20.5.2007 | 18:18
sumar og sól
jæja...
Eftir 2 rigningardaga hefur verið gott veður nú frá því á föstudag og spáð áframhaldandi sól. Fór í göngu niður á amager strand sem er um15 mín labb frá íbúðinni. Ég hef verið að skoða hverfið mitt og ég get ekki sagt annað en ég er í miðbænum að mínu mati. almenningssamgöngurnar eru svo góðar að ég get ekki kvartað. Metro og strætó stoppa hérna rétt hjá og ég er enga stund að skutlast í bæinn. Svo er lítil verslunarmiðstöð hérna rétt hjá mér sem heitir Amager senter sem er algjört met! svona glæsibær köben. reyndar fullt af flottum búðum.
Hef verið að hitta vini mína sem búa hérna úti og er það alveg frábært. Suma hef ég ekki verið í miklu sambandi en svo þegar maður hittir vinina þá er eins og ég hafi síðast hitt þá í gær. Sannur vinskapur er tímalaus. Ég og elísa vinkona mín fórum á skrall í gær og vorum nokkuð skrautleg.
Ég ætla að taka daginn rólega á morgun og skella mér í bæinn og liggja í einhverjum garði í rólegheitunum. Svo taka við fundir og verkefna vinna vegna opnun á búðinni.
jæja.. bæ í bili !
Athugasemdir
Hvaða búð er þetta? ég er forvitinn
Heiðar Reyr Ágústsson, 20.5.2007 kl. 22:55
Ohhh thad var svo gaman hjá okkur...hlakka til ad endurtaka thennan cocktail-leik
Elísa (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 23:28
Hej hej Poulsen...ég missti alveg af þér en gangi þér vel þarna ytra. Við tökum bara sushi í Kaupmannahöfn...
Hilsen pilsen
Árni (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.