góóóóð helgi

jæja..

Fór á föstudaginn á PET SHOP BOYS í tívolíinu og var það æði. Þeir sem þekkja mig vita hversu mikið ég held upp á þá. Ég var og er algjör pest í partýum spilaði oft óskiljanlegt homma-elektró-popp af jahhh verstu gerð sögðu margir. Ég man að ég var alltaf hálf útúr sem unglingur þegar fólk var að ræða um tónlist. Ég átti enga uppáhalds hljómsveit og fílaði ekki metalicu eða guns n´roses og hvað þá bob marley eða doors þó hefur það nú breyst með aldrinum. Ég sat einu sinni heima og horfði á Brit award og þar sá ég pet shop boys spila og syngja gó vest og ég varð ástfanginn. Þar mættu þeir Neil og Chris ásamt fögru föruneyti og svartri söngkonu. Ég ákvað að kaupa disk daginn eftir og gerði það og viti menn ég hef haldið tryggð við þá lengi. Það sem ég fýla við PET SHOP BOYS eru textarnir. Þeir eru mjög svo djúpir og skemmtilegir að mínu mati og þar sem ég er afskaplega lélegur á hljóðfæri og þekki ekki mun á básúnu eða gítar þá spái ég alltaf mest í textunum.

 

petshopboys

   

Ég stóð fyrir framan sviðið í 1 tíma og 40 mínútur eftir að sjóvið byrjaði og ekki var ég svikinn! Tóku alla slagarana og enduðu á GO WEST ! fyrsta laginu sem ég fílaði. Þarna var fullt af skrítnu fólki og passaði ég alveg í hópinn. En þetta var frábær upplifun og ætla ég nú að finna út hvar þeir spila næst og mæta á svæðið...verð svona íslenskur paparazzi !

 

áfram danmörk

Einn hress á því

Í gær fór ég svo á Fælledsparken með elísu og manninum hennar og fylgdist með leik Svíþjóðar og Danmerkur... þetta var fótboltaleikur sko. Þetta var æði. Var sýnt frá leiknum á stórum skjá í garðinum og var leikurinn sjálfur á vellinum hliðina á honum. Það var þvílíkt stuð. fólk mætt snemma með grill og bjór. Þúsundir svíja flygtust að og var þetta eins og innrás. Allir í gulu og bláu litunum. Svo var auðvitað lagið spilað "við erum rauðir við erum hvítir" og svo voru þjóðsöngvarnir tekknir og mar fékk bara hroll... svona unaðs hroll. Leikurinn var spennandi. Staðan 3-3 þegar svíjar fengu vítaspyrnu. Varð einn danskur aðdáendi svo æstur að hann hljóp inná og sló í dómarann. Dómarinn dæmdi svíjum sigur í leiknum og gekk út. Mér var sama hélt meira með svíjunum enda muuuun sætari enda er ég með svona svíja fetish! en já svo var haldið í bæinn og þvílíkt tjútt tók við og ligg ég hérna heima í dauða teygjunum enda að upplifa skelfilega þynku.

 

pet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vi er rode...vi er hvide...vi star sammen side om side...hahaha minnir mig á sumarið 2000, bjó á Egmont Kollegiet við hliðina á FælledParken...ef ég hlustaði ekki á tónleika útum gluggann minn þá heyrði ég þetta lag  oooo hvað ég sakna þessarar borgar....kærlig hilsen

SunnaSweet (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 06:37

2 identicon

Ja það er ekki hægt að segja annað en að það var tekið vel á því um helgina !!! Eftir þynnkuheitin hérna á heimilinu á sunnudag leit ég í töskuna mína á mánudagsmorgun...og vitið menn....ALLT snyrtidótið mitt var í MOLUM :( HVAÐ vorum við eiginlega að gera???? ég bara spyr?

Elísan (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband