28.5.2007 | 07:53
jarðskjálfti á himnum
..jæja..
Það er rétt Elísa mín, þvílíkar þrumur og eldingar í gærkveldi (sunnudagskvöld). Verð að viðurkenna að mér var ekki alveg sama en ég var þó óskaplega forvitinn. Himininn var hálf hvítur í gærkvöldi og svo sá maður blossa og heyrði líka í þessum þvílíku þrumum. Svo kom þessi hellings rigning.
Mér fannst þetta vera eins og jarðskjálfti... bara á himnum.
Náði í önnu mína á flugvöllinn í gær. Gaman að fá hana og eigum við eflaust eftir að lenda í einhverju þvílíku veseni. Ætlum að kaupa okkur hjól eftir helgi og skoða köben og ég get ekki beðið, það verður alveg frábært.
jæja.. ætla í þvottahúsið
Athugasemdir
Jarðskjálfti á himnum. Yndisleg líking.
erlahlyns.blogspot.com, 29.5.2007 kl. 23:33
Kæri vinur
Takk for sist! Ferðin heim gekk mjög vel, þökk sé þér :) Takk kærlega fyrir að redda strandaglópum skjóli yfir höfuðið... þú ert bestur! Alltaf svo gaman að hitta þig og hvað þá í kóngsins köbenhavn! Biðjum öll kærlega að heilsa
Knús
guðrún bumba
guðrún karls (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.