Mávur, þjófur og fangi!

jæja...

Það er margt skrítið í kóngsins köben. Hef nú ekki verið lengi en búinn að sjá margt sem er nú nokkuð ógleymanlegt.

Fór að tjútta með Fjólu vinkonu minn sem ég kinntist þar sem hún og gæinn hennar eiga íbúð við hliðina á minn á leifsgötunni. Við vorum orðin nokkuð hress þegar við fórum í 7/11 og fengum okkur snæðing. Við tókum eftir sætri ljóshærðri konu um 30 ára sem var með stóra svarta tösku. Hún var að skoða nammipoka og líklegast að velta því fyrir sér hvern hún ætti að velja. Svo sáum við hana setja nammipoka í veskið sitt. Svo annan.... svo annan og annan og bar brosti og var ekkert að fela það. Við bentum afgreisðulamminum á þetta sem brosti bara. Svo var hún á leið út og þá greip hann hana. Enda ekki hægt að kæra fyrir þjónfað fyrr en hún fer út. Þetta var alveg ótrúlega findið og var greiið líklegast út úr reykt.

Í gær fór ég á smá tjútt með henni Fjólu minni og var mikil gleði við völd. Á leiðinni heim stoppa ég á Burger king sem er á horni Striksins og Ráðhústorgsins. Haldið þið ekki að hettu mávur fljúgi inn og fari að snæða á frönskum sem voru á gólfinu og tekur svo á loft og flýgur upp á aðra hæð (það eru 3 hæðir á Burger king) og heyri ég þvílík læti og öskur upp og fuglagarg.. Svo heyri ég að stólar og borð eru á hreyfingu og að lokum kemur fúll fullur gamall maður með mávinn í hendi sér og sleppur honum út og virkaði mjög pirraður. Þá segir starfsmaðurinn við annan starfsmann "þetta er ástæðan fyrir því að hurðin á alltaf að vera lokuð"

Svo rakst ég á mann með gítar á bakinu að leita að skemmtistað sem ég vissi um og fylgdi honum þangað. Hann var fullur og sagðist ver hálfur dani og kani eða danakani :D hann sagðist hafa setið inn í fangelsi fyrir heróín sölu í USA og var með þvílíkar fangelssögur. Sagðist hafa orðið hommi í fangelsinu. Svo sagði hann við mig "Þekkiru sex pistol" ég jánkaði því og þá sagði hann "ég er ekki í því bandi".... skrítinn kauði. svo sat hann á þessum teknóstað að spila á gítarinn og humma meðan aðrir stigu tryltan dans.

Annars er veðrið mjög fínt og þægilegt. Ekki eins mikill hiti og um daginn en alltaf stuttbuxna veður. spáð góðu áfram og svona hitaskúrum og svo seigja þeir að það eigi eftir að koma þvílíkar þrumur og eldingar.... get ekki beðið ! !

En bæ í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja nú bídum vid bara spennt eftir thrumunum og öllu thvi sem fylgir :) Ég spái theim á sunnudaginn...sjáum hvad setur.

Annars er greinilega allt ad gerast thegar thú stígur fæti út úr húsi og færd thér í tánna  Hlakka til ad kokteilast med thér aftur !!! Thurfum nú bara ad fara plana thad

Elísan (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 15:54

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Múhahahahahahaha... hefði borgað fúlgu fyrir að sjá mávinn inná Börgerkíng... hahaha

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 25.5.2007 kl. 17:59

3 identicon

Tek undir með Fanney Dóru... hló mjög hátt... :) sérstaklega viðbrögð starfsmanna!! það skiptir greinilega máli að loka hurðinni ef maður vill ekki fá máv inn til sín!!!

Hanna Rósa (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 23:15

4 identicon

Æji Palli ég sakna þín svo mikið. Þó að við höfðum nú ekki hist í langan tíma þegar þú varst hér á klakanum, þá finn ég samt fyrir því að þú sért farinn. Muhuhu... þarf að skella mér til Köben bara

Gaman að heyra að þú fílir þig þarna úti og hafir það gott. Sakna þín mest!! Kyss kyss.

Eva (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 23:42

5 identicon

Ég vissi það...komið sunnudagskvöld og vitið menn....þrumur og eldingar !!! Sástu og heyrðiru líka??

Elísan (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband