utan um aðlögun þess einnig verðum við að halda vel utan um þessi mikilvægu störf sem umönnunarstörf eru sem því miður eru með stimpilinn láglaunastarf og ekki dregur það fólk til þess að vinna þau. Vona innilega að það verði gert e-ð í kjaramálum þessa hópa.

Er að fara í mat hjá Elísu og jóa... tjá !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

 Skemmtileg lesning, ég treysti á að þú verðir duglegur að blogga á meðan danaveldi fær að njóta nærveru þinnar.

Kveðja B10

þóra Einarsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 17:29

2 identicon

Fyrsta embættisheimsóknin hjá "stráknum" var á BUGL og mér skilst að við eigum að vera voða ánægð með það... Hann hafði nú ekki mikið til málana að leggja þegar hann kom  eiginlega bara ekki neitt . Við vonum bara að hann hafi góða ráðgjafa

Með rússa kveðjum

sjóarafrúin á barnadeildinni

sjóarafrúin (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 00:05

3 identicon

Já Palli, ég er svo sammála þér. Þetta er ömurlega ósanngjarnt. Eigum við eitthvað að ræða um þessar tæpu 2 milljónir sem krullhærða fíflið hann Davíð Oddsson fær í MÁNAÐARLAUN?? Fyrir hvað spyr ég nú bara... djöfulsins spillta ljóta pakk!! Urrrr..

Á meðan við sem erum í vanþakklátum og mjög illa borguðum vinnum þurfum að virkilega berjast fyrir örlítilli launahækkun sem tekur gildi 2010 eða eitthvað álíka, þá sest þetta fífl á sinn feita rass og fær launahækkun uppá 250.000 kall, sem eru ca. 2föld mín mánaðarlaun!! Mér finnst þetta glatað, því hann er ekkert að svitna við að hugsa um annað fólk og vinnur ekki vinnu sem er líkamlega slítandi og vinnur ekki við undirmönnun dag eftir dag á sömu skítalaununum...

Oooohhh þetta er svooo ósanngjarnt!!

Annars, gott að heyra að þú hafir það gott í Köben. Sakna þín ógeðslega mikið.

Eva Ösp (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 11:53

4 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Með rússa kveðjum

sjóarafrúin á barnadeildinni

 :)

Mig vantar svona dulnefni svo ég geti tjáð mig um opinber mál en aðeins útvaldir viti að það er ég sem skrifa.  

erlahlyns.blogspot.com, 10.6.2007 kl. 01:21

5 Smámynd: Júlía Margrét Einarsdóttir

Eins gott að góða veðrið haldist og verði meðan ég er hjá þér!

19 dagar:D:D

Júlía Margrét Einarsdóttir, 10.6.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband